Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 30
212
HELGAFELL
áhrifamestur landa sinna, er þá dvöldust í Kaupmannahöfn, auk þess sem
hann var meðal hinna laerðustu manna. Hann tók þessari ráðagerð fegins
hendi og varð lífiÖ og sálin í félaginu til dauðadags. Félagið var formlega
stofnað 30. ágúst 1779 og nefnt HiÖ íslenzk_a lœrdómslistafélag. Seinna var
,,konunglega“ bætt í nafniÖ, vegna konungsbréfs frá 22. júní 1787. Lög
félagsins eru dagsett 16. des. 1779, og er í fyrstu grein þeirra ákveðið, að
slíkt félag skuli standa um aldur og ævi meSal íslenzkra stúdenta við
háskólann. FélagiS skyldi styðja allar listir og vísindi, er þýðingu hefðu
fyrir ísland, sérstaklega fyrir atvinnuvegi landsmanna, vinna aS bættum
lifnaðarháttum og kenna mönnum að hagnýta sér náttúrugæði landsins. Þær
vísindagreinar, sem félagsmönnum er gert aS styðja og glæÖa, eru náttúruleg
guðfræði, heimspeki og siðfræði, náttúrufræÖi, stærðfræði og fagrar bók-
menntir. Einkum eru þó ákvæSin um móðurmáliS eftirtektarverð. í rit-
gerðum félagsins skyldi vera kostað kapps um góða íslenzku, að vernda
tunguna og losa hana við útlend orð og orðtæki. I staS þeirra skyldu koma
nýyrÖi, ef gömul orð væru ekki til, en orð af erlendum uppruna, sem notuð
höfSu verið af rithöfundum á 13. og 14. öld, máttu þó haldast. í félaginu
skyldu vera þrír flokkar meðlima, venjulegir félagar, aukafélagar og heiðurs-
félagar. Hinir fyrstnefndu skyldu annast starfsemi félagsins, urSu að skilja
íslenzku og skyldu leggja árlega fyrir félagið einhverja ritgerð, frumsamda
eða þýdda, um það efni, er þeim stóð næst. Allar greinar skyldu lagðar
fyrir félagsfundi, en síðar var sérstök nefnd látin fjalla um þær. Engin ritlaun
virðast hafa verið greidd í fyrstu, en síÖar var ákveðið, að þeir, sem skrifuðu
greinar í ritiÖ, skyldu losna við árgjaldið til félagsins. Fyrsta prentaða
meðlimaskráin er frá 1781, þá voru félagar 47, og af þeim 30 venjulegir,
árið 1787 voru þeir 78, þar af 38 venjulegir, en síðasti listinn, sem er frá
1796, telur meðlimi 127 og af þeim 46 venjulega félaga. Jón Eiríksson var
forseti félagsins frá upphafi til dauöa síns 1787, en þá tók viS Lauritz Thodal.
Hann var norskur að ætt, en hafði í mörg ár verið stiftamtmaður á íslandi
og var því vel kunnugur högum landsmanna, en þekking hans á íslenzkri
tungu hins vegar mjög ófullkomin. Ritarar félagsins voru þessir: Þórarinn
Liliendahl til 1787, þá Benedikt Gröndal, 1787—1792, og loks Jón Johnson-
ius. Olafur Ólavíus var fyrsti féhiröirinn. Magnús Stephensen gegndi því
starfi í tvö ár, 1785—1787, en þá tók við því danskur maður, Hans Jensen
og hafði þaS á hendi til félagsloka.
Rit félagsins tóku að koma út 1781 undir nafninu Rit þess (kpnunglega)
íslenzka Lœrdómslistafélags. Árlega kom út lítiÖ bindi í átta blaSa broti,
um 300 bls. auk formála og félagatals. Aftan á titilblaðið var prentað í
ramma: GuSi! Konunginum ! og FöSurlandinu ! en það var algeng kurteisis-
klausa framan við rit á einveldistímunum. Þá er tileinkunn til Friðriks prins
og síðan formáli á íslenzku með danskri þýðingu á síðunni á móti, þar sem
sagt er frá efni ritsins. Þessi danski formáli var án efa prentaður með tilliti
til hinna mörgu erlendu félagsmanna. Alls komu út 15 bindi. Efni þeirra
er merkilegt, bæði fyrir fjölbreytni og gildi ritgerðanna. MeSal höfunda