Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 116
Sagnfræói, listir og listasaga
Hugleióingar um þema 22. árgangs Sagna eftir Auði
Ólafsdóttur, Sigurö Gylfa Magnússon, Árna Heimi Ingólfsson,
Helga Ingólfsson og Sigurjón Baldur Hafsteinsson
Auður Ólafsdóttir er listfræðingur.
Hún kennir listasögu við Háskóla Islands.
Listin, listasagan og sagnfræóin
Listasaga (History of Art, Histoire de I'art, Kunsthistorie, Storia
dell'Arte) er í flestum háskólum Vesturlanda utan íslands sjálf-
stæð, akademísk fræðigrein með eigin aðferðafræði og viðfangs-
efni, kennd til BA prófs, mastersgráðu og doktorsprófs. Lista-
saga fæst í meginatriðum við að skoða helstu strauma og stefnur
sjónlistasögunnar frá upphafi til samtímans, við að meta og
skýra þróun og hlutverk listarinnar, ekki hvað síst einstakra
verka sem talin eru hafa haft mesta þýðingu. Listasagan skoðar
hvernig samfélagið speglar listina og listin samfélagið, hún fæst
við að greina ólíkar gerðir myndmáls á mismunandi tímum í
sögulegu og félagslegu samhengi, er því eins konar hugmynda-
saga mynda. M.a. sýnir hún hvernig myndmál speglar skilning
manna á hverjum tíma á hugtökum á borð við tíma og rými.
Listasaga veitir nemanda þjálfun í myndlæsi, þ.e. að geta
„lesið“ myndmál frá ólíkum tímum til jafns við ritaðan texta.
Með því opnast ekki bara sýn á sérstöðu eigin menningarlegs
umhverfis, heldur og á alþjóðlegt tungumál umheimsins eins og
það birtist í hvers kyns myndmáli, myndlist, auglýsingum, kvik-
myndum. Þá fjallar listasagan um samfélagslegt hlutverk og
áhrif lista, stöðu listamannsins í samfélaginu á ólíkum tímum,