Helgafell - 01.10.1946, Page 51

Helgafell - 01.10.1946, Page 51
ALÞINGISUMRÆÐUR UM AÐBÚÐ LISTAMANNA 233 legra og verklegra fyrirtaekja", en tekið var fram í athugasemdum, að fé þessu skyldi einkum varið til að rannsaka skjalasöfnin í Reykjavík og vinna að nauðsynlegum undirbúningi að sögu íslands. Á öðru fjárlagaþinginu, 1877, ríkti einnig órofin þögn um þessi mál. Það var fyrst á þinginu 1879, að umræður hófust um skáldalaun. Stjórnin hafði lagt til, að veittar væru 10 þús. krón- ur „til vísindalegra og verklegra fyrir- tækja“ næstu tvö árin. Fjárlaganefnd neðri deildar skipuðu sparsamir menn, og fannst þeim bruðlað hér mjög með landsfé. Lögðu þeir til, að upp- hæðin væri færð niður í 4 þús. kr. Þá var það, að séra Páll Pálsson, þingmaður Skaftfellinga (beggja sýslna) bar fram breytingartillögu þess efnis, ,,að í staðinn fyrir 4 þús. kr. komi 8 þús. kr., og aftan við greinina bætist: ,,þar er með talinn styrkur til skáldanna Matthíasar Jochumssonar og Steingríms Thor- steinsson, 400 kr. á ári til hvors, og til Páls gullsmiðs Þor\elssonar 2 þús. kr. styrkur, til að ferðast til útlanda að læra að slípa gimsteina.“ Fram.sögumaður fjárlaganefndar var Grímur s\áld Thomsen. Hann var sparsamur á fé landssjóðs.enda hlaut tillaga þessi hvergi nærri mjúkar við- Grimur Thomsen (1820 —1896). Þm. Rang. 1869—73, G. Kjós 1875 -79, Borgf. 1881—91. Sr. Páll Pálsson (1836 —1890). Þingmaður Skaftfellinga 1869—79. tökur hjá honum. Spottaðist Grímur að tillögunni og kallaði hana ,,gim- steininn úr Skaftafellssýslu“. Fór hann nokkrum orðum um gimsteina- slíparann, benti á það, að hvarvetna biðu nauðsynleg störf, sem fé skorti til. Væri sú þörfin áreiðanlega ekki brýnust, að slípa gimsteina. Þá kom hann að þeim lið tillögunnar, sem fjallaði um viðurkenningu til skáld- anna. Benti hann á það, að gengið væri fram hjá BenediJit Gröndal, sem ætti ekki síður verðlaun skilið en hin- ir. Ekki kvaðst Grímur þó mæla með því, að Gröndal yrði bætt í hópinn, heldur bæri að fella styrkinn til Stein- gríms og Matthíasar. Sagði Grímur rétt vera ,,að hver þingmaður líti í sitt eigið brjóst, og íhugi, hvar það muni lenda, ef farið er að launa skáld- um hér á landi, sem eru fleiri að tiltölu en í nokkru öðru landi. Því að ef nú er byrjað á því, er eigi hægt að segja, hve margir kunni að koma með tímanum, sem þykja verðugir að fá styrk.“ Urslit atkvæðagreiðslu urðu þau, að styrkurinn til séra Matthíasar var felldur m.eð 12 atkv. gegn 4, en til Steingríms með 1 1 gegn 4. „Gimsteina- slíparinn“ hlaut 2 atkv., en 16 voru á móti. Þegar frv. til fjáraukalaga fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.