Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 95

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 95
Þorlákur Einarsson er fæddur árið 1976. Hann stundar BA nám í sagnfræði vió Háskóla Islands. Móóir, hóra, meyja Notkun kvenímynda í styrjöldum á 20.öld Kvenímyndir þjóða eru margar og kunnar, nefna má Marianne í Frakklandi, Germaníu í Þýskalandi, Frelsisstyttuna í Banda- ríkjunum og síðast en ekki síst Fjallkonuna hér á íslandi. Til- gangur þessara ímynda virðist í fyrstu fjarska einfaldur, þ.e. sem merki lands og lýðs í umheiminum sem og tákn sameiningar heima fyrir. Þetta á einkum við í Frakklandi sem á sér ekkert eig- inlegt skjaldarmerki og er Marianne (að undanskildum þrílita fánanum) án efa frægasta táknmynd franska ríkisins. í aðdraganda styrjalda, framvindu þeirra og eftirmálum, hafa öll sjónræn tákn öðlast gríðarlegt vægi á tuttugustu öld- inni. Stórveldi líkt og þriðja ríkið og Sovétríkin byggðu dlvist sína og lýðhylli á sýnilegum táknmyndum. Enn í dag nota Bandaríkjamenn, sem eru nokkurs konar þjóð þjóðarbrota, myndrænar táknmyndir til að sameina lýðinn. Hér verður þó einungis fjallað um kvenímyndir og notkun þeirra í styrjaldar- rekstri á tuttugustu öld. Fyrst verður athugað hvernig slíkar ímyndir eru notaðar til að undirstrika stöðu þjóðar sem fórnarlambs. Þá eru dregnir fram glæpir gegn þjóðinni, eiginlegir eða ímyndaðir, í nútíð og fortíð, og litið á þá sem svívirðu við kvenímyndina. Ekki er um eins ímyndir að ræða en algengastar eru þó meyjarímyndin og móðurímyndin. Kvenímyndir eru sömuleiðis tengdar hvers kyns kynþátta- hyggju sem hefur verið stöðugt tilefni styrjalda á liðinni öld. Þar sem konur geta einar borið barn undir belti eru þær fyrir vikið útvörður „hreinleika“ kynstofnsins. Því verður að gæta þeirra sérstaklega fyrir utanaðkomandi „mengun" sem og að undir- strika móðurhlutverk þeirra til uppbyggingar kynstofnsins heima fyrir. Þegar áróðurinn um tímgunarhlutverk konunnar hefur öðlast slíka ofuráherslu má íhuga í framhaldi hvað í stríði henti best til að brjóta niður slík helg vé. Svarið er iðulega kynferðis- glæpir hvers konar, fjöldanauðganir, limlesdngar á kynfærum kvenna og nauðganir með getnað að markmiði. Voðaverkin verða að fullnaðarsigri á hinum sigraða kynstofni eða ríki. Hin svívirta kona verður þannig með sanni táknmynd getuleysis karlmanna til að verja eigið land og hin upphafna kvenímynd ríkisins breytist í fallna konu, hóru! Því er athyglisvert að skoða orsakasamhengið og athuga hvort kvenkenning ríkisins sé ekki upphaf og orsök þeirra hroðaverka sem iðulega sigla í kjölfar styrjalda. Þar sem karl- menn hafa nær eingöngu barist í styrjöldum mestalla 20. öld og eru iðulega upphafsmenn þeirra, verður að velta fyrir sér hvort hin upphafna mynd sé því ekki merki um dramb þeirra og sjálfsánægju en hin fallna kona merki um vanmátt og óöryggi. Eðlilegt er að spyrja hvort notkun slíkrar ímyndar sé í eðli sínu glæpsamleg þar sem hún er órofa tengd kynferði hennar og svívirðu sem henni er sýnd. Ekki er hægt að ætla að nauðganir í stríði hyrfu ef slíkum ímyndum væri kastað fyrir róða. Á hinn bóginn verður orsakasamhengið allt að skoðast og sjá hvort þær styrjaldir sem lyktað hefur með miklum ofbeldis- glæpum gegn konum hafi ekki svipuð einkennismerki þegar litið er til orðræðna og táknmynda áróðurs. Fórnarlambiö Til stríðsæsinga er staða hóps, ríkis eða ríkja iðulega máluð sterkum litum. Stríðsæsingamaðurinn dregur einatt fram stöðu „okkar“ sem fórnarlambs gegn til- hæfulausum árásum „þeirra“. Hættan sem steðjar að konum ríkisins er oft og tíðum ekki eiginleg heldur byggð á liðnum atburðum. Sá var hátturinn bæði í Króatíu og Serbíu þegar æst var til stríðs í upphafi tíunda áratugarins að sjónvarpsstöðvar sýndu iðulega myndir af hroðaverkum hvors annars í síðari heimsstyrjöldinni.1 Ennfremur sýndu Serbar til áróð- urs myndbandsupptökur af nauðgunum þar sem serbneskar konur áttu að vera fórnarlömb Bosníu- manna eða Króata, þegar þessu var í raun öfugt farið og Serbar neyttu aflsmunar gagnvart öðrum þjóðar- brotum.2 ímynd ríkisins sem fórnarlambs verður því oft í formi hinnar svívirtu meyjar, sem er táknmynd hins hreina og flekklausa sem verður fyrir tilhæfulausri og niðurlægjandi árás. Slíkar ímyndir voru til dæmis notaðar í heimsstyrjöldinni fyrri þegar Þjóðverjar höfðu að engu hlutleysi Belga og voru næstum búnir að sigra Frakka. Þá var Belgía iðulega sýnd mynd- rænt í dagblöðum, dreifiritum og veggspjöldum sem unglingsstúlka sem lá grátandi og svívirt á gólfinu er þýskur hermaður yfirgefur vettvang glæpsins. Önnur veggspjöld sýna Marianne hina frönsku á flótta 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.