Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 50
232
HELGAFELL
ins Eyvindar skáldaspillis Finnssonar,
en þar segir svo:
„Eyvindur orti drápu um alla ís-
lendinga, en þeir launuÖu svo, að
hver bóndi gaf honum skattpening;
sá stóð þrjá peninga silfurs vegna og
hvítur í skor. En er silfrið kom fram
á alþingi, þá réðu menn það af að fá
smiði til þess að skíra silfrið; síðan
var gjörr af feldardálkur, en þar af
var greitt smíðarkaupið; þá stóð dálk-
urinn fimm tugi marka.“
Engum sögum fer um tilefni þess,
að Eyvindur orti drápuna. En hér er
berum orðum getið um fyrstu skálda-
launin, sem Islendingar lögðu fram
sameiginlega, hvort sem alþingi eða
almenn samtök með öðrum haetti hafa
staðið að þeirri ráðstöfun.
Nokkuð mun það hafa tíðkazt, að
íslenzkir höfðingjar á miðöldum laun-
uðu skáldmæltum mönnum verk
þeirra. Svartur á Hofstöðum í Þorska-
firði er kallaður ,,skáld hústrú Ólafar
ríku“ og orti meðal annars ,,lofman-
söng um hústrúna“. Er líklegt.að slík-
ur skörungur sem Ölöf var hafi laun-
að vel skáldi sínu. Þá er þess stund-
um getið, að rímur hafi verið ortar
að beiðni auðugra manna, og hafa
rímnaskáldin efalaust þegið laun fyr-
ir. Þjóðsögur herma, að ákvæðaskáld
hafi stundum fengið ríflega umbun,
er þau léttu af einhverjum ófögnuði
eða gerðu mönnum greiða á annan
hátt. Oftar munu skáldmæltir menn
hafa hlotið einhver iðgjöld íþróttar
sinnar, en öll dæmi um slíkt eru, að
vonum, á þann veg, fram á síðustu
öld, að þjóðarheildin á þar engan
hlut að máli.
Þar er aðeins um að ræða sæmdir
eða fé, sem einstaklingar létu falla
í hlut skáldanna.
Það mun vera í fyrsta skipti árið
1819, sem íslenzkt skáld hlýtur viður-
kenningu af almanna fé. Það ár
veitti konungur Dana og Islendinga
séra Jóni Þorlákssyni á Bægisá ,,en
aarlig Gratification af 40 Rd. i Sölv“.
Um svipað leyti fékk séra Jón 270
ríkisdala gjöf frá félagi einu í Eng-
landi, sem verðlaunaði skáld og rit-
höfunda. Síðan kom það ekki fyrir,
að skáldskapur íslenzks manns væri
launaður úr opinberum sjóði, fyrr en
alþingi hafði fengið fjárveitingavaldið
í sínar hendur með stjórnarskránni
1874.
Hér á eftir verður reynt að gefa
nokkra hugmynd um viðhorf Alþing-
is íslendinga á ýmsun tímum til bók-
mennta og lista. Að sjálfsögðu er ekki
unnt að rekja umræður nema að mjög
litlu leyti, því að mörg orð hafa fallið
um þessi mál, frá því er þau komu
fyrst á dagskrá þingsins. Mun eink-
um skýrt frá þeim rökræðum, sem
helzt marka stefnur og bregða nokkru
ljósi á það, sem um var deilt. Þykir
fara bezt á því, að leggja efnið hlut-
laust fyrir dóm lesenda, án hugleið-
inga um einstök atriði, nema þar sem
skýringar verða að teljast nauðsyn-
legar. — Hitt er svo auðvitað, að
háttvirtir alþingismenn hljóta að koma
til dyranna eins og þeir eru klæddir,
og mun ekki um það hirt, hvort ein-
hverjum líkar betur eða ver.
Árið 1875 var í fyrsta sinn samið
og samþykkt fjárlagafrumvarp af
löggjafarþingi á íslandi. Hvergi sést
þar að því vikið, að bókmenntir og
listir skuli njóta stuðnings á fjárlög-
um. Að vísu gerði 15. gr. fjárlaganna
ráð fyrir 10 þús. kr. næsta fjárhags-
tímabil, er var tvö ár, ,,til vísinda-