Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 18

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 18
150 HELGAFELL sæll, góði. Þess vegna segi ég nú: Komdu margblessaður og vertu velkominn. Ég sagði: — Þetta er mikill misskilningur hjá þér. Ég hef aldrei bannað þér að gera eitt né neitt. .Heldurðu ekki að þú ruglir mér saman við Jón Leifs, eða talar þú ekki við hann á hverj- um degi, síðan þú varðst forseti? Svavar brosti og sagði: — Sæll góði. Og svo gengum við inn í stofuna, fengum okkur sæti og hann fór strax að tala um list og fordóma: — Fólk á að kaupa myndir, sem það getur ekki fellt sig við, sagði hann. Það er jafn- nauðsynlegt og að setja joð í sár. Það er at- hyglisvert, að maður sem sker sig í fingur með óhreinum hnífrata setur ekki sykurmull í sárið heldur joð. Aður fyrr var salt sett í sár, stundum var jafnvel haft gall með. Menn skilja að það getur verið nauðsynlegt að svíði í sár, en ef málverk eða ljóð eru annars vegar, þá vilja menn ekki annað en sykurvatn. Foreldrar hafa mikla löngun til að þröngva sínum smekk upp á börn sín, en það er engu minna ofbeldi en t. d. að þrengja stjórnmálaskoðunum upp á fólk. A foreldr- unum hvílir mikil ábyrgð, þegar þau velja börnum sínum listaverk. Þeir eiga alls ekki að hugsa um, hvaða list sé að þeirra geði. Þeir eiga að minnast þess að listirnar breytast eins og fólkið. Fyrr meir fengu botnlanga- sjúklingar masaða rottuhala, því sú var skoð- un manna að þeir væru bezta lyfið við þeim kvilla. En nú duga þeir ekki lengur, a. m. k. hefur maður ekki heyrt þess getið, að þeir séu gefnir við lífhimnubólgu, ef pensillín er við höndina. Við eigum ekki að leitast við að fá það staðfest, sem við þekkjum, held- ur hitt sem við þekkjum ekki, og kappkosta að rækta þetta unga fólk, sem eitthvert geð er í, og gera það ekki að andlegum kryppling- um í okkar mynd. — Þegar þú byrjaðir að mála í Höfn, hafa verið miklir fordómar þar, ekki síður en hér. Mig minnir þú hafir sagt sögu af því í út- varpi um daginn. — Jú, alveg rétt. Fyrsta afstraktsýningin, sem ég tók þátt í þar í borg, var haldin í Charlottenborg og ég held það hafi verið með fyrstu afstraktsýningum í Danmörku. Þetta var stór sýning með fjölda málverka og voru þau flest í módernískum stíl. Dag nokkurn í byrjun sýningar komu tveir stórvirðulegir forstjórar, stönzuðu í ganginum og horfðu á málverkin um stund, síðan snýr annar sér að einum okkar og segir: — Er þetta list? — og benti á eitt af málverkunum, sem héngu á forstofuveggnum. Málarinn fór auðvitað hjá sér en sagði þó: — Jú, það ætla ég. Þá gretti forstjórinn sig og segir: — Já, ein- mitt. En það get ég sagt yður, ungi maður, að ef þetta héngi á kamrinum mínum, mundi ég fjandinn hafi það fara út í skóg að skíta. Já, ég segi þér satt, svona var nú þetta góði í þá daga, en eitthvað hefur það nú lagazt upp á síðkastið. — Hvernig þótti þér annars í Kaupmanna- höfn? — í Kaupmannahöfn? Ætli það sé ekki dálítið vandmeðfarið? Sannleikurinn er sá, að ég vildi ekkert nema gott eitt segja um þetta fólk, sem ég var gestur hjá árum saman. Það tók mér vel, ekki get ég annað sagt. Mér hefur stundum dottið í hug, hvort sá fugl sem er hásari en allir hinir hafi einhvern sjarma, eða þá að mér hafi verið tekið svona vel í Danmörku fyrir það eitt að tala illa dönsku. Mér hefur alltaf fundizt íslendingar gjóta út undan sér augunum, þora helzt ekki að talast við og vera frjálsir og óþvingaðir í sínu geði. Það er alltaf einhver andskotans tortryggni, sem lúrir á bak við allt. Auðvitað hefur þetta lagazt mikið í seinni tíð og þið, þessir ungu menn, eigið erfitt með að skilja þetta. Hugs- aðu þér bara fyrir 1935 hefðum við ekki getað talazt við, þú ungur íhaldsmaður og ritstjóri Morgunblaðsins, slíkt úrhrak af manni og vemmilegheit, ég kommúnisti, róttækur mað- ur og framtíðarinnar riddari. Nei, maður hefði ekki talað við slíkan mann sem þig. Þegar ég kom til Danmerkur fann ég að þessi andi ríkti alls ekki þar og nú er hann að deyja út hér heima sem betur fer. A ég að segja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.