Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 51
ALÞINGISUMRÆÐUR UM AÐBÚÐ LISTAMANNA
233
legra og verklegra fyrirtaekja", en tekið
var fram í athugasemdum, að fé þessu
skyldi einkum varið til að rannsaka
skjalasöfnin í Reykjavík og vinna að
nauðsynlegum undirbúningi að sögu
íslands.
Á öðru fjárlagaþinginu, 1877, ríkti
einnig órofin þögn um þessi mál. Það
var fyrst á þinginu 1879, að umræður
hófust um skáldalaun. Stjórnin hafði
lagt til, að veittar væru 10 þús. krón-
ur „til vísindalegra og verklegra fyrir-
tækja“ næstu tvö árin. Fjárlaganefnd
neðri deildar skipuðu sparsamir menn,
og fannst þeim bruðlað hér mjög
með landsfé. Lögðu þeir til, að upp-
hæðin væri færð niður í 4 þús. kr.
Þá var það, að séra Páll Pálsson,
þingmaður Skaftfellinga (beggja
sýslna) bar fram breytingartillögu
þess efnis, ,,að í staðinn fyrir 4 þús.
kr. komi 8 þús. kr., og aftan við
greinina bætist: ,,þar er með talinn
styrkur til skáldanna Matthíasar
Jochumssonar og Steingríms Thor-
steinsson, 400 kr. á ári til hvors, og
til Páls gullsmiðs Þor\elssonar 2 þús.
kr. styrkur, til að ferðast til útlanda
að læra að slípa gimsteina.“
Fram.sögumaður fjárlaganefndar var
Grímur s\áld Thomsen. Hann var
sparsamur á fé landssjóðs.enda hlaut
tillaga þessi hvergi nærri mjúkar við-
Grimur Thomsen (1820
—1896). Þm. Rang.
1869—73, G. Kjós 1875
-79, Borgf. 1881—91.
Sr. Páll Pálsson (1836
—1890). Þingmaður
Skaftfellinga 1869—79.
tökur hjá honum. Spottaðist Grímur
að tillögunni og kallaði hana ,,gim-
steininn úr Skaftafellssýslu“. Fór
hann nokkrum orðum um gimsteina-
slíparann, benti á það, að hvarvetna
biðu nauðsynleg störf, sem fé skorti
til. Væri sú þörfin áreiðanlega ekki
brýnust, að slípa gimsteina. Þá kom
hann að þeim lið tillögunnar, sem
fjallaði um viðurkenningu til skáld-
anna. Benti hann á það, að gengið
væri fram hjá BenediJit Gröndal, sem
ætti ekki síður verðlaun skilið en hin-
ir. Ekki kvaðst Grímur þó mæla með
því, að Gröndal yrði bætt í hópinn,
heldur bæri að fella styrkinn til Stein-
gríms og Matthíasar. Sagði Grímur
rétt vera ,,að hver þingmaður líti
í sitt eigið brjóst, og íhugi, hvar það
muni lenda, ef farið er að launa skáld-
um hér á landi, sem eru fleiri að
tiltölu en í nokkru öðru landi. Því að
ef nú er byrjað á því, er eigi hægt að
segja, hve margir kunni að koma með
tímanum, sem þykja verðugir að fá
styrk.“
Urslit atkvæðagreiðslu urðu þau, að
styrkurinn til séra Matthíasar var
felldur m.eð 12 atkv. gegn 4, en til
Steingríms með 1 1 gegn 4. „Gimsteina-
slíparinn“ hlaut 2 atkv., en 16 voru
á móti.
Þegar frv. til fjáraukalaga fyrir