Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 26

Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 26
208 HELGAFELL stjórn landsins, í mörg hundruð mílna fjarlægð, þangað söfnuðust þeir ís- lendingar, sem leituðu sér háskólamenntunar, og síðan á öndverðri 18. öld voru þar saman komin dýrmæt söfn íslenzkra bóka og handrita, sem nauð- synleg voru öllum þeim, er vildu kynna sér sögu og bókmenntir landsins. Endurreisn íslenzkra bókmennta og hin þjóðernislega og pólitíska vakning átti sér uppsprettu þar sem voru hin þjóðlegu, fornu fræði, og því var næsta eðlilegt, að nýjar hugmyndir um andlegar, fjárhagslegar og stjórnarfarslegar framfarir landsins kviknuðu einmitt í íslenzku nýlendunni í Kaupmanna- höfn og bærust þaðan heim með tímaritum og prentuðum bókum. Hér hafa verið raktar ástæðurnar til þess, hversu mörg íslenzk tímarit hafa verið gefin út og prentuð í Kaupmannahöfn. í sumum löndum voru gefin út handrituð blöð, áður en hin prentuðu komu til sögunnar. Þetta virðist hafa þekkzt á íslandi, en algengt hefur það ekki verið. Þar voru heldur ekki prentuð nein fréttaflugrit né fréttabækur lengi frameftir, en í sumum dönskum fréttaritum var eitthvað um ísland og íslenzka viðburði fjallað, og vafalaust hafa slík rit, frá Danmörku og ef til vill öðrum löndum, borizt til Islands. Ekki verður nú sagt um, hversu mikið hefur borizt til landsins af útlendum blöðum og tímaritum, en víst má telja, að þau hafi ekki verið algeng. Aðeins örfáir efnamenn munu hafa fengið slík rit reglulega. Það er því sannast sagt undravert, hversu vel margir íslendingar hafa verið að sér um útlenda atburði, eins og sjá má af annálum og öðrum ritum. Þeirrar þekkingar hafa menn aflað sér af bókum og frétta- ritum að nokkru leyti, en að nokkrum hluta með bréfaviðskiptum, auk þess sem þeir hafa að sjálfsögðu fræðzt eitthvað af kaupmönnum og farmönnum hér við land. Hvorki lög né stjórnarvöld lögðu hömlur á vöxt og viðgang blaða og tímarita á íslandi. Ströng ritskoðun tíðkaðist ekki hér á landi, og þótt í gildi væru ákveðnar reglur um útgáfustarfsemi, höfðu þær í rauninni engin áhrif. Það var ekki fyrr en seint á þessu tímabili, að til nokkurra árekstra kæmi með stjórnarvöldum og blaðaútgáfu, og voru þeir þó ekki alvarlegir. Hin elztu rit íslenzk, sem talizt geta til tímarita, eru skýrslur um gerðir Alþingis, og eru þær fyrst prentaðar í Skálholti 1696 undir nafninu Alþingis- bóþin. Árið 1743 var nafni þeirra breytt í Lögþingisbóþin. Voru skýrslur þessar síðan prentaðar árlega, þangað til Alþingi var lagt niður með konungs- bréfi 7. júní 1800, að undanteknum árunum 1698—1703, 1717—1730, 1738— 1742, 1757, 1759—1764, 1770 og 1772. Alþingisskýrslum þessara ára hefur því verið dreift manna á meðal skrifuðum, eins og tíðkaðist fyrir 1686. Hinar prentuðu Alþingisbækur eru þunnir fjórblöðungar, nema hvað þær, sem út komu eftir 1795, eru í átta blaða broti. Fyrstu tvö árin, 1696—7, voru bær prentaðar í Skálholti, á Hólum árin 1704—1771, í Hrappsey 1773—1794 og loks í Leirárgörðum 1798—1800. Venjulega voru þær undirritaðar af ritara Alþingis, landþingissþrijaranum, og eru sumar jafnvel með eiginhandar- undirskrift hans og innsigli. Þær voru gefnar út fyrir landsfé, að undan- teknum árunum 1795—1798, er Björn Gottskálksson gaf þær út, og 1799—
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.