Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 6

Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 6
188 HELGAFELL í sér rótgróna viðurkenningu á tveimur staðreyndum : að fornsögumar séu ís- lenzkar og jafnframt það, sem íslendingar hafi helzt unnið sér til ágætis í heimsins augum. Til þess að meta til fulls, hvers virði fornmenntirnar eru íslendingum, verða menn að kunna skil á mörgum hlutum. Svo má líta á sem öll saga íslendinga á þjóðveldistímanum sé undirbúningur bókmennta- starfsemi þeirra á 12.—14. öld. Að henni virðist þjóðin hafa einbeitt beztu hæfileikum sínum og kröftu-m. Ekki aðeins gæði þessara bókmennta gegna furðu, heldur og megin þeirra í hlutfalli við mannfjölda. Áhrif frá Eddunum og fornsögunum hafa markað djúp spor í menningu og sögu íslendinga jafn- an síðan. Hlutur þeirra í sögu Noregs og andlegu lífi allra norrænna þjóða seinustu aldirnar er kunnari en frá þurfi að segja. Ykjulaust má telja þær klassískastar allra miðaldabókmennta í Evrópu, og ef til vill eru þær hið frumlegasta og varanlegasta, sem Norðurlönd hafa yfirleitt lagt af mörkum til heimsbókmenntanna. Vér stöndum hér andspænis einni af þeim fjar- stæðum menningarsögunnar, sem hlýtur að vekja því meiri undrun sem menn kynnast henni betur. Þessar bókmenntir voru raunar á blómaskeiði sínu mjög fjarri því, að vera alþýðlegar í þeim skilningi, sem mörgum er tamur enn í dag: að þær væru meira eða minna ópersónulegar skrásetningar alþýðumunnmæla. Þær voru greinilegar höfðingjabókmenntir og náðu líka hámarki snilldar, bæði í sagna- ritun og skáldsagnagerð. En þær voru alþýðlegar að tiginbornu látleysi og þjóðlegum anda, þær voru sprottnar úr jarðvegi samfélags, þar sem 'höfð- ingjavald og lýðfrelsi fór saman, og þær urðu, þegar fram liðu stundir, svo kunnar alþjóð manna, að slíks eru engin dæmi um bókmenntir nokkurs ann- ars lands, áður en prentlistin kom til sögunnar. Á þeim tímum, er handrit í öðrum löndum voru dýrar gersemar, sem ekki var á færi annarra en auð- ugra stofnana og ríkismanna að eignast, hljóta skinnbækur að hafa verið svo að segja á hverju strái á íslandi. Þetta er í rauninni engu minna undrun- arefni en sú bókmenntastarfsemi, sem á undan var gengin. Beinn vitnis- burður um þetta eru þær leifar, sem varðveitzt hafa fram á þennan dag og af verða dregnar ályktanir um mörgum sinnum fleiri handrit, er glatazt hafa. Óbeint styðst þetta við örugga vitneskju um eindæma almenna lestrar- og skriftarkunnáttu íslenzkra búandmanna á siðaskiptaöld. Þeirri þjóð, er fyrst hefur samið slíkar bókmenntir og síðan tileinkað sér þær með þessum hætti, verður naumast láð, þótt hún eigi bágt með að sætta sig við það hlutskipti, að nú fyrirfinnst ekki nein forn skinnbók á ísandi, og þótt tihugsunin um örlög hinna fornu handrita á síðari öldum veki hryggð, söknuð og beiskju í brjósti hvers íslendings. III. Orsakirnar til þess, að meginhluti íslenzkra skinnbóka fór forgörðumátíma- bilinu 1550—1700, en leifar þeirra voru fluttar úr landi, eru margvíslegar. Það má telja víst eða sennilegt, að vandlæting siðskiptafrömuðanna hafi komið hart niður á kaþólskum tíðabókum, heilagra manna sögum og á ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.