Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 32

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 32
162 HELGAFELL frjóvga þau ættlið eftir ættlið og fékk þannig fram nokkra arfhreina stofna, sem voru mis- jafnir að erfðaheild. Þegar hann vóg baunir undan hinum mismunandi stofnum fann hann, að þar var þyngdarmunur á, og gáfu sumir stofnar minni og léttari baunir en aðrir. Þetta reyndist fullkomlega arfgengur eiginleiki. En tæki hann baunir undan einum hinna arf- hreinu stofna var einnig talsverð fjölbreytni í stærð og þyngd þeirra bauna innbyrðis. Það sem Johannsen gerði, var nú að sýna fram á, að þessi síðari fjölbreytni stafaði aðeins af áhrifum umhverfisins, en væri ekki til orðin fyrir neinar breytingar í erfðastofninum. Þetta gerði hann með því einfaldlega að rækta ætt- liði undan mismunandi stórum baunum hins arfhreina stofns. En þá kom einmitt í ljós, að meðaltal afkvæmanna varð alltaf hið sama, hvort heldur ræktað var upp af stórri baun eða smárri. Erfðastofn einstaklingsins, sem hann fékk að erfðum frá foreldrum sínum, kallaði Johannsen genotype hans eða eðlisfar en phenotype eða svipfar allt útlit einstaklings- ins. Útlit lífverunnar ákvarðast því fyrst og fremst af eðlisfarinu, sem beinir henni á ákveðna þroskabraut, en þar verður það fyrir áhrifum umhverfisins og skapar hvorttveggja svipfar einstaklingsins. Svipfar einstaklings- ins er því samspil eðlisfars og ytri kjara. Eins og að var vikið framkvæmdi Johannsen til- raun sína á arfhreinum stofnum af baunagrös- um eða því sem hann kallaði ren linie. En áhrif umhverfisins koma einnig augljóslega fram meðal arfblendinna einstaklinga, sem eru eins að eðlisfari. Þetta er auðveldast að sýna á einstaklingum, sem unnt er að fjölga með deilæxlun, það er með kynlausri skipt- ingu. Afkvæmi ræktuð af einstaklingi með þessum hætti eru öll eins að eðlisfari og kölluð clone. Væri ekki fráleitt að nefna þau kvist- linga á íslenzku, þar sem þau eru öll sams- konar kvistir af einum stofni. Séu þessi af- kvæmi ræktuð við misjöfn kjör geta þau orðið talsvert ólík að útliti. Þannig má til dæmis kljúfa fífil í tvo hluta, rækta annan þeirra í sólríkum og hlýjum húsagarði á láglendi, en hinn á næðingssömum fjallstindi, og verður svipfar þessarar tveggja einstaklinga fljót- lega gjörólíkt, þótt þeir séu eins að eðlisfari. Sama máli gegnir um græðlinga stofujurta og trjáa eða kartöflur ræktaðar af einum stofni, að það eru kvistlingar með sömu erfðaheild, og því eins að eðlisfari, enda þótt svipfar þeirra kunni að vera misjafnt. Sá sem tekur upp kartöflur verður fljótlega var við, að uppskera er misjöfn undan grösum, og undan einu og sama grasi eru kartöflurnar ekki allar eins að stærð og lögun. Er þar margt sem veldur, svo sem mismunandi Ijós, hiti og áburður, en einnig vaxtarrýmið og vaxtartími, því að sum kartöfluhnýðin byrja seinna að þroskast en önnur og verða því minni. Hinsvegar eru þetta alltaf samstofna kartöflur. Enda þótt notað sé alltaf hið smæsta til útsæðis, verður stofninn sjálfum sér samkvæmur. Gullauga verður ævinlega Gullauga, og að lokum má taka meðalstóra kartöflu undan þessu smáa útsæði og fá jafn- góða uppskeru eins og af frumkartöflunni. Aðan var minnzt á sameggja tvíbura. Þeir eru eins að eðlisfari en geta orðið all frá- brugðnir séu þeir aldir upp við misjafnar að- stæður. Þó er ævinlega margt hliðstæðra ein- kenna í svipfari þeirra, og eru þess konar einstaklingar því ákjósanlegt viðfangsefni til þess að rannsaka áhrif kjaranna á hina ein- stöku eiginleika. Sé einnig gerður samanburð- ur á tvíeggja tvíburum, sem báðir alast upp við svipuð kjör, má auk þess fá nokkra hug- mynd um, hver séu áhrif erfðanna. Því að hinir tvíeggja tvíburar verða aldrei eins líkir hvor öðrum eins og hinir eineggja, þrátt -fyrir sameiginlegt uppeldi. Erfðakenningar Enda þótt áhrif kjaranna séu stór þáttur í mótun einstaklingsins, er t.alið að öllu jöfnu, að þau hafi engin áhrif á erfðaheild hans. Einstaklingur getur með æfingu orðið vel þjálfaður í þeirri list, sem hann leikur, og eins geta hæfileikar og líffæri gengið úr sér við notkunarleysi án þess að slíkra einkenna gæti nokkurs meðal afkvæmanna. Þannig er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.