Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 48

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 48
178 HELGAFELL því það varð æ þrengra og þrengra um þau í tíma og rúmi. Þau áttu nú börn, Jónas stundaði iðju sína heima, híbýlakosturinn var lítill og mánaðartekjurnar of rýrar til þess að þau gætu fest kaup á stærri íbúð, svo það var takmarkað rúm sem þau höfðu til að at- hafna sig, hvort við sitt verk, Jónas og Lovísa. íbúðin var á fyrstu hæð í fyrrverandi gistihúsi frá átjándu öld í elzta hluta borgar- innar. Margir listamenn áttu heima á þessum slóðum, trúir þeirri meginreglu, að í listurn beri að leita að hinu nýja í gömlu umhverfi. Jónas aðhylltist einnig þessa hugmynd og var ákaflega hrifinn af því að búa í þessu hverfi. Um íbúðina var hægt að segja með sanni, að hún var gömul. En á henni höfðu verið gerðar nokkrar mjög nýtízkulegar breytingar, sem gáfu henni frumlegan blæ, aðallega á þann hátt að hún bauð fólki upp á geysilegt magn af lofti, enda þótt hún væri lítil að flatarmáli. í herbergjunum var gífurlega hátt til lofts og gluggarnir feykilega stórir. Þau höfðu greinilega verið ætluð til viðtöku gesta eða annarrar viðhafnar, eftir því að dæma, hve stórsniðin hlutföllin voru. En nauðsynin á að þjappa borgarfólkinu saman og láta fast- eignir gefa af sér nægar tekjur hafði neytt eigendurna hvern af öðrum til að hluta þessi gríðarstóru herbergi sundur með skilveggjum, en þannig fengu þeir marga bása handa leigj- endahjörð sinni og mikið fé í leigugjald, því leigan var há. Engu að síður gerðu þeir mik- ið úr „loftrýminu“, sem þeir töldu „ákaflega mikils virði.“ Enginn gat borið brigður á þann kost. Hitt þótti sýnt, að hann væri eingöngu því að þakka, að eigendurnir hefðu ekki séð neitt ráð til að þilja herbergin einnig í sundur á hæðina. Annars hefðu þeir vafalaust ekki hikað við að fórna því sem fórna þurfti til að hafa nokkurt meira húsaskjól að bjóða komandi kynslóð, sem var einstaklega hjóna- sæl og frjósöm um þessar rnundir. Loftrýmið var ekki heldur ótvíræður kostur. Því fylgdi sá galli að það var erfitt að hita upp herberg- in að vetrarlagi, og þessvegna neyddust eig- endurnir því iniður til að láta leigjendurna borga meira fyrir upphitunina en ella. A sumrin voru herbergin bókstaflega í geisla- flóði, vegna þess hve gluggarnir voru ferlega stórir, og engir gluggahlerar fyrir þeim. Eig- endurnir höfðu vanrækt að setja þá upp. Sjálfsagt hafði þeim hrosið hugur við hæð- inni á gluggunum og verðinu á hlerunum. Þykk gluggatjöld gátu svo sem komið að sömu notum, og þau losuðu eigendurna við allar kostnaðaráhyggjur,- þar sem leigjend- urnir lögðu þau til sjálfir. En eigendurnir voru langt frá því ófúsir til að hjálpa leigjendunum, og buðu þeim gluggatjöld úr verzlunum sín- um fyrir einstaklega hagstætt verð. Mannúð- arstarf þeirra í húsnæðismálum var í rauninni tómstundaiðja. Lífsstarf þessara nýju fursta var að selja bómullarefni og flosklæði. Jónas varð stórhrifinn af kostum íbúðar- innar og lét ókostina lítt á sig fá. „Eins og þér óskið,“ sagði hann við eigandann, þegar aukagjaldið fyrir upphitunina kom til tals. Um gluggatjöldin var liann sammála Iævísu, en hún taldi nóg að hafa fyrir svefnherbergis- gluggunum, en láta hina gluggana eiga sig. „Við þurfum ekkert að fela,“ sagði þessi hreina sál. Jónas var sérstaklega hrifinn af stærsta herberginu, þar sem svo hátt var til lofts að ekki þóttu tiltök að koma þar upp rafljósi. Það var gengið beint inn í þetta her- bergi, en þröngur gangur tengdi það við hin tvö, sem voru miklu minni og lágu hvort inn- ar af öðru. í hinum enda íbúðarinnar var eldhús og salerni, en auk þess kompa. sem hafði verið skírð sturtuklefi. Hún hefði að sjálfsögðu getað borið nafn með rentu, ef til- heyrandi útbúnaði hefði verið komið þar fyrir í lárétta stöðu og menn hefðu verið reiðu- búnir til að taka við heilsusamlegri vatns- bununni, án þess að geta hreyft legg né lið. Sökum þess hve lofthæðin var mikil og her- bergin þröng, varð íbúðin einsog kynlegt sam- ansafn af rétthyrndum ferhyrningum, að mestu úr gleri, ekkert nema dyr og gluggar, svo livergi fannst veggrými fyrir húsgögnin, en fólkið, sem var baðað í skjannalegri birtu, var þarna einsog smáfiskar svndandi í vatns- keri. Auk þess vissu allir gluggarnir út að húsagarðinum, það er að segja að öðrum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.