Helgafell - 01.10.1946, Síða 50

Helgafell - 01.10.1946, Síða 50
232 HELGAFELL ins Eyvindar skáldaspillis Finnssonar, en þar segir svo: „Eyvindur orti drápu um alla ís- lendinga, en þeir launuÖu svo, að hver bóndi gaf honum skattpening; sá stóð þrjá peninga silfurs vegna og hvítur í skor. En er silfrið kom fram á alþingi, þá réðu menn það af að fá smiði til þess að skíra silfrið; síðan var gjörr af feldardálkur, en þar af var greitt smíðarkaupið; þá stóð dálk- urinn fimm tugi marka.“ Engum sögum fer um tilefni þess, að Eyvindur orti drápuna. En hér er berum orðum getið um fyrstu skálda- launin, sem Islendingar lögðu fram sameiginlega, hvort sem alþingi eða almenn samtök með öðrum haetti hafa staðið að þeirri ráðstöfun. Nokkuð mun það hafa tíðkazt, að íslenzkir höfðingjar á miðöldum laun- uðu skáldmæltum mönnum verk þeirra. Svartur á Hofstöðum í Þorska- firði er kallaður ,,skáld hústrú Ólafar ríku“ og orti meðal annars ,,lofman- söng um hústrúna“. Er líklegt.að slík- ur skörungur sem Ölöf var hafi laun- að vel skáldi sínu. Þá er þess stund- um getið, að rímur hafi verið ortar að beiðni auðugra manna, og hafa rímnaskáldin efalaust þegið laun fyr- ir. Þjóðsögur herma, að ákvæðaskáld hafi stundum fengið ríflega umbun, er þau léttu af einhverjum ófögnuði eða gerðu mönnum greiða á annan hátt. Oftar munu skáldmæltir menn hafa hlotið einhver iðgjöld íþróttar sinnar, en öll dæmi um slíkt eru, að vonum, á þann veg, fram á síðustu öld, að þjóðarheildin á þar engan hlut að máli. Þar er aðeins um að ræða sæmdir eða fé, sem einstaklingar létu falla í hlut skáldanna. Það mun vera í fyrsta skipti árið 1819, sem íslenzkt skáld hlýtur viður- kenningu af almanna fé. Það ár veitti konungur Dana og Islendinga séra Jóni Þorlákssyni á Bægisá ,,en aarlig Gratification af 40 Rd. i Sölv“. Um svipað leyti fékk séra Jón 270 ríkisdala gjöf frá félagi einu í Eng- landi, sem verðlaunaði skáld og rit- höfunda. Síðan kom það ekki fyrir, að skáldskapur íslenzks manns væri launaður úr opinberum sjóði, fyrr en alþingi hafði fengið fjárveitingavaldið í sínar hendur með stjórnarskránni 1874. Hér á eftir verður reynt að gefa nokkra hugmynd um viðhorf Alþing- is íslendinga á ýmsun tímum til bók- mennta og lista. Að sjálfsögðu er ekki unnt að rekja umræður nema að mjög litlu leyti, því að mörg orð hafa fallið um þessi mál, frá því er þau komu fyrst á dagskrá þingsins. Mun eink- um skýrt frá þeim rökræðum, sem helzt marka stefnur og bregða nokkru ljósi á það, sem um var deilt. Þykir fara bezt á því, að leggja efnið hlut- laust fyrir dóm lesenda, án hugleið- inga um einstök atriði, nema þar sem skýringar verða að teljast nauðsyn- legar. — Hitt er svo auðvitað, að háttvirtir alþingismenn hljóta að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir, og mun ekki um það hirt, hvort ein- hverjum líkar betur eða ver. Árið 1875 var í fyrsta sinn samið og samþykkt fjárlagafrumvarp af löggjafarþingi á íslandi. Hvergi sést þar að því vikið, að bókmenntir og listir skuli njóta stuðnings á fjárlög- um. Að vísu gerði 15. gr. fjárlaganna ráð fyrir 10 þús. kr. næsta fjárhags- tímabil, er var tvö ár, ,,til vísinda-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.