Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 25
FYRSTU ÍSLENZKU TÍMARITIN
207
urðu að bauka hver í sínu horni og treysta á sínar eigin bækur og handrit.
Á íslandi voru hvorki borgir né bæir og naumast neitt, sem þorp gæti
kallazt, allt fram til 19. aldar. Hér mætti helzt telja verzlunarstöðvarnar
við sjóinn, en búðir stóðu þar lokaðar allan veturinn, og mjög fámennt var
þar að staðaldri. Sama var að segja um fiskverin, sem oft voru þar í grennd,
Sbmjáft )íi( a& ífm og pramniBCOt ifimí
c r f 33i54nDa«fltmtfi<*tð,,'2>far®r#p4«3í
íe Úít og poríajc S8d<3t>!a 09 ædtertíg* ífo
2l{r?<3 QJiuHtf íilSatttnp* Jftjnsi. Wtarifl. Slmpfnimie 0 ^HauCf/ tts.
&cm aiBfltlígrí ÍOíftOrtfcrif Cosmafla ItQiial S>. ©Í3©S8£)íá>2i3t Í53Í
5&DSW00OK2UX z ?Jr.í2ííö3t3©S®2l3íeTO6$32íW9nfli»
&ottatp/ &imta ianbþtns9 /BH&uons COíflífljoefonar/
(Dld> Coníens 09 ©amþtrcít ptfe S)«IopI<9fl CaBcelíi CóSegU |
S<mpm^apn.
?)»amb í 689^Cj$$X<?/ Scoif örwrtafpnf/
JÖÍ96
Titilsí'ða fyrstu Alþingisbókar.
þar var venjulegast mannlaust milli vertíða. Árið 1786 fengu sex verzl-
unarstöðvar, þar á meðal Reykjavík, kaupstaðarréttindi, og urðu að dálitl-
um þorpum að löngum tíma liðnum. Verzlunareinokunin var öllum fram-
förum og framtakssemi meginþrándur í götu og áhrif hennar á andlegt líf
og efnahag þjóðarinnar jafn skaðvæn. Kaupmenn voru allir útlendir, ókunn-
ugir landshögum og hugsuðu aðeins um eigin hagsmuni.
Af þessu verður séð, að höfuðstaður var enginn til í landinu. Höfuðstaður
íslendinga, á þessu skeiði var Kaupmannahöfn, ef nokkur var. Þar sat æðsta