Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 110

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 110
fyrstu skírskotun sögunnar til flugpósts. „Oct 3rd. How odd, all the news and letters we get from Paris are now coming by balloon and carrier pigeons.“3 Kort þessi eða öllu fremur bréfspjöld voru snotur og fallegri en kortin sem Austurríkismenn létu prenta ári fyrr. Höfðu þau þó enga myndina. Bandaríkin fóru að dæmi þeirra árið 1873 með sínum eigin póst- spjöldum. Um það bil aldarfjórðungur fáts og fums í prentun korta var framundan svo einhver mynd yrði á í Bandaríkjunum og Englandi, meðan önnur Evrópulönd komu í makindum myndkortinu sem listgrein á laggirnar. Þýskaland var í fararbroddi með kveðjukortum með myndum sem sýndu baðstaði og ferðamannastaði. Á þessum kortum mátti jafnan finna orðin Gruss aus (Kveðja frá), og á þeim var rúm til að skrifa á framhliðina. Þessi kort voru þær fyrir- myndir sem flest elstu kortin byggðust á.4 Árið 1893 var Columbia-sýningin haldin í Chicago. Þar voru fyrstu bandarísku myndkortin seld, og þá úr sjálfsölum.5 Chicago var auðug að sérfræðiþekkingu í prentlist vegna aragrúa þýskra innflytjenda. Árangurinn var um síðir falleg kort framleidd með krómólitógrafíu, hágæða lit- framleiðsluaðferð. Austurstræti með dórískum súlum Titill: „Reykjavík." Útg. Helgi Árnason, ca 1925. Borgarskjalasafn Ári síðar fékk myndapóstkortið löggildingu á Englandi. Ólíkt kortum Chicago-sýningarinnar, sem byrjuðu að koma fram svo einhverju nam undir árs- lok 1894, voru þessi kort grámóskuleg. Myndin var í ferhyrndum ramma, prentunin daufleg. Þau voru gjarnan kölluð court cards eftir því, en þessa krafðist breska póstþjónustan. Ársritið Picture Postcard Annual hefur nú um árabil verið að safna þessum elstu kortum um allt Bretland, og hafa einungis örfá fundist, send á þessum fyrstu mánuðum. Liggur í augum uppi að þau hafa ekki notið mikilla vinsælda sökum þess hve lítt spennandi þau voru. Örfá þessara korta hafa varðveist. Bið varð á vinsældum þar til fyrsta raunverulega breska póstkortið kom fram árið 1899, en þá loks hætti póstþjónustan að halda fast við hið staðlaða form. Raphael Tuck & Sons gáfu þegar í stað út samstæðu af litmyndum frá Lund- únum. Fyrsta samstæðan og í raun fyrsta breska kortið var mynd af Lundúnaturni með einum liðs- manni úr konunglegu bresku lífvarðarsveitinni.6 Póstkortið eins og við þekkjum það nú er því svotil jafnaldra öldinni og sömuleiðis póstkortaklisjan, því enn sýna sams konar kort turninn með einum lífverði í forgrunni! Sumarkort Teikning, máluð. Vetur konungur hörfar fyrir laufguðum sprota sumardísar- innar. Listam.: Ásgrímur Jónsson, ómerkt; ekki vitað fyrir víst. Útg. ekki tilgreindur. Ca 1925. Höfundur Samt voru lagðar hömlur á þessi elstu kort sem skilja þau frá dæmigerðum kortum nútímans. Þeim var aflétt árið 1902 þegar sendendum póstkorta í Bretlandi var leyft að skrifa á bak- hliðina, þar sem nafn og heimilisfang viðtakanda var fyrir, þannig að myndin á framhliðinni fékk notið sín til fullnustu. Bandaríkin fóru að dæmi Breta árið 1907. Form Tucks á mynd- um frá Lundúnum var svipað langt fram yfir seinni heimsstyrj- öld. Þá varð til önnur gerð korta. Stærri og rétthyrndari kort náðu útbreiðslu í Evrópu, en Bandaríkjamenn voru seinni til að framleiða þau. Undir aldarlok urðu til kort af öllum stærðum og gerðum. Þá var slakað á öllum kröfum reglugerða í þessu efni og jafnvel risastór kort komu fram á sjónarsviðið. Póstkortin góðu og gömlu njóta samt enn sem fyrr hylli, rétt eins og Kilvert naut kortanna sinna forðum daga. Póstkortaunnendur halda því ákveðið fram að póstkort hafi týnt gildi sínu kringum 1940 eða í öllu falli þegar kom fram um miðja öldina. Þá hafi gullaldarskeiði póstkortsins svo að segja verið lokið. Sjálf gullöldin nær í raun einungis framundir 1920. Þá rann upp silfuröld sem auðmjúk fetar í slóð þeirrar fyrri. Textar póstkorta Kveðjukort eru þau kort sem send eru vinum og ættingjum af sérstöku tilefni, svo sem vegna komandi hátíðar eða afmælis eða einungis til að flytja viðtakanda kveðju. Þau bera gjarna viðeig- andi kveðjuorð á framhlið. Þetta er sá flokkur gamallar tíðar sem fjölskrúðugastur er og mestur að vöxtum. Mörg kortin voru afar vel gerð, önnur léleg og tilþrifalaus með öllu, eins og gengur. Þessi flokkur tekur til afmælisdaga, páska, hvítasunnu, ferminga, þakkargerðar, jóla og nýárs, daga Patreks og Valent- ínusar, 1. apríl, hlaupárs, mæðradags, sumardagsins fyrsta, þjóðhátíðardags, o.þ.h. Kortin voru einnig trúarlegs eðlis. Dygðir voru tíundaðar, en einnig trú, von og kærleikur. Myndir úr heilagri ritningu voru algengar á kortum, sömuleiðis faðir- vorið og boðorðin tíu. Ein var sú grein kveðjukorta sem heyrði undir tækifæriskort. Þetta voru kort með bílum, englum, blóm- um, börnum að leik með brúður og önnur leikföng. Silkimynda- kortin voru vinsæl í þessum flokki og kort með skrautlegum blævængjum, hakakrossum, óskabeinum, sveppum, fiðrildum, bjöllum, skeifum, kjúklingum og kanínum. Blómum skrýdd kveðjukort voru sígild og jafnan stór hluti þessa flokks. Fjöl- mörg erlend jóla- og tækifæriskort bárust hingað. Póstkort gegndu hlutverki símans á fyrri hluta liðinnar aldar. í því fólst aðferð til að koma skipan á hlutina, gefa fyrir- mæli eða einungis skila kveðjum. f Bretlandi og Bandaríkjunum var póstur borinn út allt upp í fimm sinnum á dag. Hérlendis 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.