Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 74
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar
Á vit persónulegra heimilda
Árið 1995 stóð Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræð-
ingur fyrir námskeiði í Háskóla íslands um persónu-
legar heimildir. Markmiðið var að vekja verðandi
sagnfræðinga til umhugsunar um þennan flokk heim-
ilda en til þeirra teljast dagbækur, sendibréf,
sjálfsævisögur og önnur persónuleg skrif. Lokaverk-
efni nemenda námskeiðsins var byggt á heimildum
sem nemendurnir völdu sér á handritadeild Lands-
bókasafns íslands - Háskólabókasafns og þótti takast
svo vel til að þeir Sigurður Gylfi og Kári Bjarnason
handritavörður ákváðu að setja á fót ritröðina Sýnis-
bók íslenskrar alþýðumenningar til að kynna heim-
ildirnar fyrir áhugamönnum um sagnfræði.
Við tókum þrjá unga sagnfræðinga tali, þau Braga
Þorgrím Ólafsson, Davíð Ólafsson og Sigrúnu
Sigurðardóttir til að fræðast um afstöðu þeirra
til persónulegra heimilda en þau eiga það sameigin-
legt að eiga bók í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar
alþýðumenningar.
Sigrún Sigurðardóttir tók sarnan bókina Elskuleg tnóðir mín,
systir, faðir, bróðir og sonur. Fjölskyldubréf frá 19. öld. Ritið
kom út árið 2000 og er þriðja bókin í ritröðinni Sýnisbók
íslenskrar alþýðumenningar.
Hvert er viðfangsefni bókarinnar Elskuleg móðir mín, systir,
faðir, bróðir og sonur':
í bókinni eru birt fjölskyldubréf frá 19. öld. Þrátt fyrir að bókin
hafi að geyma sögu fjölmargra einstaklinga var það ekki mark-
mið mitt að segja sögu einstakra persóna. Markmiðið var að
opna lesandanum leið inn í daglegt líf nokkurra íslendinga sem
fæddir voru á síðustu öld, veita honum innsýn í hugarheim
þeirra, tilfinningalíf og dagleg störf í því skyni að auka skilning
á samfélagi 19. aldar. Áhersla er lögð á að lesandinn geti nálgast
bréfin á sínum eigin forsendum, gefið þeim merkingu og búið
þannig til sögu um líf nokkurra einstaklinga. Vissulega hef ég
sem höfundur bókarinnar haft nokkur áhrif á þá sögu sem les-
andinn kemur til með að lesa úr bréfunum. Það var í mínum
höndum að velja bréf í bókina, skipta þeim niður í kafla, skrifa
inngang og skýringar og skapa þannig ákveðinn söguþráð. En
það er undir lesandanum sjálfum komið að hve miklu leyti hann
lætur framsetningu bókarinnar móta lestur sinn. Bókin er byggð
72