Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 84

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 84
Mjer er mjög óljúft að hugsa til þess, að við eigum eftir að fara að rífast í dagblöðum. En það var ekki hægt að láta grein þinni ósvarað á dögunum. Jeg læt ósagt hvort jeg svara þjer nokkru opinberlega, jafnvel þótt þú kunnir að ráðast á mig fyrir aðgjörðir mínar í söngmála- nefndinni. En þar vinn jeg aðeins eftir bestu sannfæringu. Jeg tel ekki neina ástæðu til þess að fá útlenda hljómsveit til að aðstoða við hátíðina 1930. Sú hátíð er als ekki nein músíkhátíð.18 Þótt aðstandendur Alþingishátíðarinnar hafi ekki talið þörf á að fá hingað til lands erlenda hljómsveit undir stjórn Jóns Leifs fór þó svo að ráða þurfti níu hljóðfæraleikara úr Konunglegu hljómsveitinni í Kaupmannahöfn til að leiða Hljómsveit Reykja- víkur.19 Mótbárur þær sem hátíðarnefndin hafði í frammi er Jón Leifs bauðst til að leiða erlenda hljóm- sveit við Alþingishátíðina verða því að teljast allhald- litlar. Aðstandendur hátíðarinnar hugðust láta alíslenska hljómsveit sjá um hljóðfærasláttinn. Álykt- Hljómsveit Reykjavíkur á fjórða áratugnum. Stjórnandinn er Þórarinn Guðmundsson fiðluieikari. anir Jóns um að hljóðfæraleikarar á íslandi væru þess ekki megnugir að sjá einir og óstuddir um hljóðfæra- leik á Alþingishátíðinni áttu hins vegar við full rök að styðjast. Þess bera hljóðfæraleikararnir níu skýrt vitni sem og sú staðreynd að síðla árs 1929 var ráð- inn frá Austurríki kennari, Franz Mixa að nafni, til að hafa umsjón með æfingum hljómsveitarinnar. Tvær leiöir: Annaóhvort - Eóa Með offorsi hafði Jón Leifs ætlað að halda innreið sína í íslenskt tónlistarlíf. Enn brást honum boga- listin. Baráttuþrekið hafði hann til að bera en her- kænskuna ekki. Upp úr krafsinu hafði hann aðeins aukna óvild í eigin garð. Eldur hugsjónanna gat á tíð- um brunnið svo heitt að úr varð mikið bál sem illa varð við ráðið. Hugsjónamaðurinn hvorki hikar né efast heldur sækir hann að takmarkinu úr öllum áttum. Faðir Jóns þekkti skapfestu sonar síns og vissi að hún gæti komið honum um koll. Brást hann því skjótt við er hugmyndir tóku að vakna í hugskoti Jóns um að koma með þýska hljómsveit til Alþingis- hátíðarinnar: „Það leggst einhvern veginn svo í mig, að þessari tillögu eða málaleitun þinni um komu þína með hljómsveitina hingað til lands 1930, verði ekki tekið svo vel, að nokkuð verði úr því. Ef svo fer, verð- urðu að taka því með rósemi. Það verður við svo búið að standa.“20 Forsjáll var Þorleifur. Ekki lét sonurinn þó segjast og brást Jón hinn versti við: ,,...[M]ér finnst að þið ættuð ekki að lama framkvæmdarvilja minn eða að spilla fyrir mér hvorki óviljandi né viljandi, heldur reyna frekar að styðja mig og mín mál, þó að ekki væri nema með þögninni.“21 Óvild landa Jóns olli honum þó meira hugarangri en hann vildi vera láta. Honum virðist talsvert niðri fyrir er hann skrifar Páli um togstreitu þá sem honum er gert að kljást við vegna áhuga hans fyrir hljómsveitarförinni árið 1930: ...[Þ]ví hefir verið stungið að mér bæði af fjölskyldu minni og öðrum, að vera ekki að berjast fyrir þessum og öðrum áhugamálum mínum heima, því að það mundi skapa mér óvini, sem gætu ef til vill komið því til leiðar að eg fengi ekki einu sinni þá fjárstyrki, sem eg þarf svo nauðsynlega á að halda þar sem eg lifi í eilífum áhyggjurn um daglegt brauð. Þetta er vafalaust rétt og eg var lengi hugsi, þar sem eg hefi kynst neyðinni á seinustu árum í langtum ríkara mæli en t.d. þú, en eg ákvað að hræðast ekki neyðina, sem mundi geta orðið enn þung- bærari í framtíðinni, heldur að halda stefnu í mínum málum og berjast fyrir sannfæringu minni svo lengi, sem eg gæti og lifði. Þessi ákvörðun mín varð mér mjög erf- ið, því að mér er engin ánægja að særa menn og eignast óvini, er langtum fremur viðkvæmur fyrir því, þó að skap mitt sé hart hið ytra.22 Kristján Albertsson rithöfundur var einn vina Jóns sem studdi hvað best við bakið á honum og umbar lunderni hans með stóískri ró svo oft mátti undrum sæta. Var hann meðal þeirra sem báðu Jón um að endurskoða bardagaaðferðir sínar. Ekki taldi Kristján að það yrði Jóni til framdráttar að draga deilur hans við söngmálanefnd Alþingishátíðarinnar fyrir sjónir almennings með blaðadeilum. Ráð hans líkt og annarra hafði Jón þó að engu: „Eg þakka þér fyrir þínar góðu ráðleggingar viðvíkjandi blaðagreinum mínum í ísl. blöðum. - En fyrir mig eru ekki til nema tvær leiðir: annaðhvort eða - og þessvegna verð eg að halda áfram að skrifa í íslensk blöð, þar til einhver úrskurður er fallinn í mínum málum heima.“23 Jón ber sig hins vegar aumlega í bréfi sem hann skrifar Halldóri Kiljan Laxness í janúarlok árið 1928. Honum þykir hart hvernig hugsjónir hans hafa verið fyrir borð bornar. „Eg á nú í miklu stríði við landa mína, sem vilja helst útiloka mig alveg frá allri þáttöku í listframkomu og minningarathöfnum 1930,“ tjáir Jón Halldóri. „Meira að segja Páll ísólfsson, sem þó hefir nokkurnveginn nægilega mentun til þess að sjá rétt í þeim efnum, tekur opinberlega greinilega afstöðu á móti mér. Er eg virkilega svona voðalegur maður?!“24 Eftir viðskipti Jóns og söngmálanefndarinnar vegna hljóm- sveitarfararinnar gefur Jón tortryggni í garð Páls ísólfssonar lausan tauminn. „Þú kyntist mér sem nokkurskonar hvítvoðung í listinni," skrifar Jón Páli. „Eg var feginn að geta lært af þér og þér þótti líka gaman að því. Síðan hefi eg sífelt verið að þroskast og breytast...“ heldur Jón áfram. „Leiðir okkar skildu. Eg stundaði aðrar greinar en þú, náði auðvitað meiri kunnáttu og meiri þroska en þú í þeim greinum. En þú gatst ekki felt þig við þá hugsun að eg hefði í einhverju og ýmsu yfirburði fram yfir þig.“ Jón segist ávallt hafa verið reiðubúinn að hjálpa Páli með „kunnáttu" sinni og „hæfileikum“ en Páll hafi ekki viljað þiggja það. Hann hafi fremur kosið að vinna á móti sér. „Þetta varð mikið tjón fyrir þig. En upp úr því lentir þú í hóp dilletanta og kunningja í Reykjavík, þér til hagnaðar í bráð að vissu leyti, en þér til greinilegs tjóns til frambúðar og listarlegum skilningi."25 Slíkt vantraust átti Páll þó vart skilið því engum duldist að hann var dyggasti stuðningsmaður Jóns meðal íslenskra tónlist- 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.