Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 51

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 51
jik Ólafur J. Engilbertsson er fæddur árið 1960. Hann útskrifaðist með BA próf í sagnfræði frá Háskóla l'slands árið 2001. Ólafur stundar nú MA nám í sagnfræði við sama skóla. Frá kúlissum til kvikra mynda Um þróun íslenskrar leikmyndlistar Ein þeirra jaðargreina í listum sem gjarnan hefur verið ýtt til hliðar í listrýni fjölmiðlanna er leikmyndlistin. Magnús Pálsson segir um gagnrýni á leikmyndlist á sjötta og sjöunda áratugnum: Eins og margt annað í leikhúsunum á þessum tíma var gagnrýni frekar frumstæð. Þarna voru sem gagn- rýnendur oftast greinargóðir gáfumenn, þegar best lét jafnvel skáld og snillingar. En þeir höfðu oftast tak- markaða yfirsýn yfir hræringar í leiklist og einkum þó í myndlist eða leikmyndlist. Það sem þeir skrifuðu um leikmyndir var því oft á tíðum afar varasamt. Messíana Tómasdóttir er einn margra leikmyndahöfunda sem hafa sinnt jöfnum höndum leikmyndlist og „frjálsri“ mynd- list. Hún segir: „Sárasjaldan erujsvoj leikmynd og búningum gerð skil í leikdómum... Því fer fjarri að gagnrýnendur geti á nokkurn hátt leiðbeint almenningi að sjá hvað er gott og hvað slæmt ef þeir bera ekki sjálfir skynbragð á frumatriði leiksýn- ingar, ef þeir vita ekki hvernig leiksýning verður til.“' Fram til þessa hefur gjarnan verið rætt um leikmynda- eða leiktjaldagerð en breytt viðhorf til greinarinnar kalla e.t.v. á nýja skilgreiningu, enda hafa leikmyndahöfundar í síauknum mæli stundað listaháskólanám og sinnt margvíslegri listsköpun. Gunnar R. Bjarnason, leikmyndahöfundur, notaði hugtakið leikmyndlist í viðtali árið 1979.2 Magnús Pálsson segir um skil- greininguna leikmyndlist: „Ég býst við að happadrýgra væri fyrir framtíð starfsgreinarinnar að hún væri séð sem listgrein fremur en hönnunargrein. Þá hefðu líka leikhúsin frekar hitann í haldinu að ráða aðeins til starfa fólk með slíkan metnað sem væri í alvöru að starfa að list.“3 Magnús gerir sem sagt ráð fyrir því að það sé leikmyndateiknurum í sjálfsvald sett hvernig hið almenna viðhorf til greinarinnar þróast. Hvað er þá leikmyndlist og hvert er hlutverk leikmyndlistar- mannsins? Að skapa sérstakt listaverk á sviðinu sem nýtur hylli áhorfenda eða að skapa leiknum umgjörð sem fellur svo vel að honum að hún verður nánast ósýnileg? Sjálfstæð listgrein? Ef rannsaka á leikmyndlist verður að byrja á því að velta fyrir sér hugtakinu. Er hér um að ræða listgrein, einhvers konar hönnun eða e.t.v. einhvers konar sambland af þessu tvennu? Spurningin hlýtur líka að snúast um það hvort hér sé að ein- Leikmunir úr sýningum Leikfélags Reykjavíkur á sýningu í kjallara Borgarleikhússins 1997. hverju leyti um sjálfstæða listgrein að ræða og þá hvernig sú iistgrein hefur þróast. Flestir leikmynda- höfundar virðast vera á því að leikmyndin sé ekki sjálfstætt listaverk en höfundarverk eigi að síður. En á höfundur leikmyndarinnar að vera trúr eigin sann- færingu um túlkun á verkinu eða á hann að laga sig að forsendum höfundar verksins eða leikstjórans? Hvernig hefur afstaðan breyst til hlutverks leik- myndahöfundarins á tímabilinu frá því atvinnuleik- list hófst hérlendis? Þeir Steinþór Sigurðsson og Jón Þórisson unnu saman margar sýningar í Iðnó frá miðjum sjöunda áratugnum. Árið 1969 unnu þeir saman leikmynd að rómaðri uppfærslu á Tobacco Road eftir Caldwell í leikstjórn Gísla Halldórssonar. Sigurður A. Magnús- son sagði í Alþýðublaðinu: „Leikmynd þeirra Steinþórs Sigurðssonar og Jóns Þórissonar er listilega gerð smíð, í rauninni sjálfstætt raunsæislistaverk.114 Sumir gagnrýnendur voru sem sagt á þeirri skoðun að leikmyndir gætu staðið sem sjálfstæð listaverk, þrátt fyrir að gagnrýnin beindist oftast nær að því að tekin væri of skýr afstaða með leikmyndinni og athyglin beindist um of að henni. Ári áður hafði Steinþór gert leikmynd við Sum- arið ‘37 eftir Jökul Jakobsson og hlotið þá umsögn að leikmynd hans væri „mikið listaverk“ og hann væri 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.