Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 13

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 13
„FRJÁLST ER í FJALLASAL' 145 sýningum. En heyrðu! Þú ert að verða ís- lenzkur í þessari mynd þarna. Þetta er ís- lenzk náttúra, bloti, ísabrot á Hornafirði. Kjarval var kominn inn. Það var einhver titringur í loftinu, það var eins og „vetrar- brautin“ færi allt í einu að snúast: — Ég er ekki búinn að slá þig út, sagði Svavar, en ég hef slegið sjálfan mig út. Kjarval tók af sér loðhúfuna og sneri henni við: — Þetta áttir þú ekki að segja, þetta er illyrðistónn, mér líkar hann ekki. Þú áttir að láta mig segja þetta um þig. Svona fram- koma minnir á gamaldags hestamennsku eða fráfærutímabilið eða skútuöldina. Ann- ars er ég glaður yfir því að vera sleginn út. Það er hvild í því. En nú skal ég fara með vísu fyrir þig, ég er ekki viss um nema hún eigi við sýninguna: í Ijósgeislans öskri er fantur frjáls. Fyllist uppsteit mælskuköskri. Innantóm þögn í athöfn máls. Er nokkur furða þó nautinu blöskri? — Þú getur verið ánægður, Kjarval, segi ég, nú ert þú búinn að slá Einar Benedikts- son út. — Uss, suss. Þetta máttu ekki segja. Gení- alitetið er nefnilega frá honum. Samt var ég 10 ár að gera vísuna, byrjaði á lienni í Ber- serkjahrauni. Fyrsti prófdómarinn var Óli P. læknir í Stykkishólmi. Iíonum þótti síðasti parturinn beztur. En ég ætla að fara, það er ekki víst að Svavar vilji að ég sé svona lengi. — Ég ætla að sýna þér eina mynd áður en þú ferð, segir Svavar. Ég þarf að hafa þig hér, blaðamennirnir fara ekki á meðan, þeir eru eins lífsnauðsynlegir og þeir eru vit- lausir. — Hvað heitir hún? spyr Kjarval. — Ilún heitir „tunglskot“. — Nei, ég hef engan áhuga á henni. Nafnið minnir á 1001 nótt. En hvað kallarðu þessa hér? Það er annars undarlegt, hvað sumar myndirnar þínar minna mig á Kjartan Guð- jónsson. — Má ég biðja um annarskonar kompli- ment, svarar Svavar, og heldur nú fastar um gleraugun en áður. — Já, ætli það sé ekki einhver skyldleiki, er hann ekki austan úr Hornafirði líka . . . ? Og svo bendir hann á aðra mynd og spyr um nafn hennar. — Hún heitir „flughrap“, segir Svavar. — Þetta máttu ekki, segir þá Kjarval og setur húfuna öfuga á snoðaðan kollinn. Ég lieyri tóna í þessari mynd, fallega músik, og svo fer liann að tala um óskhyggjuna. — En hvernig lízt þér á að ég kalli hana „geimtík mætir fugli“? — Ófært, segir Kjarval. Hún á að heita „Hreimstaðir“. Svo gekk hann hnarreistur fram að dyrun- um og sagði um leið og hann kvaddi: — Þetta er góð sýning, þetta er skemmtileg sýning á þessum tíma árs. Þetta er eitthvað frjálst í fjallasal. Sýningin ættí að heita „Frjálst er í fjallasal“. Svo hélt Kjarval heim að lesa bréfin sín, en Svavar Guðnason fór að segja mér sögur. III. Við rifjuðum sumar af þessum sögum upp, þegar Svavar hélt sýningu í tilefni af fimm- tugsafmæli sínu í nóvember í vetur. Við hitt- umst niðri í Listamannaskála og sátum þar innan um myndirnar og röbbuðum saman um heima og geima: — Það er bezt við tökum upp þráðinn frá því í fyrra, sagði Svavar. Þú manst eftir honum Kjarval, þegar hann kom í gættina og fór að tala um ísabrot á Hornafirði. Kjarval er skemmtilegur, ég þekki það, ég segi þér satt. Komdu hérna og fáðu þér sæti, góði, svo ég geti sagt þér eitthvað af honum Kjarval. Ilann keypti af mér fyrstu myndina, sem ég seldi. Hann sagðist vera að kaupa hana fyrir „einhverja konu“. Ég hef aldrei séð hana síðan. Á fyrstu árum mínum hér í Reykjavík var ég oft hjá Kjarval. Ilann var elskulegur maður og mér mjög góður. Kunn- ingsskapur okkar hófst fyrir alvöru vorið 1934, því þá var ég ákveðinn í að verða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.