Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 84
266
HELGAFELL
bækur er að ræða, einkum þegar
verður að líma á þær. Sjálfur hef ég
þvegið hinar eldri bækur, er ég hef
keypt mjög óhreinar, en það hefur oft
átt sér stað, eins og geta má nærri.
Þær bækur, sem mestur vandi var að
fást við, batt kona mín inn, en ég
hljálpaði á köflum viS álímingu á
þeim gömlu bókum, sem verr voru
farnar. Þá batt um skeið inn mikið
af bókum fyrir mig GuSmundur
Gunnarsson hagyrðingur frá Tindum
og gjörði það vel. Nú er hann dáinn
fyrir nokkrum árum. SíSan hefur held-
ur safnazt fyrir, og á ég nú margt
bóka óbundið. Þýkir æði dýrt að
kaupa bókband nú á tímum, eins
og verð er á því. Nú hef ég loksins
gjört herbergi fyrir bækurnar og get
komið mestum hluta þeirra þar fyrir
í veggskápum. Er hillulengd þeirra
rúmir 90 metrar.
Ég hef oft verið spurður um feril
ýmissa þeirra eldri bóka, sem ég á,
en sjaldnast hef ég getað rakið hann
lengra en fram í þriðja eða fjórða lið
og oft ekki framar en til þess, er mér
seldi eða gaf. Eigendur hafa yfirleitt
ekki ritað nöfn sín á bækur, og þótt
nafn og föðurnafn eiganda sé á bæk-
ur ritað eða fangamark þrykkt á spjöld
eða kjöl, verður oftast ekki af því
ráðið, þegar bæjarnafn vantar, nema
um nafnkunnar persónur sé aS ræða.
Þeir bókeigendur, sem annars rituðu
nöfn sín á bækur, skrifuðu þau venju-
legast á saurblöS eða innan á spjöld
bókanna. Nöfnin týndust því, er bók
var bundin aS nýju, en flestar hinar
eldri bækur, sem gengiS hafa milli
manna, hafa veriS bundnar inn tvisvar
eða þrisvar aS minnsta kosti. Hafa
því geymzt þau nöfn aðeins, er rituS
voru á sjálfa bókina, á titilblaS, í
eyður eða á spássíur, og þar sem.bók-
in hefur varðveitzt í upprunalegu
bandi.
Nokkrar bækur mínar hafa þó aS
geyma upplýsingar um feril sinn, en
sjaldan er hægt að rekja hann allan,
þeirra eldri bókanna. Hverfa manni
oft heil tímabil og oft er bókin kom-
in í hendur óskyldra manna, er næst
verður ráðið um eiganda hennar, en
ógjörningur aS geta sér til um milli-
liði. Stundum verða þó sendibréf eða
önnur skjöl, er bókbindarinn hefur
límt á bókarspjöldin, til þess aS vísa
á fyrri eiganda. Þá var einn sá háttur
ýmissa bókeigenda aS draga skrástrik
yfir bókstafi í titli bókarinnar eða
annars staSar á titilblaSinu, þannig aS
fram kæmi fangamark, þ. e. a. s.
upphafsstafur í eiginnafni og föSur-
nafni aS viðbættu S eða D, eftir því
hvort eigandinn var karl eða kona,
og stundum var jafnvel strikaS fyrir
fullu nafni eigandans. Hef ég helzt
séS þetta á bókum frá því um 1800
og fram yfir 19. öld.
Elzta bók mín, GuSbrandarbiblia,
er með áletrun GuSbrands biskups
sjálfs, þar sem hann gefur bókina
„mínum kæra frænda Þorkeli Gam-
alíelssyni til ævinlegrar eignar,“ en
þeir voru bræðrasynir, Þorkell, ráðs-
maður á Hólum, og biskup. SíSan
mun biblía þessi hafa veriS í eigu
þeirra Hofverja í VopnafirSi, afkom-
enda Þorkels, og lengstum hefur hún
veriS á Austurlandi og NorSaustur-
landi, aS því er bezt verður vitaS.
Næst elzta bók mín, Summaría frá
1589 og 1591, er enn í sínu uppruna-
lega bandi. ÞaS er frá Hólum og hef-
ur bókin sennilega verið bundin strax
aS lokinni prentun aS Núpufelli.
Skýrir bókin sjálf frá um eiganda sinn