Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 25

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 25
STURLA FRIÐRIKSSON: E rföafrœöi Erfðafræðin eða arfgengisfræðin eins og hún hefur stundum verið kölluð má teljast ein hinna yngstu greina náttúruvísindanna, þar sem tiltölulega skammt er liðið síðan grund- vallarlögmál hennar voru fundin. Hins vegar renna undir hana ýmsar stoðir, aftan úr grárri forneskju. Það var fyrir réttum hundrað árum, að munkur í klaustri nokkru í Tékkóslóvakíu safnaði matbaunum og sáði í klausturgarð- inn. Þau baunagrös, sem uxu voru misjöfn að hæð, gerð og blómalit. í sjö ár ræktaði hann baunagrös, víxlfrjóvgaði þau, og bar saman afkvæmin við áana. Við þennan sam- anburð komst hann að þeirri niðurstöðu, að ákveðin lögmál giltu um erfðir, þannig að samband eiginleika sundraðist eða klofnaði eftir föstum reglum, er þeir gengu að erfðum frá kynblending til afkvæma hans. Munkur þessi hét Gregor Mendel, en lögmál þau, er hann uppgötvaði, hafa valdið byltingu á skiln- ingi manna á líffræði, og hafa þau verið nefnd eftir honum og kölluð Mendelslögmál, en Mendel sjálfur verið talinn einn helzti frum- kvöðull þeirrar vísindagreinar, sem við köll- um erfðafræði. Mendel varð ekki þess að- njótandi að sjá lögmál sín fá almenna viður- kenningu, þó að hann skýrði frá þeim á þingi náttúrufræðifélags í Briinn árið 1865, og nið- urstöður athugana hans væru prentaðar og þeim dreift út um hinn menntaða heim. Mendel varð ábóti klaustursins og lenti í erjum við skattayfirvöldin og dó síðan 1884, saddur lífdaga af því málaþrasi, en erfða- kenning hans hvíldi í friði. Það varð ekki fyrr en um- síðustu aldamót, að þrír náttúru- fræðingar fengu samtímis svipaðar niður- stöður, og uppgötvuðu þarmeð aftur rann- sóknir Mendels og framsetningu hans á erfða- lögmálunum. Lögmálin voru sannprófuð á fjölda tegunda dýra og jurta um allan heim. Undantekningar virtust koma fram, og á þeim fyrirbærum varð að leita skýringa. Ný við- fangsefni kröfðust fyllri rannsókna og á þeim fróðleik byggðist fljótt upp mikil vísinda- grein. Erfðafræðin er nefnd genetics á erlendum málum, en nafngiftina veitti erfðafræðingur- inn Bateson henni árið 1906. Er hún sá hluti líffræði, sem fjallar um erfðir og leitast við að skýra þá líkingu og þann mismun, er kem- ur fram á lífverum af sama ætterni, og eðli þess þroska og þróunar, sem lífverurnar taka. Hún leitast við að sanna hvað veldur því, að sérkenni lífveranna helzt frá einum ættlið til annars og hver sé hinn efnislegi milliliður og grundvöllur. Eða með öðrum orðum, hvernig er farið skjddleika á eiginleikum foreldris og afkvæmis, og hvernig eiginleikar hins full- vaxta einstaklings liggja duldir, þegar í hinni frjóvguðu eggfrumu, það er okfrumunni (zy- got). Við erfðafræðirannsóknir eru hagnýttar nið- urstöður ýmissa eðlunartilrauna, frumufræði- rannsóknir og myndunarfræði Hfveranna, en einnig þarf að styðjast við lífeðlisfræði og stærðfræði. Meginlögmál erfðafræðinnar eru síðan notuð við vísindalegar rannsóknir á erfðafyrirbærum og einnig við öll raun- veruleg kynbótastörf, hvort heldur er á jurtum eða dýrum. Hvað snertir manninn sjálfan lýtur hann eðlilega sömu lögmálum, þótt rannsóknir á erfðum hans séu oft mikl- um vandkvæðum bundnar og erfitt sé að beita
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.