Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 49

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 49
JÓNAS 179 sams konar gluggum, sem ekki voru nema steinsnar frá, og gegnum þá sást grilla í aðra glugga, sem vissu út að öðrum garði. „Við erum i speglasal,“ sagði Jónas hrifinn. Að til- lögu Rateau var ákveðið að setja hjónarúmið í annað af litlu herbergjunum, en hitt her- bergið átti að vera fyrir barnið, sem þegar hafði tilkynnt komu sína. Stóra herbergið var vinnustofa Jónasar á daginn, en dagstofa á kvöldin og á matmálstímum. Það var líka hægt að borða í eldhúsinu, ef í harðbakkann sló, svo framarlega sem Jónas eða Lovísa gerðu sér að góðu að snæða standandi. Rateau hafði ráð undir hverju rifi og sýndi mikla útsjónarsemi við að koma íbúðinni í hagan- legt horf. Honum varð ekki skotaskuld úr að bæta upp húsgagnafátæktina með renni- hurðum, færanlegum hillum og samleggjan- legum borðum, svo ekki minnkaði ævintýra- blærinn á þessari frumlegu íbúð, nema síður væri. En þegar herbergin voru orðin full af mál- Verkum og börnum, dugði ekki annað en fara að hugsa um aðra íbúð. Aður en þriðja barn- ið fæddist, vann Jónas í stóra herberginu, Lovísa prjónaði í svefnherberginu, en litlu angarnir tveir héldu til í þriðja herberginu, gerðu þar mikinn skarkala og sprönguðu þar að auki einsog þeir komust um alla íbúðina. Þau ákváðu þá að hafa nýfædda barnið í einu horni vinnustofunnar, en Jónas kvíaði hornið af með því að raða málverkum hvert upp á annað. Þetta hafði þann kost með sér, að þau gátu alltaf heyrt í barninu og sinnt kvabbi þess. Jónas þurfti þó aldrei að ómaka sig, því Lovísa varð alltaf fyrri til. Hún dró ekki að fara inn í vinnustofuna þangað til barnið var farið að hrína, en gekk afarhljóð- lega um og tiplaði jafnan á tánum. Jónasi lilýnaði um hjartaræturnar við þessa tillits- semi, og einn dag fullvissaði hann Lovísu um það, að hann væri ekki svo viðkvæmur að hann gæti ekki vel unnið, þótt hann heyrði fótatak hennar. Lovísa sagði, að hún hefði líka verið að hugsa um að vekja ekki barnið. Jónas fylltist þá aðdáun á þeirri móðurlegu umhyggju, sem hún sýndi á þennan hátt, og hló hjartanlega að misskilningi sínum. Hann þorði þá ekki eins og á stóð að játa fyrir Lovísu, að þessar hljóðlegu ferðir hennar yllu honum meira ónæði heldur en ef hún gengi um óhikað og hispurslaust. í fyrsta lagi vegna þess að hún var lengur í förum en ella, en jafnframt vegna þess, að hún gekk um með þess konar látæði, — breiddi út faðminn, fetti sig svolítið aftur á bak og lyfti fætinum hátt fram fyrir sig — að það var ekki hægt annað en taka eftir henni. Þetta hátterni Lovísu var jafnvel andstætt þeim tilgangi, sem hún kvað það eiga að hafa, því hún gat hvenær sem var átt það á hættu að reka sig á eitthvert af þeim málverkum, sem voru á víð og dreif um alla vinnustofuna. Þegar slíkt henti, vaknaði barnið við háreystina og lét í ljós óánægju sína eftir mætti, og hann var reyndar alls ekki lítill. Faðirinn, sem var stór- hrifinn af raddstyrk sonar síns, hljóp þá óð- ara til og reyndi að hugga hann, en konan hans tók brátt af honum ómakið. Jónas reisti þá við málverkin og hlustaði síðan heillaður með burstann í hendinni á þróttmikla og konunglega rödd sonar síns. Það var um þessar mundir sem velgengni Jónasar tók að færa honum marga vini. Þess- ir vimr gerðu vart við sig í síma eða komu óvænt í heimsókn til hans. Síminn, sem eftir vandlega umhugsun hafði verið látinn í vinnu- stofuna, hringdi oft og raskaði ævinlega ró barnsins, svo hrinur þess blönduðust saman við glymjandann í símatækinu. Ef svo vildi til, að Lovísa var að sinna hinum börnunum, reyndi hún að hlaupa til með þau í eftir- dragi, en oftast nær kom hún að Jónasi, þar sem hann hélt á barninu í annarri hendi, en í hinni á málningarburstunum og símatólinu, sem flutti honum vinsamlegt hádegisverðar- boð. Jónasi þótti mikið til þess koma, að menn skyldu vilja snæða með honum, því hann var enginn samræðugarpur, en hinsveg- ar kaus hann heldur að fara út á kvöldin, svo að hann þyrfti ekki að skerða vinnudag sinn. En oftast nær var málið því miður þannig vaxið, að vinurinn hafði einungis tíma til að snæða hádegisverð, og einmitt þennan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.