Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 111

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 111
Nýárskort Brosandi börn innan í skeifu skreyttri blómum og bleikum borða. Titill: „Gleðilegt nýár“. Klukka með vísum á tólf. Stundaglas að renna niður. Dag- setningin 1.1. og rósaflúr. Ljóðlínurnar: „Nú árið er liðið ...“ Skrautritun og annað skreyti: Steindór Björnsson frá Gröf. Útg.: Helgi Árnason. 1922. Höfundur voru kort borin út fyrir hádegi einu sinni á dag. Sum kort voru þó stimpluð „síðdegis“, þannig að einhverjir fengu póstkort eftir hádegi á árunum 1910 til 1920. Þetta var að sönnu hraðvirkur máti til að koma skilaboðum frá sér. Þegar síminn kom til sögunnar var hann einkum tengdur skrifstofum rétt eins og bréfsímar og tölvur nú til dags. Jafnvel fram á miðja öldina var sími munaður sem borgarastéttin ein hafði efni á. Að hringja til útlanda var mikið mál. Menn þurftu að panta fyrirfram og símtalið kostaði skildinginn. Þegar ný öld var að ganga í garð var póstkort mikil nýlunda, og má greini- lega skynja að sá þótti verulega forframaður og veraldarvís sem sendi frá sér kort. Það náði umsvifalaust hylli almennings. Þeim sem voru læsir og skrifandi fjölgaði stöðugt. Auðveldara varð að ná sér í pappír og skriffæri, og fólk af öllum gerðum tók að tjá sig á póstkortum. Aðalhlutverk þeirra eftir 1902 voru frétta- skipti milli ættmenna sem bjuggu dreift. Ekki dró það heldur úr vinsældum kortanna hve litlar kröfur þau gerðu til ritleikni á tímum þegar formlegri menntun lauk að jafnaði við 14 ára aldur. Bréf sem útheimti orðagjálfur eða langhunda, formsatiði eða viðhöfn og tilhlýðilega uppsetningu dró kjark úr þeim sem óvanir voru, en flestir gátu krotað eitthvað á kort. Það var einnig mun ódýrara og ekki mátti gleyma þeim aukabónusi sem fólst í fallegri eða áhugaverðri mynd. Texti á póstkorti var að jafnaði óformlegur og þróaðist með þegjandi samkomulagi í sérkennilega uppskrift sem hafði að geyma tiltekna nauðsynlega frumþætti: kveðjuna, veðrið, heilsu skrifarans, heilsufar viðtakanda, textalokin, þ.e. kveðju. Þetta var staðlað mynstur og sjálfu sér nægt en myndaði jafnframt öruggan grundvöll undir umröðun, breytingar eða frávik. Þannig er uppistaða allra korta fram á daginn í dag, hvort sem kortið er sent úr sumarfríi, eins og algengast hefur verið fyrr og síðar, eða milli vina, ættingja eða nábúa. Kort voru nefnilega oft send til næsta nágranna. í samhengi atvikanna má lesa frænd- semi og samgang. Innlönd harmleiks má greina bak við fátæk- leg orð eða þá tjaldið rís sviplega á stund gleði og fagnaðar. Fyrir tíma símans var póstkortið eðlilegur vettvangur til- hugalífs. Því, sem nú er hvíslað í síma, skilið eftir á símsvara eða sent í tölvupósti, varð fyrir hálfri og heilli öld að trúa kortinu fyrir. Aðdáandinn sendi gjarnan póstkort heim til þeirrar heittelskuðu þar sem hnýsin augu foreldra, systkina eða vinnu- hjúa gátu séð það. Pör þróuðu vitanlega með sér sitt einkalega ritmál, en þegar allt um þraut að því er varðaði einrúm og næði, var gripið til dulmáls. Stundum fólst það í heimagerðum slang- uryrðum eða hraðskrift eða spegilskrift, en margbrotin kænsku- brögð í dulmálsgerð voru iðulega birt í „kvennablöðum“ erlendis sem og reyndar hérlendis og af ákefð tekin upp (erlendis). Kortin voru send hvaðanæva - frá Kína til Ameríku, frá Suðurskautslandinu til Alaska. Sum stefin koma fram aftur og aftur, einkum þau sem þróuðust með öldinni, svo sem sam- göngur, kvikmyndaiðnaður, hlutverk kvenna, tíska; og kort úr sumarleyfum voru ávallt svipuð að eðli. Málfar breyttist, en talmál var ævinlega notað á póst- korti, síður í sendibréfi. Við skyggnumst inn í hjörtu og hugi fólks sem lifði mestu breytingar veraldarsög- unnar. Við rekumst á háttsetta karla og heldri frúr, fjall- konuna og fjósakarlinn, og hlerum þau ræða um við- burði, persónur og byggðarlög síðustu aldar. Heyrum hortugheit úr sveitinni, hörmungar styrjalda úti í hin- um stóra heimi og hættur samfara ferðalögum en einnig ýmsa duttlunga og fyrirtekt í lífi og starfi. Kortin endurspegla sjálfsmynd einstaklingsins og hvernig hann staðsetur sig innan samfélagshóps. Lesa má í kynhlutverk og þá möguleika og skorður sem hefðbundin viðhorf settu mönnum. Sama má segja um tilfinningatjáningu sem einnig varpar ljósi á sam- skiptamynstur. Sonur sendi föður sínum kort frá Höfðaborg í S.-Afríku árið 1912,7 en hann hafði farið þangað suður til að afla fjár. Á leiðinni til íslands var hann rændur í Liverpool og sneri aftur til Suður-Afríku. Honum auðnaðist ekki að koma aftur til ættjarðarinnar, því hann lést skömmu síðar. Kortið var geymt í fórum foreldra sem hinsta minning um piltinn. Má bjóða þér upp í dans? Herra býður fröken upp í dans með glans. 1886. Erlent. Reykjavík 2. janúar 1886. Texti: „Elsku Ása ... mín! Gleðilegt nýár! Jeg ætla nú að skrifa þér fáeinar línur og hinum stelpunum. Jeg held jeg verði segja þér eitthvað af barnaballinu sem var á þriðjudagin jeg held að krakkarnir hafi verið um 60. þvíiíkur grúi hefðir þú verið komin innanum allan þann sæg litlu krakkarnir voru héðan, sumir krakkarnir voru á hvítum kjólum svo ósköp fínir, og svo var þar jólatré svo fjarska fallegt, og hékk á því kramarhús með allra handa góðgæti, sem börnin fengu. Nú hætti jeg og reyndu nú Ása mín að skrifa mér einhverntíma í vetur það gjörir ekkert til þó það verði ekki fallegt þín elskandi systir Stína ...“ Borgarskjalasafn Slitrótt samhengi, sérkennileg stafsetning, öfug- snúin og kenjótt málfræði, upphrópanir, ósæmilegt tal, haturspólitík. Allt er þetta að finna á póst- kortum. Á línu viðtakanda stílar ein frúin með stæl nafn vinstúlku sinnar „Ragnheyður".8 Þar sem þetta hefur þótt eitt fegursta nafn íslenskt, hefur konu þessari þótt sæma að skreyta það með ypsiloni. Þér- ingar nákunnugs fólks eru mikið notaðar á íslenskum kortum, þ.e. meðal heldra fólks. Merkilegt við gömul skilaboð er að þau renna áfram án þess að kommur 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.