Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 19

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 19
„FRJÁLST ER í FJALLASAL" 151 þér dálitla sögu, sem sýnir þetta í sæmilegu ljósi. Framsóknarmaður og Sjálfstæðismaður í Oræfum voru nágrannar en höfðu aldrei talazt við út af stjórnmálum. Allir héldu að þetta mundi nú lagast, þegar flokkarnir mynduðu saman ríkisstjórn. En viti menn: Báðir sátu sem fastast við sinn keip! — Það hefur stundum verið erfitt í Kaup- mannahöfn? — Já, það var stundum erfitt. — Og enn erfiðara fyrir Astu heldur en þig — að vera gift listamanni í þokkabót. — Það hefur gengið á ýmsu, skaut Asta inn í samtalið á leið sinni í gegnum stofuna. En Svavar sagði. — Þær eru svona þessar kellingar. Ég sagði: — Þið hafið auðvitað haft kakkelovn í Kaupmannahöfn ? Svavar sagði: — Jú, það veitti stundum ekki af, en þú varst að tala um vandkvæðin á því að vera gift listamanni. Starf listamannsins og hæfi- legt peningaleysi skapa fjölmörg próblem og ég held það hljóti að vera þroskavænlegt fyrir ungar stúlkur að hafa próblem að glíma við og þurfa að velta eyrinum fyrir sér. Það getur verið erfitt, en ef konan dugar, hlýtur það að vera skemmtilegt eftir á. Hugsaðu þér bara tómleikann í því að gera ekkert annað en fleygja út peningum í allar áttir. Heldurðu að það sé ekki skemmtilegra að þurfa að glíma við sín próblem og taka þátt í þessari bar- áttu við hlið manns síns og standa sig. Hvað er skemmtilegra? Þetta er ekki bara sár fá- tækt, innantómt andlaust helvítis basl, þar sem aldrei er hugsuð ærleg hugsun. Ég skal segja þér góði, að það er nefnilega ekki sama, hvernig menn svelta: Lyftu mér lengst í hæð, lifandi guð! — Fátæktin var þín fylgikona í Höfn? — Eigum við nokkuð að vera að minnast á hana? Mér leið alltaf nokkuð vel, get ég sagt þér, ég held ég sé ekki vílsamur maður. Og sá sem á góða Ástu þarf enga fylgikonu. Ég fór með 250 krónur í vasanum til Kaup- mannahafnar 1935 og var þar eitthvað á þriðja ár, án þess að koma heim. Einhverja peninga sendu þeir mér, faðir minn og elzti bróðir, en það var stundum þröngt í búi. Ég minnist þcss fyrsta sumarið að ég sá fram á að ég yrði að láta mér nægja 6 aura á dag að lifa á. Þá kostaði hálft franskbrauð 12 aura, svo ég ákvað að borða helminginn af hálfu franskbrauði á dag. Á þessu lifði ég svo, þó ekki nema hálfan mánuð, þá fékk ég tauga- áfall og fylgdi því mikil hræðsla, og ég varð kaldur öðrumegin. Ég liélt fyrst að þetta væri hjartaslag. Ég þekkti þá engan í Kaupmanna- höfn, því Þorvaldur og Jón Engilberts voru ekki í bænum. Þeir höfðu víst skroppið eitt- hvað út á landsbyggðina, að ég held. En þá kom óvænt hjálp frá Skúla Þórðarsyni. Hann gat organiserað sölu á mynd. Ég hafði ráfað út á Kóngsins Nýjatorg, þegar ég fór að hress- ast og settist á einn af þessum ræflabekkjum, sem Eggert Stefánsson kallaði svo. Auðvitað gekk Skúli þarna um á leið sinni á Svakann og ég er ekki viss um nema það hafi bjargað lífi mínu, því hann gat selt fyrir mig mynd á 125 krónur og fyrir þessa peninga gat ég farið í pensjónat, hvorki meira né minna. Lengst af hafði ég fyrsta árið mitt í Höfn eina vinnustofu, en ekkert í hana, og lá á gólfinu með eina voterprúfkápu ofan á mér, sem Eggert Stefánsson hafði gefið mér, því hún var rifin frá klauf og upp úr og ónothæf en ágæt til að liggja undir henni. Annars átti Eggert ekki síður bágt en ég og barðist í bökkum. Ég hafði hitt Eggert áður hér í Reykjavík hjá Kjarval. Það var á þeim ár- um, þegar ég var að gapa upp á Kjarval og hafði lítið annað fyrir stafni. Þá sé ég þarna eitt sinn þetta monúmentala mannfjall og mér er minnisstætt, hvernig hann talaði við Kjarval. Ég man hann sagði: — Elsku vinur, mikið er ég hamingjusamur yfir því að það er enginn, sem hefur sagt: Þú hefur góðan penna! Þegar einu sinni hefur verið sagt: Þú hefur góðan penna, þá er búið með mann, maður er ekki til lengur. Það er sem sé manns gvuðdommlega hamingja, að enginn hefur uppgötvað mann. Kjarval gekk dálítið snúðugt um gólf en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.