Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 14

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 14
146 HELGAFELL málari. Ég kom oft til meistarans. Við höfðum orðið samferða á skipi austur í Hornafjörð og þar kynntist ég honum dálítið, aðallega þó þegar austur kom, því hann bjó hjá for- eldrum mínurn. Það var einhvern tímann á árunum 1931—33, ég man það ekki, en það var í fyrsta skipti, sem hann fór austur í Hornafjörð til að mála. Föður mínum þótti ósköp vænt urn Kjarval og hafði mikið uppá- liald á honum. Á leiðinni austur man ég eftir að litlu munaði að við sigldum inn í Eldey. Allt í einu finn ég að það er komið einkenni- legt sjólag og fer upp og sé móta fyrir útlin- um Eldeyjar, sem ber við masturstoppana, og litlu síðar kom eyjan út úr þokunni 2—3 skipslengdir í burtu. Og veiztu hvaða sjólag þetta var? Þetta var frákast frá eyj- unni. Kjarval hefur þekkt það, því hann kom snöggklæddur út í dyrnar og segir: — Hvað er þetta drengur? — Sterling að farast í þoku, kall rninn! svaraði ég. Kjarval er góður sjómaður, en það var skelkur í okkur. Vorið 1934 er ég á gangi með Kjarval í Austurstræti og mæti Stefáni bróður mín- um, sem þá var héraðslæknir í Búðardal: — Þú ættir að taka hann Svavar með þér vestur, sagði Kjarval. Hann hefur gaman af að mála og það eru nógu margir sem hafa gaman af öðru og eiga að vinna að öðru. Þetta varð, ég fór vestur í Búðardal þá um vorið og lifði eins og blómi í eggi um tveggja mánaða skeið. Þaðan eru þessar gömlu mynd- ir, „Snæfellsnes“. og „Klofningur“. — Þú sagðir að Kjarval hefði farið til Hornafjarðar. Var dálítið málað á Hornafirði í þínu ungdæmi? — Já, þar var alltaf verið að mála. Þar rnáluðu Jón Þorleifsson og Bjarni Guðmunds- son og nokkru síðar Höskuldur Björnsson og einhverjir fleiri. Og svo fór ég að mála. — Af hverju heldurðu að þú hafir farið að mála? — Ég veit það ekki. Ætli náttúra mín hafi ekki staðið til þess. Ég byrjaði að mála fjöll og sjó. Ég rnan ég var að teikna tinda og það var helvíti erfitt. Það vildi snúast upp á þá. Fjallstindar, sem snýst upp á eins og hrúts- horn, nei, það var ekki gott! En samt hélt ég nú áfram, því ég hef alltaf verið andskotanum þrjózkari, eins og þú veizt og ekki látið það telja úr mér kjark, þó snerist upp á hlutina. Við bestilltum liti í sameiningu, beinustu leið frá Englandi og það var mikill dagur, þegar litapöntunin kom, get ég sagt þér. Ég tók hverja túbu fyrir sig og hélt á henni, eins og ég hefði náð handtaki á hamingjunni, skrúf- aði svo lokið af og horfði drykklanga stund á litinn, og fannst hann eins og dýrmætur gimsteinn, og það gengi guðlasti næst að kreista þetta út, nei, bara liorfa á . . . og svo fór maður að uppdaga einn og einn lit hjá hinum, sem rnaður átti ekki sjálfur og þá var allt lagt í að fá hann, en það gat tekið upp und- ir ár. Á meðan gleymdist hann samt ekki. Hann var þarna einhvers staðar í hönlan í London, glitraði eins og stjarna á dimmbláum himn- inum eða ljós á einhverju skipinu út við sjón- hring. Litirnir voru töfralyklar. Þeir gerðu lífið ríkt og merkilegt, en svo fór nú við- kvæmnin af, þegar maður var búinn að kreista úr nokkur hundruð túburn og sóðast í þessu árum saman. Ég er nú farinn að þekkja það, ég segi þér satt, en samt finnst mér alltaf annað slagið einhver töfraljómi yfir litunum og umgengst þá með viðkvæmni, sem minnir á gamla daga og enn eimir eftir af ævintýr- inu, og ég held mér yrði ekki eins illa við neitt og ef ég kæmist að því að túba með fallegum lit lenti í miðstöðinni. — Ég sé að fjöllin og tindarnir eru eins og rauður þráður í myndum þínum, líka í af- straktmyndunum, það eru tindar-í þeim. — Já, það er rétt, þegar fjöllunum sjálfum í hversdagslegri merkingu sleppir, þá er það strúktúr þeirra, sem ennþá gengur í gegnum myndirnar. Ég málaði yfirleitt tindótt fjöll, eins og þau eru í Hornafirði. Að vísu voru þar líka þessir ávölu múlar, en þeir höfðu lítil álirif á mig. Svo eru þarna jöklar, elskan mín góða. — Og hvað með þá? — Ja, þeir eru hvítir, þeir eru helvíti hvítir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.