Sagnir - 01.06.2001, Síða 74

Sagnir - 01.06.2001, Síða 74
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar Á vit persónulegra heimilda Árið 1995 stóð Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræð- ingur fyrir námskeiði í Háskóla íslands um persónu- legar heimildir. Markmiðið var að vekja verðandi sagnfræðinga til umhugsunar um þennan flokk heim- ilda en til þeirra teljast dagbækur, sendibréf, sjálfsævisögur og önnur persónuleg skrif. Lokaverk- efni nemenda námskeiðsins var byggt á heimildum sem nemendurnir völdu sér á handritadeild Lands- bókasafns íslands - Háskólabókasafns og þótti takast svo vel til að þeir Sigurður Gylfi og Kári Bjarnason handritavörður ákváðu að setja á fót ritröðina Sýnis- bók íslenskrar alþýðumenningar til að kynna heim- ildirnar fyrir áhugamönnum um sagnfræði. Við tókum þrjá unga sagnfræðinga tali, þau Braga Þorgrím Ólafsson, Davíð Ólafsson og Sigrúnu Sigurðardóttir til að fræðast um afstöðu þeirra til persónulegra heimilda en þau eiga það sameigin- legt að eiga bók í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. Sigrún Sigurðardóttir tók sarnan bókina Elskuleg tnóðir mín, systir, faðir, bróðir og sonur. Fjölskyldubréf frá 19. öld. Ritið kom út árið 2000 og er þriðja bókin í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. Hvert er viðfangsefni bókarinnar Elskuleg móðir mín, systir, faðir, bróðir og sonur': í bókinni eru birt fjölskyldubréf frá 19. öld. Þrátt fyrir að bókin hafi að geyma sögu fjölmargra einstaklinga var það ekki mark- mið mitt að segja sögu einstakra persóna. Markmiðið var að opna lesandanum leið inn í daglegt líf nokkurra íslendinga sem fæddir voru á síðustu öld, veita honum innsýn í hugarheim þeirra, tilfinningalíf og dagleg störf í því skyni að auka skilning á samfélagi 19. aldar. Áhersla er lögð á að lesandinn geti nálgast bréfin á sínum eigin forsendum, gefið þeim merkingu og búið þannig til sögu um líf nokkurra einstaklinga. Vissulega hef ég sem höfundur bókarinnar haft nokkur áhrif á þá sögu sem les- andinn kemur til með að lesa úr bréfunum. Það var í mínum höndum að velja bréf í bókina, skipta þeim niður í kafla, skrifa inngang og skýringar og skapa þannig ákveðinn söguþráð. En það er undir lesandanum sjálfum komið að hve miklu leyti hann lætur framsetningu bókarinnar móta lestur sinn. Bókin er byggð 72
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.