Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 110

Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 110
/. G. CROWTHER: r ALDAHVÖRF — 5 '•'N V. J Á HVERFANDA HVELI NÝJUSTU SKOÐANIR UM EÐLI HIMINGEIMSINS Herbert Read segir í fyrsta kafla ,,Aldahvarfa“, að vísindin hafi svipt huliðshjúpi af veröld, sem er í senn ægileg að óravíðáttu og hátignarleg í lögmálsfullkomnun sinni. Sjónaukinn og stærðfræðin hafa brugðið upp þess- ari mynd af alheiminum síðustu þrjár aldirnar. Hún fól í sér nærri óskiljan- lega andstöðu við hina takmörk- uðu veröld þeirra manna, sem uppi voru fyrir tíma Galilei, en þá voru stjörnurnar, eins og Shakespeare sagði, hinir öruggu leiðarvísar, sem horfa á fárviðrin og haggast aldrei. En rétt þegar við erum búin að venjast þessari stórfelldu hugmynd, hafa vísindi 20. aldarinnar gjörbreytt viðhorfinu aftur. Nú erum við að átta okkur á veröld, sem er í senn furðu- leg vegna takmarkana sinna og kyn- leg í ringulreið sinni. Hún er eins konar undrabarn, skringilega þroskað um aldur fram, því að aldur hennar er hlægilega lítill, eða aðeins tveir millj- arðar ára. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því, hvernig heimurinn hef- ur getað hrúgað saman svo mörgum og margháttuðum tegundum framþróunar á æfiskeiði, sem er svo stutt á alheims- mælikvarða. Við höfum nýlega kom- izt að raun um, að heil stjörnukerfi eins og vetrarbrautin, sveimandi í himingeimnum í órafjarlægðum hvert frá öðru, geysast áleiðis með hraða, sem nemur allt að 100,000 km. á sek. Við þjótum sjálf nokkur hundruð km. á klst. kringum jarðöxulinn, og með jörðinni reikum við umhverfis sólina með 30 km. hraða á sek. Ásamt sól- kerfinu geysumst við í áttina til stjörnumerkisins Herkules með 20 km. hraða á sek. Og loks snúumst við með allri vetrarbrautinni eins og örlítil sletta í námunda við hringinn á tröllauknu hjóli, með hraða, sem nemur hundruðum km. á sek. En þó að ytra borð vetrarbrautarinnar snú- ist með slíkum geysihraða þarf hún 300 milljónir ára til þess að fara eina umferð, og hefur því að líkindum aðeins snúist sex sinnum um öxul sinn, eftir að veröld sú, sem við höf- um kynni af, hóf tilveruskeið sitt. Heimur okkar og það efni, sem hann hefur að geyma, mun sem sé varla vera eldri en tveir milljarðar ára. Vís- indamenn eru rétt að byrja að gera sér hugmyndir um, hvernig ástandið var áður en núverandi þróunarskeið hófst. Upphaf núverandi veraldar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.