Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 71

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 71
ÞINGVALLAFUNDUR 1873 201 engin rök til að ætla, að Jón hafi verið ósam- þykkur niðurstöðum fundarins. Að vísu hafi eitthvað verið deilt á fundinum, en ekki geti komið til mála, að Jón Sigurðsson afneitaði rétti íslendinga til konungstengsla einna eins og Víkverji gefi í skyn. Hins vegar hafi hon- um ef til vill þótt nefndin ganga fulllangt í starfi eins og fundinum bæri löggjafarvald. Þá telur dr. Páll, að töluverður fótur hljóti að vera fyrir frásögn blaðsins urn deilur þeirra Jóns Sigurðssonar og nafna hans frá Gautlöndum, en þær deilur liafi líklegast eink- um verið um búning tillagnanna, Jóni Sigurðs- syni liafi fundizt fullmikið frumvarpsform á þeim. Loks telur dr. Páll, að rétt sé hjá blað- inu, að Jón Sigurðsson hafi skorazt undan sendiförinni. Hins vegar telur liann, að tilgangur blaðs- ins hafi verið að gera sem mest úr ágreiningn- um og draga Jón Sigurðsson sem lengst frá fylgismönnum sínum og reyna þannig að koma af stað sundrungu í flokknum. Bendir liann í því sambandi á, að stjórnarsinnar hafi stofnað blaðið og það hafi fylgt landshöfð- ingja, en sá, sem einkum stóð á bak við það, hafi verið Jón Jónsson landshöfðingjaritari. Skoðun sinni til stuðnings bendir dr. Páll á, að Jón Sigurðsson taki tillögur fundarins at- hugasemdalaust upp í grein sína um stjórnar- skrá íslands í Andvara 1874 og einnig segi hann í bréfi til Konrads Maurers 14. okt. 1873, að eindrægni sé í sínum flokki. Þar komi einnig fram, að hann sé ekki alls kostar ánægð- ur með skrif Víkverja. Hins vegar hafi eins og nú stóð á verið óhyggilegt að leiðrétta, hér hafi þurft að liðka til fylgis og blaðaskrif hafi sízt verið til þess hent. Sigurður Þórðarson sýslumaður hefur and- mælt þessum skoðunum dr. Páls í grein, sem birtist í tímaritinu Vöku árið 1929. Er niður- staða hans sú, að frásögn Víkverja sé rétt í öllum atriðum, sem máli skipta, enda hafi verið ókleift fyrir blaðið að halla rét.tu máli, þar sem margir hafi verið á fundinum, sem vissu hið sanna. Kveðst hann sjálfur hafa verið á Þingvallafundinum, 16 vetra gamall og svo mikið hafi hann þá vitað, að hann hafi þar séð og heyrt Jón Sigurðsson ganga í ber- högg við það, sem þá átti að fara að nefna íslenzkan þjóðarvilja. Þá hefur Runólfur Björnsson ritað grein í tímaritið Rétt árið 1951 og víkur þar að fund- inum. Telur hann, að dr. Páll geri of lítið úr ágreiningi, sem á fundinum hafi orðið og gangi fram hjá skilnaðarhreyfingu, sem risið hafði í Þingeyjarsýslu um þessar mundir og hafði það markmið að gera Þingvallafundinn að stjórnlagaþingi og virðist að einhverju leyti hafa ætlað fundinum að koma á konungs- sambandi einu milli landanna. Er niðurstaða hans sú, að gera megi ráð fyrir, að Víkverji halli ekki stórlega réttu máli í frásögn sinni. IV. Árið 1948 voru keypt í Landsbókasafn handrit úr dánarbúi Guðmundar Bergssonar póstfulltrúa. Var meðal þeirra samtíningur úr fórum Jóns Guðmundssonar ritstjóra, og þar komu í leitirnar fundargerðir Þingvalla- fundar 1873. Höfðu plögg þessi greinilega verið í eigu Þorvalds Jónssonar læknis, en hann var sonur Jóns Guðmundssonar. Hafði hann á hendi póstafgreiðslu á ísafirði um skeið, en síðar starfaði þar Guðmundur Bergs- son og hafa þá gögn þessi komizt í eigu hans. Er þess því kostur nú að fá réttari mynd af Þingvallafundinum en áður var, bæði því sem þar gerðist og eins aðdraganda hans. Aðdragandi fundarins hefur verið rakinn allrækilega í Einars sögu Asmundssonar, eftir Arnór Sigurjónsson, sem nú er nýkomin út. Sama hefur og Runólfur Björnsson gert í áðurnefndri grein sinni. Er því hægt að fara fljótt yfir sögu og vísa að mestu til skrifa þessara. Samhengis vegna verður þó að drepa á helztu atriðin. Á Alþingi 1871, sem mótmælti stöðulögun- um, hafði einn helzti forvígismaður Þingey- inga, Jón Sigurðsson frá Gautlöndum, verið kosinn formaður og framsögumaður stjórnar- skrárnefndarinnar og um leið var hann einn helzti forystumaður meiri hlutans í umræðum um málið. í Þingeyjarsýslu var og um þessar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.