Helgafell - 01.10.1946, Side 84

Helgafell - 01.10.1946, Side 84
266 HELGAFELL bækur er að ræða, einkum þegar verður að líma á þær. Sjálfur hef ég þvegið hinar eldri bækur, er ég hef keypt mjög óhreinar, en það hefur oft átt sér stað, eins og geta má nærri. Þær bækur, sem mestur vandi var að fást við, batt kona mín inn, en ég hljálpaði á köflum viS álímingu á þeim gömlu bókum, sem verr voru farnar. Þá batt um skeið inn mikið af bókum fyrir mig GuSmundur Gunnarsson hagyrðingur frá Tindum og gjörði það vel. Nú er hann dáinn fyrir nokkrum árum. SíSan hefur held- ur safnazt fyrir, og á ég nú margt bóka óbundið. Þýkir æði dýrt að kaupa bókband nú á tímum, eins og verð er á því. Nú hef ég loksins gjört herbergi fyrir bækurnar og get komið mestum hluta þeirra þar fyrir í veggskápum. Er hillulengd þeirra rúmir 90 metrar. Ég hef oft verið spurður um feril ýmissa þeirra eldri bóka, sem ég á, en sjaldnast hef ég getað rakið hann lengra en fram í þriðja eða fjórða lið og oft ekki framar en til þess, er mér seldi eða gaf. Eigendur hafa yfirleitt ekki ritað nöfn sín á bækur, og þótt nafn og föðurnafn eiganda sé á bæk- ur ritað eða fangamark þrykkt á spjöld eða kjöl, verður oftast ekki af því ráðið, þegar bæjarnafn vantar, nema um nafnkunnar persónur sé aS ræða. Þeir bókeigendur, sem annars rituðu nöfn sín á bækur, skrifuðu þau venju- legast á saurblöS eða innan á spjöld bókanna. Nöfnin týndust því, er bók var bundin aS nýju, en flestar hinar eldri bækur, sem gengiS hafa milli manna, hafa veriS bundnar inn tvisvar eða þrisvar aS minnsta kosti. Hafa því geymzt þau nöfn aðeins, er rituS voru á sjálfa bókina, á titilblaS, í eyður eða á spássíur, og þar sem.bók- in hefur varðveitzt í upprunalegu bandi. Nokkrar bækur mínar hafa þó aS geyma upplýsingar um feril sinn, en sjaldan er hægt að rekja hann allan, þeirra eldri bókanna. Hverfa manni oft heil tímabil og oft er bókin kom- in í hendur óskyldra manna, er næst verður ráðið um eiganda hennar, en ógjörningur aS geta sér til um milli- liði. Stundum verða þó sendibréf eða önnur skjöl, er bókbindarinn hefur límt á bókarspjöldin, til þess aS vísa á fyrri eiganda. Þá var einn sá háttur ýmissa bókeigenda aS draga skrástrik yfir bókstafi í titli bókarinnar eða annars staSar á titilblaSinu, þannig aS fram kæmi fangamark, þ. e. a. s. upphafsstafur í eiginnafni og föSur- nafni aS viðbættu S eða D, eftir því hvort eigandinn var karl eða kona, og stundum var jafnvel strikaS fyrir fullu nafni eigandans. Hef ég helzt séS þetta á bókum frá því um 1800 og fram yfir 19. öld. Elzta bók mín, GuSbrandarbiblia, er með áletrun GuSbrands biskups sjálfs, þar sem hann gefur bókina „mínum kæra frænda Þorkeli Gam- alíelssyni til ævinlegrar eignar,“ en þeir voru bræðrasynir, Þorkell, ráðs- maður á Hólum, og biskup. SíSan mun biblía þessi hafa veriS í eigu þeirra Hofverja í VopnafirSi, afkom- enda Þorkels, og lengstum hefur hún veriS á Austurlandi og NorSaustur- landi, aS því er bezt verður vitaS. Næst elzta bók mín, Summaría frá 1589 og 1591, er enn í sínu uppruna- lega bandi. ÞaS er frá Hólum og hef- ur bókin sennilega verið bundin strax aS lokinni prentun aS Núpufelli. Skýrir bókin sjálf frá um eiganda sinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.