Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 69

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 69
SIGURÐUR LÍNDAL: Stjórnbótarmál íslendinga á Þingvallafundi 1873 I. Með stöðulögunum 2. janúar 1871 hugðist þing og stjórn Dana leiða til lykta þær lang- vinnu deilur, sem staðið höfðu um réttar- stöðu íslands gagnvart Danmörku áratugina á undan. Lög þessi voru sett algerlega án at- beina íslendinga og aldrei borin undir Alþingi. Eins og kunnugt er, var þar kveðið svo á, að ísland væri óaðskiljanlegur hluti Danaveldis með sérstökum landsréttindum (1. gr.). Því næst var kveðið á um hlutdeild íslendinga í almennum málum ríkisins (2. gr.), hver væru sérmál (3. gr.) og loks, að íslendingum skyldi greidd ákveðin fúlga og skuldaskipti land- anna þannig útkljáð (5. gr.). Lög þessi mæltust illa fyrir á íslandi og bárust Alþingi bænarskrár úr 16 héruðum landsins, þar sem þeim var andmælt. Sætti það einkum andmælum, hver háttur var hafð- ur á setningu laganna og talið, að þau gætu ekki gilt á íslandi, nema þau væru lögð fyrir íslendinga til samþykktar eða breytingar. Þeim var einnig andmælt efnislega, einkum þeim ákvæðum, að ísland væri óaðskiljanlegur hluti Danaveldis og skuldaskipti landanna væru útkljáð. Þegar Alþingi kom saman sumarið 1871, var lagt fyrir það frumvarp til stjórnarskrár handa íslandi. og var það reist á málefna- greiningu stöðulaganna. Gafst því tilefni að ræða þau, og samþykkti þingið, að það gæti ekki viðurkennt lög þessi, mót.mælti því, að skuldaskiptin væru útkljáð og réð til þess, að um lögin yrði leitað samkomulags við íslend- inga á sérstöku þingi. Mótmæli þingsins voru að vettugi virt, og í kjölfar laganna kom lands- höfðingjadæmið, sem stofnað var með kon- ungsúrskurði 4. maí 1872, en samkvæmt hon- um skyldi breyting þessi koma til fram- kvæmda 1. apríl 1873. Allt olli þetta megnri gremju um land allt, og birtist hún einkum í ádeilugreinum blaða og nokkrum æsingum, aðallega í Reykjavík. En bezt kom þó hugur manna fram á Þing- vallafundinum, sem haldinn var sumarið 1873. II. Þingvallafundir hófust 1848 og höfðu síðan verið haldnir alltaf öðru hverju. Höfuðvið- fangsefni hafði þar jafnan verið stjórnbótar- málið, en fleiri mál þó verið rædd. Þegar hér var komið sögu, höfðu fundir þessir legið niðri um nokkurt skeið, en eftir setningu stöðulaga og stofnun landshöfðingjadæmis varð sú skoðun ofan á, að ástæða væri til fundarhalds. Lengi hafa verið skiptar skoðanir um það, hvað gerzt hafi á Þingvallafundinum 1873, og er orsök sú, að fundargerðir voru aldrei birtar og auk þess taldar glataðar. Að vísu hóf Þjóðólfur að birta skýrslu um fundinn, en ritstjóri blaðsins var fundarstjóri. Þar birt- ist þó aðeins upphafið, — framhaldið kom aldrei. Hins vegar birti blaðið Víkverji, sem þá var nýstofnað, allrækilega frásögn af fund- inum. Er sú heimild hin helzta, sem hingað til hefur verið kostur á um atburði þar og fer hér á eftir útdráttur úr frásögn blaðsins. Ilalldór Kr. Friðriksson setti fundinn og gerði grein fyrir þeim höfuðtilgangi hans að ræða stjórnbótarmálið. Var snemma á fund- inum kosin nefnd til að íhuga þetta mál og bænarskrár, sem fundinum höfðu borizt um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.