Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 45

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 45
ALBERT CAMUS: Jónas eða listamadurinn við vinnu sína Takið mig og kastið mér í sjóinn . . . því að ég veit, að fyrir mína skuld er þessi mikli slormur yfir yður kominn. Jónas, I, 12. Jónas listmálari trúði á stjörnu sína. Iíann trúði ekki á neitt annað en hana, enda þótt hann virti og jafnvel dáði trúarbrögð annarra manna. Og trú hans sjálfs var raunar ekki dyggðum sneydd, þar sem hún var í því fólg- in, að hann gerði á óljósan hátt ráð fyrir að öðlast mikið, án þess nokkurntíma að verð- skulda neitt. Og þegar það gerðist unt þær mundir sem hann varð hálffertugur, að nokkr- ir gagnrýnendur fóru allt í einu að togast á um heiðurinn af því að hafa uppgötvað hæfi- leika hans, var engin undrunarmerki á hon- um að sjá. Sumir héldu að þessi geðró hans stafaði af sjálfsánægju, en það var þvert á móti auðskilið, að hún var sprottin af hæ- versku og trúnaðartrausti. Jónasi fannst, að fremur bæri að lofsyngja stjörnu hans en verð- leika hans sjálfs. Hann sýndi öllu meiri undrunarvott, þegar málverkasali einn. bauð honum mánaðartekj- ur, sem gátu létt af honum öllum búksorgum. Byggingarmeistarinn Bateau, sem hafði látið sér annt um Jónas og stjörnu hans frá því þeir voru saman í skóla, reyndi árangurslaust að gera honum Ijóst, að hann gæti varla lifað sómasamlegu lífi fyrir þetta mánaðarkaup, og að kaupmaðurinn tapaði engu á því. „Samt sem áður,“ sagði JónasrRateau, sem var fylg- inn sér og heppnaðist þannig allt, sem hann tók sér fyrir hendur, ávítaði vin sinn. „Hvað áttu við með „samt sem áður“? Við verðum að ræða málið.“ Það var ekki til neins. Jónas var þakklátur stjörnu sinni. „Það skal vera einsog þér viljið,“ sagði hann við kaupmann- inn. Og hann hætti störfum í bókaútgáfu föð- ur síns til að helga sig allan málaralistinni. „Þetta er mikið lán,“ sagði hann. í rauninni hugsaði hann með sér: „Lánið heldur áfram að leika við mig.“ Eins langt og hann gat munað, hafði lánið elt hann þanmg. Hann var til dæmis einstaklega þakk- látur foreldrum sínum, í fyrsta lagi vegna þess, að þau höfðu lítið hirt um uppeldi hans, svo hann hafði getað sökkt sér niður í drauma sína óáreittur, og í öðru lagi vegna þess, að þau höfðu slitið samvistum fyrir hór- dómssakir. Það hafði faðir hans að minnsta kosti að yfirskini, þótt hann gleymdi að geta þess, að hér var um alveg sérstaka hórsök að ræða: Hann gat ekki þolað góðgerðar- starfsemi konu sinnar, sem var sannkallaður veraldlegur dýrlingur og hafði helgað þjáðu mannkyni líkama sinn og sál, án þess að sjá neitt rangt við það. En maður hennar krafð- ist þess að fá að ráða yfir dyggðum konu sinnar. „Ég er búinn að fá nóg af því,“ sagði þessi Othello, „að vera kokkáll fátækling- anna.“ Þessi misskilningur kom Jónasi til góða. Foreldrar hans höfðu einhversstaðar lesið eða heyrt þess getið, að það væru mýmörg dæmi um kvalfús morð, sem börn skilinna foreldra hefðu framið, og nú kepptust þau um að gera sem mest fyrir liann til að kæfa allar slíkar ógæfuspírur í fæðingunni. Því minna sem þau urðu vör við það áfall, sem þau hugðu sál drengsins hafa orðið fyrir, því meiri áhyggjur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.