Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 5
3.-4. HEFTI
IV. ÁRG.
NÓV.—DES.
Bls.
139 Forspjall: Kaldur gustur veru-
leikans; Hátíð lista eða hégóma?
142 Þorsteinn Valdimarsson: Á gauks-
tið
143 Matthías Johannesson: „Frjálst er
í fjallasal“
155 Sturla Friðriksson: Erfðafræði
168 Undir skilningstrénu
169 Aldous Huxley: Ofskipulagning
175 Albert Camus: Jónas
191 Erik Sönderholm: Karen Blixen
199 Sigurður Lindal: Stjórnbótarmál
Islendinga á Þingvallafundi 1873
-14 Bókmenntir eftir Kristján Karls-
son, Kristján Eldjárn og Jón Ey-
þórsson
225 Listir. Form landslagsins — form
málverksins eftir Hjörleif Sigurðs-
son
228 Úr einu í annað
231 Bréf til Helgafells
RITSTJÓRN:
Jóhannes Nordal
Kristján Karlsson
Ragnar Jónsson ábm.
Tómas Guðmundsson
1
Í
Þetta hefti HELGAFELLS er orðið síðbúið, enda
allmikið að vöxtum. Þótt það teljist síðasta
hefti árgangsins 1959 er nú liðið að páskum hins
nýja árs þegar þessar línur eru ritaðar, rétt áður
en það fer í prentun. Fer óneitanlega ekki hjá því,
að þess sjáist merki, að greinar þær, sem hér birt-
ast hafa verið skrifaðar á ýmsum tímum og hefur
sumum verið ætlað að sjá dagsins ljós mun fyrr
en raun er á orðin. Er ekki um annað að velja en
að biðja bæði greinarhöfunda og lesendur velvirð-
ingar á því.
Þeir mánuðir, sem liðið hafa umfram eðlilegan
útgáfudag hafa verið hinir örlagaríkustu. Sú
stefnubreyting, sem menn hafa svo lengi beðið eftir
í stjórn efnahagsmála þjóðarinnar, hefur loks átt sér
KALDUR GUSTUR ff' Kalfu,r ^stur veru'
leikans hetur fano um
VERULEIKANS þjóðina
Á slíkum tímum
er við öðru að búast fremur en fagnaðarlátum. Það
er sem menn séu vaktir á köldum morgni og kvadd-
ir til verka. Þeir þurfa tíma til að þurrka stýrurnar
úr augunum og varpa frá svefnværðinni, áður en
þeir taka til óspilltra mála. Þannig þarf þjóð, sem
lifað hefur í draumheimum lánaðrar velmegunar,
nokkurt tóm til að átta sig á veruleikanum, til að
skilja, að enginn verður til lengdar frjáls, sem ekki