Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 88
270
HELGAFELL
borið órofatraust, hvor heldur sem það
bað hana að leita sálum manna mis-
kunnar á himnum eða gá að kúnum
úti í haga, þegar gæzlumaðurinn varð
að hverfa frá. Um hin lygnu vötn
hinnar kristalsskæru elsku hennar ef-
aðist enginn, þó að lífið kenndi öll-
um, að margar eru ástirnar í mann-
heimum eins konar Skolugafljót.
Og þegar við lesum nú hin inni-
legu og spaklegu orð S.N. um ástgoð
liðinna, íslenzkra kynslóða, þá er eins
og hann leiði okkur að tærri upp-
sprettulind, sem alltaf hefur að vísu
verið í landareign okkar, en gleymzt
af því að yfir götuna þangað hafði
gróið.
3.
Þriðja hugleiðingin heitir Laugar-
dagur og mánudaur. Þar er aðalíhug-
unarefni höfundarins hin algenga trú
manna á misjafna heill vikudaga og
hvernig sú trú muni vera til komin.
Höfundurinn byrjar á því að ræða
um hjátrú almennt og bendir á, að
hún sé oftast nær að upphafi reynsla.
,,Oft og einatt misskilin, stundum líka
athugun, sem vitur maður hefur sett
fram í lögmáli án þess að skýra það
nánar fyrir alþýðu manna, eða skýr-
ingin hefur gleymzt“.
„Kerlingabækurnar eru oft ekki
verri en karlabækurnar, hjátrúin á
víti og varúðarreglur gamla fólksins
ekki hættulegri en hjátrúin á alvizku
og almátt vísindanna, sem ganga nú
mörgum í páfa stað og véfrétta'*.
Þá ræðir höfundurinn um ótrúna,
sem menn hafi á því að byrja fyrir-
tæki, sem nokkuð er undir komið, á
mánudag. Hins vegar sækist menn
eftir að gera það á laugardegi. Slíka
trú megi dæma fjarstæðu eina eða
fara eftir henni hugsunarlaust. En
skemmtilegra sé að leita þess, hvort
í henni felist ekki einhver kjarni gam-
allrar reynslu. ,,Ég hef þótzt finna
ósvikin kjarna í þessari hjátrú“, seg-
ir höf., ,,og tel hana að ýmsu leyti
lærdómsríkt dæmi þess, sem að fram-
an er sagt“.
Og hver er þá þessi kjarni ?
„Mennirnir, sem þora að byrja
framkvæmdir sínar, hvenær sem þeir
finna hvöt til þess hjá sér, jafnvel
þegar verst stendur á, þvert ofan í alla
skynsemi og hentugar ástæður — þeir
bera sigurinn í sér, allir dagar verða
þeim heilladagar. Vafalaust er það
gömul reynsla, að þeim mönnum
farnist verr, sem byrja framkvæmdir
á mánudag. Það lýsir manninum,
hvort hann heimtar mánudag til þess
að færast eitthvað í fang eða honum
þykir laugardagur fullgóður. Hjátrúin
hefur rétt fyrir sér í aðalatriðum. Hér
er um gæfumun að ræða, ekki daga
heldur manna: Þeirra, sem grípa
tækifærið, skapa sér tækifæri, hinna,
sem bíða tækifærisins, þurfa þess,
heimta sigur sinn af því“. Samkvæmt
þessum orðum segir höfundurinn, að
skipta megi mannkyninu í tvo flokka:
Mánudagsmenn, sem vilja ekki hefjast
handa.nema langarog slétturskeiðvöll-
ur sé fram undan og laugardagsmenn,
sem heimta sigurinn af sjálfum sér
einum, hvað sem öllum ytri aðstæðum
líður. Fyrir gæfumun þessara mann-
flokka er svo gerð nánari grein.
Þessi hugleiðing er frábær frá upp-
hafi til enda. Alls staðar lýsir af gagn-
sýnu mannviti og snilld.
En sjálfsagt verður aldrei sannað
svo, að eigi verði véfengt, hvernig
þessi trú á misjafna heill vikudaga
hefur til orðið og ekki heldur hitt,
hvort hún er rétt til rótar rakin hjá