Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 143
RITDÓMAR OG UMSAGNIR
Ödáðahraun
Ólafur Jónsson: ÓDÁÐAHRAUN
I.-—III. Bókaútgáfan Norðri h.f. 1945.
1277 bls. Verð: Kr. 175.00 og 230.00
Það gaeci verið sálgreinendum íluigunarefni,
að sá maður, sem býr á gróðurríkasta reit þessa
lands og hefur ræktun grasa og trjáa að aðal-
starfi, skuli hvergi una sér eins vel og á gróð-
ursnauðustu öræfum landsins. Síðan 1933
hefur Ólafur Jónsson, forstjóri Ræktunarfél-
ags Norðurlands, farið 20 ferðir um Ódáða-
hraun, samanlagt 3300 km, þar af yfir
2000 fótgangandi, gengið þar á flest fjöll,
mælt alla dyngjugígi og gert fjölmargar
aðrar jarðfræðilegar og landfræðilegar athug-
anir. Hann er því vafalaust kunnugastur
Ódáðahrauni allra manna, bæði fyrr og síðar.
Nú hefur Ólafur Jónsson birt árangurinn
af þessum rannsóknum sínum í þriggja
binda ritverki, er hann nefnir Ódáðahraun.
Fyrsta bindið hefst á almennri landlýsingu.
Ólafur notar Ódáðahraunshugtakið í víðari
merkingu en almennt gerist og reiknar m. a.
Reykjaheiði, Norðurfjöll og Mývamsöræfi
öll til Ódáðahrauns. Verður stærð þess með
því móti 6125 km2, en Thoroddsen taldi
það vera 377o km2. Landlýsingin er um 160
blaðsíður og er í svipuðum stíl og landlýs-
ingar Ferðafélagsárbókanna, enda mun Ólafur
eitt sinn hafa haft í hyggju að skrifa árbók
fyrir Ferðafélag íslands. Landlýsingin er bæði
skýr og skilmerkileg og að mínum dómi
einna bezt ritaði hluti ritverksins.
Síðari hluti fyrsta bindis er rannsóknar-
saga Ódáðahrauns. Eru þar raktar flestar
þær ferðir, sem farnar hafa verið um Ódáða-
hraun frá fyrstu tíð, bæði skemmtiferðir og
ferðir í vísindalegum tilgangi. Er þessi kafli
bæði fróðlegur og skemmtilegur aflestrar,
en ekki er ég fær um að dæma sögulegt
gildi hans og áreiðanleik. Ólafur tekur hér
mcð nokkrar ferðir, sem ekkert koma Ódáða-
hrauni við, svo sem Vamajökulsferð Max
Keils og H. Verlegers 1932 og Vatnajökuls-
leiðangur R. Leutelts og K. Schmids 1935.
Aftur á móti nefnir hann lítið sem ekkert
um fornar leiðir yfir Vamajökul milli Ausmr-
Skaftafellssýslu og Norðurlands og virðist
mjög vantrúaður á að slíkar leiðir hafi verið
farnar. Ég tel þó enga ástæðu til að efa,
að Norðlingar hafi lagt leið sína yfir Vatna-
jökul, er þeir fóru til verstöðva í Suðursveit.
Ekki verður heldur véfengdur Möðmdals-
máldagi Gísla biskups Jónssonar 1575, er
segir að Möðrudalskirkja eigi „XII trog-
söðla högg í Skaftafcllsskóg", né sú upp-
lýsing í Jarðabók ísleifs Einarssonar, að
Skaftafell eigi „beit 14 hrossum á Möðm-
dalsöræfum um sumartíma, krossmessna á
milli“.
Annað bindið er aðallega jarðfræðilegs
efnis. Er þar fyrst ágrip af jarðsögu Ódáða-
hrauns, lýsing eldstöðva og annarra gos-
menja. Mig skortir þekkingu á Ódáðahrauni
til að geta gagnrýnt þennan hluta ritverks-
ins. Sem heild ber hann vott um, að höf-
undurinn er gæddur góðri athyglisgáfu og
hefur aflað sér allmikillar jarðfræðiþekkingar.
Fróðlegasmr er kaflinn um dyngjur. Ólafur
telur, að 27 dyngjur séu á Ódáðahrauns-
svæðinu, og hefur hann kannað þær allar,
mælt halla þeirra og stærð gíganna. Fylgja
teikningar af gígunum, gerðar af Guðmundi
Frímann eftir frumdrátmm höfundar. Em
þær helzti hroðvirknislega gerðar, sumar
hverjar. Æskilegt hefði verið að fá upplýsing-
ar um það, með hverjum tækjum mælingarnar
hafa verið gerðar, svo hægt væri að dæma um
áreiðanleik þeirra.
Næsti kafli er saga eldgosa í Ódáðahrauni.
Hefur Ólafur auðsæilega lagt mjög mikla
vinnu í þennan kafla, pælt í gegnum annála,
blöð og tímarit og tínt til flest það, er á
prenti finnst um gos þau, er einhverjar líkur
em til að orðið hafi á Ódáðahraunssvæðinu og
í norðurhluta Vatnajökuls. Þó mun þessi gos-
saga vera óábyggilegasti hluti ritverksins.
Veldur því bæði það, að heimildagagnrýni er
ábótavant og að þessi gossaga er ekki
skrifuð hlutlægt (objektivt) heldur í þeim
tilgangi, að reyna að færa sem flest gos á reikn-
ing eldstöðva í Ódáðahrauni, þessum lands-
hluta ril vegs og virðingar. Samanlagt nefnir
Ólafur 60 gos, sem áreiðanlega, líklega eða ef
til vill hafi komið úr eldstöðvum í Ódáða-
hrauni og norðurhluta Vatnajökuls, síðan land