Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 61

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 61
ERIK SÖNDERHOLM: Karen Blixen (Síðari grein) Lítum nú á síðustu bók hennar, Sidste for- tœllinger, og athugum, hvort þar er að finna sömu hugyndir og áður eða brotið blað og horfið frá þeim. Hvað eftir annað víkur hún í þessari bók að hinni guðdómlegu fyrirætlun með lífi okk- ar. Skýrast verður þetta viðhorf hennar, er hún ræðir um hlutverk listamannsins. Strax í fyrstu sögunni, Kardinalens förste historie, er þessi hugmynd kjarninn. Þar greinir frá tvíburabræðrum. Við fæðingu þeirra ákváðu foreldrarnir, að annar skyldi verða listamaður og hinn prestur. Annar bræðranna ferst í bruna á barnsaldri, en foreldrunum er ekki ljóst, hvort það var hinn verðandi list.amaður eða prestsefnið. En svo virðist, að sá þeirra sem eftir lifði, segi söguna. í samtali í upp- hafi sögunnar hefur kona nokkur lagt. fyrir kardínálann þá spurningu, hver hann sé í raun og veru. Með hægð er talið leitt að hinni tákn- rænu samstöðu listamannsins og prestsins. Kardínálinn minnist á fiðluboga: „Þetta veikbyggða og lítilfjörlega tæki, sem í sjálfu sér er hljómvana, en öðlast þó í hönd- um meistarans þann styrk og það hljómmagn, sem býr í strengjahljóðfæri og er því í senn skapari og tæki. Segið mér nú frú mín, hver er þessi maður?“ „Það er listamaðurinn,“ hann kom stuttu seinna. „Hann vinnur of mikið. Eftir viku verður hann kominn á fæt- ur.“ — „Eruð þér viss um, að honum batni?“ sagði Lovísa, afmynduð í framan. — „Hon- um batnar.“ í hinu herberginu virti Rateau fyrir sér málverkið, sem var allt hvítt, nema hvað Jónas hafði skrifað á miðjan flötinn, örsmárri skrift, orð, sem hægt var að greina, en þó ekki unnt að vita, hvort lesa skyldi einmana eða einmuna. Jón Óskar þýddi svaraði hún stillilega. „Þér hafið rétt að mæla,“ sagði hann, „það er listamaðurinn og hver annar?“ „Presturinn,“ sagði konan. „Já,“ sagði kardínálinn. Þetta ber auðvitað að skilja á táknrænan hátt. Hlutverk listamannsins er engu minna en hlutverk prestsins. Listamaðurinn er verk- færi guðdómsins á jörðinni á sama hátt og presturinn. Hér kemur fram nákvæmlega sama grund- vallarskoðun og í sögunni um unga manninn og nellikuna. í kardínálasögunni er þetta við- horf enn skýrara. Við nánari athugun kemur í ljós, að það byggist á skoðun Karenar Blixen sjálfrar á skáldskapnum. Hún er sagnaþulur og metur það mikils. A einum stað lætur hún kardínálann segja: „Ég hef sagt yður sögu. Allt frá því menn- irnir lærðu að tala, hafa sögur verið sagðar. An þeirra hefði mannkynið örmagnazt og þurrkazt út, á sama hátt og það hefði farizt án vatns. Sé sagðan sögð eins og vera ber, munu persónur hennar ætíð verða ljóslifandi í hugskoti okkar, jafnvel fyrirmynd og eins og á hærra sviði en við sjálf. í upphafi var sagan. Og að allra síðustu mun oss veitast yfirsýn yfir hana og fullkominn skilningur. Þá stund köllum við dómsdag.“ Hvers vegna er hún svona stórorð um sög- una, frásögnina? Jú, í frásögn, sem ekki er lituð af ákveðnum stjórnmálaskoðunum, félagslegum eða öðrum óviðkomandi sjónar- miðum, en hlýtir aðeins ströngustu kröfum lögmála sögunnar sjálfrar — þar sem frásögn- in þróast í samræmi við persónur hennar og atburði — þar lifa þær sínu eigin lífi, þar sprettur fram lífið og tilgangur þess eins og kraftaverk. Mótsögnin er því fólgin i því, að skáldið er á stundum þvingað til að draga upp óraunsæjar lýsingar, ef því á að takast að lýsa hinum sanna veruleika verksins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.