Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 96
278
HELGAFELL
Hitti að bragði satan sinn,
sönn fram lagði skilríkin,
glóða flagða garmurinn
Grím þá sagði velkominn.
Heljar óra einvígið
espaði stóran jáma klið,
skollvalds hóran skrykktist við,
skjálfa fór með blóðgan kvið.
Það væri að vísu synd að segja, að
skáldið dragi hér ýsur yfir kvæða-
gerðinni. En þetta er ekki innblástur,
þessi skrambi! Það er berserksgang-
ur eða jötunmóður.
Er ekki langlíklegast, að Hjálmari
hafi blátt áfram runnið í skap við ein-
hvern í veizlunni og þykkjuþunginn
setið í honum, þegar heim kom, og
krafizt þess, að hann reyndi á kraft-
ana, létti á sér með svakafenginni
kvæðagerð ? Vínið og undiralda
þykkjuþungans gera nægilega grein
fyrir fluginu og hraðanum í rímunni,
og hótun hans að drepa börnin, ef
þau þurrki út einn staf, sæmir miklu
betur manni, sem runnið hefur í skap,
heldur en guðinnblásnum manni.
Skoðanir manna í þessu efni fara
auðvitað eftir því, hvers konar skiln-
ing þeir hafa á innblæstri yfir höfuð.
Hvers konar kraftur er þetta ? Er það
litlaus orka, sem stælir hinn eða þenn-
an þátt greindar og geðs mannsins,
allt eftir því, hvað ríkilátast er í vit-
undinni, þegar þessi kraftur kemur ?
Eða er það eðli og einkenni inn-
blástursins að veita því einu vald og
ásmegin, sem fegurst er, spakast og
tignast í sálarlífi mannsins, svo að
honum gefst við það ný og undur-
samleg sýn ? Ég hallast að hinu síðar-
nefnda. Ef Hjálmar hefði verið inn-
blásinn, þegar hann kom úr veizl-
unni, hygg ég, að hann hefði verið
allt of vandfýsinn til þess að geta
lagt sig niður við að endursegja léleg-
an reifara.
En um þetta tjáir nú lítt að tala.
Það verður víst seint úr því skorið til
fulls, hvort Hjálmar hafi verið inn-
blásinn eða ekki þetta áminnzta
kvöld.
Atriði þetta, sem hér hefur verið
drepið á, skiptir í raun og veru engu
fyrir aðalályktanir og niðurstöður í
grein S.N. Skýring hans á því, hvað
valda muni hinu ólíka mati, er höf-
undur og lesandi leggja stundum á
sama skáldverkið, er ákaflega senni-
leg, hvort sem hrifning eða móður
höfundar, sem ekki tekst þó að yrkja
nema ómerkilegt kvæði, er nefndur
innblástur eða eitthvað annað. Ættu
nú þeir, sem lesa greinina og lenda í
því óláni að verða að dæma léleg
skáldverk, sem undir þá eru borin, að
virða höfundum til vorkunnar meir en
áður ánægju þeirra yfir sviplausum
samsetningi og óbifandi trú þeirra á
gildi hans. Og höfundarnir sjálfir ættu
hins vegar að geta tekið hörðum dómi
með meira jafnaðargeði, ef þeir kynna
sér skýringar S.N. Hver veit líka nema
þeir gætu ort betur, ef þeir læsu
grein hans vandlega og legðu sér
hinar viturlegu bendingar hans vel á
hjarta.
7.
Kurteisi heitir næsta hugleiðing.
Höfundur haslar sérvöll meðfrásögn
af háttemi tveggja manna: brezks
manns, sem var ártugum saman inn í
meginlandi Ástralíu án þess að sjá
nokkurn Norðurálfubúa, og Jökuls
stigmanns, sem Vatnsdæla segir frá,
Báðir eru þeir með sama marki brennd-
ir — að einu leyti: Þeir eiga vissa