Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 140

Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 140
322 HELGAFELL verzlunarmáli, ber undir flestum kringumstæðum að skoða það frem- ur sem sögu eða vísindi en skáldskap í þessa orðs fyllstu merkingu. í ís- landsklukkunni fóru örlög íslands og örlög Jóns Hreggviðssonar saman. Eftir þrotlausar hörmungar gengur Jón Hreggviðsson í lok sögunnar sem frjáls maður út í hið danska vor — skilorðsbundið þó. Var það ekki líka á þann veg, sem íslenzka þjóðin gat losað sig við verstu klafana ? Mér virðist örlögum þjóðarinnar með því að fullu lýst. Með Hinu ljósa mani hefst harm- sagan — harmsaga persónanna með þeim dramatíska þrótti og sálarlegum átökum, sem einkennir beztu sögur þeirrar tegundar. Arnas Arnæus bjargar þjóðinni frá meiri smán og íslenzkum almúga frá gálganum með því að dæma lögmanninn, föður kon- unnar sem hann ann, frá æru og eignum. Þetta eru mikil og harm- söguleg örlög. Getur harmsagan risið hærra eða jafnvel aðeins haldið sinni hæð við að taka upp þráðinn að nýju og láta hefndir koma fram ? Það er hæpið. Jafnvel Halldóri Kiljan Lax- ness hefur ekki tekizt það. Eldur í Kaupinhafn ræðir um það, hvernig danskir einveldisherrar mergsjúga ís- lendinga til að geta byggt stórar hall- ir, haldið dýra dansleiki og veizlur m.eð 200 krásum (?) og gefið drottn- ingum sínum sjaldgæfustu dýr. Bókin ræðir líka um baráttu Arnas Arnæus gegn því að landið verði selt og bar- áttu hans fyrir því, gegn compagniet og kansellíinu, að sendar verði brýn- ustu nauðsynjavörur til landsins. Það má segja um þessa hlið skáldsögunn- ar, að hún byggir hér á sögulegum staðreyndum, enda þótt sagnfræðin sé hér eins og í fyrri bókunum ,,beygð undir lögmál skáldverksins", eins og Kiljan tekur fram aftan á titilblaði bókarinnar. Þetta er að vísu sjálf- sagður hlutur, sem ekki ætti að þurfa að taka fram við bókmenntaþroskaða þjóð. Á hitt ber frekar að líta, að rithöfundur er hér, bókmenntafræði- lega séð, á nokkuð hálli braut, um leið og hann ræðir beint um stjórn- málabaráttu einnar þjóðar, jafnvel þótt hann taki upp hanzkan fyrir sína eigin kúguðu þjóð. Með því á ég ekki við, að stjórnmálabarátta þjóðar sé ekki viðurkennt skáldsöguefni og hafi ekki oft verið notað, heldur hitt, að höfundunum verður þá oft á að skipta persónugerð sögu sinnar í tvennt, ljós- álfa og dökkálfa, með og móti mál- staðnum. Sú skipting hefur verið vítt í heimsbókmenntunum og það ekki að ástæðulausu, enda hafa góðir rit- höfundar eins og Halldór Kiljan Lax- ness yfirleitt forðazt hana, en hennar gætir að nokkru í þessari síðustu bók hans, Eldur í Kaupinhafn. Það sem skeður að öðru leyti í þessari bók er í fæstum orðum þetta: Ár eru liðin frá því Hinu ljósa mani sleppir. Stóra bólan hefur geysað yfir landið og lagt í gröfina biskup- inn í Skálholti og lögmanninn, föður Snæfríðar. Hún er ekki lengur ung kona ,,'hefur að vísu misst áferð blómsins — —, en reising hennar hefur feingið þann myndugleik, sem hefst þar sem því sérlega sleppir og hið algilda tekur við“ (bls. 105). Óvinur Arnas, Jón Marteinsson, hælir sér af því að hafa tekið upp aftur og unnið hið svonefnda Bræðratungu- mál, þar sem Magnús Sigurðsson, maður Snæfriðar, var dæmdur frá eignum sínum fyrir aðdróttunarbréf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.