Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Qupperneq 30

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Qupperneq 30
160 HELGAFELL Litblindur maður Ólitblind kona <1> <0> <0 <D> O* ✓ t * Litblinda er ríkjandi, kynbundinn eiginleiki (svart á myndinni), er fylgir x-litjiræðinum og getur ]>ví dulizt í konum, en kemur fram í helming sona ]>eirra. Skýr- ingarmyndin táknar litblindan mann, eðlilega eygða konu og fyrsta (Fi) og annan (F2) lið afkomenda ]>eirra ásamt kynlitþráðum þeirra. hafa mæður þeirra fært sonum sínum þessa illu erfðafylgju, enda þótt eiginleikans verði ekki vart í kvenliðnum. Þessi erfðagalli get- ur plagað jafnt kóng sem karl og hefur meðal annars gengið eins og rauður þráður í gegn- Um konungsættir í Evrópu og má rekja hann allt til Víktoríu Englandsdrottningar. Tenging genanna og kortlagning En snúum okkur nú enn að Morgan, sam- starfsmönnum hans og bananaflugunni. Þeir tóku eftir því, að fleiri en einn erfðavísir virtist fvlgja ákveðnum litþræði. Þar sem erfðavísarnir voru fleiri en litþræðir hverrar frumu, var auðsætt, að þeim hlyti að vera komið fyrir fleirum en einum á hverjum þræði. Af þessu hlaut að leiða, að ekki væri óbrigðult það lögmál Mendels um, að genin erfðust óháð hvort öðru, ef sum þeirra væru bundin í sama þræði. Og menn höfðu ein- mitt tekið eftir þessu fyrirbæri áður. Þeir Bateson og Punnett liöfðu orðið varir við tvo eiginleika hjá baunum, sem gengu saman í arf, þannig að sá einstaklingur, sem fékk annan eiginleikann, hlaut einnig hinn eiginleikann. Þegar Morgan fann sama fyrirbrigðið í bananaflugum sínum, gat hann sér þess til, að margir erfðavísar eða gen væru tengd saman á litþráðunum og ennfremur, að styrk- leiki þessarar tengingar væri undir því kom- inn, live langt væri á milli genanna í litþræð- inum. Það hafði einmitt komið í ljós að sum gen, sem áttu þó að vera á sama litþræði, gátu slitnað hvort frá öðru og erfzt sem þau væru aðeins að litlu leyti háð hvort öðru. Af þessu dró Morgan þá ályktun, að á hinum löngu litþráðum væri genunum raðað í sæti líkt og perlum á festi, en þessar festar gælu slitnað og nýjar tengingar orðið milli samrænna litþráða. Þetta kallaði hann crossing over eða víxltengingar. Hugmynd þessi varð rnjög afdrifarík fyrir erfðafræðina vegna þess að með auknum athugunum, á hve tíðar víxltengingar væru milli ákveðinna gena, var unnt að ákveða, hve langt bil væri raun- verulega á rnilli þeirra. Það er að segja væru víxltengingar tíðar, var langt á milli genanna, væru víxltengingar fáar, var stntt á milli þeirra. Og milli surnra gena voru víxltenging- ar svo sjaldgæfar, að þau lilutu að liggja lilið við hlið á litþráðunum. A þessum grundvelli var að lokum unnt að kortleggja litþræðina og staðsetja hin ákveðnu gen á hverjum lit- þræði. Má til dæmis geta þess, að árið 1944 höfðu þeir Bridges og Brehme kortlagt 537 genasæti á hinum fjórum litþráðum banana- flugunnar. Fundu þeir 141 á fyrsta litþræði, 228 á hinum næsta, 15ö á þriðja og aðeins tólf á hinum fjórða. En hinn fyrstnefndi er x-þráðurinn og allir þeir eiginleikar, sem gen hans kunna að mynda, eru því kynbundnir. Bananaflugan er það dýr, sem bezt hefur verið kortlagt, en maísinn skipar það sæti meðal jurta. Hvað viðvíkur manninum sjálf- um, er fátt eitt vitað um afstöðu hinna ein- stöku gena í litþráðum hans. Þó er mönnum kunnugt um legu nokkurra þeirra, er liggja á kynþræðinum, og einnig er vitað um, að gen fyrir ákveðnum blóðflokki liggur í vissri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.