Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 121
HINN FRÆKNI UNGI MAÐUR í SVÍFANDI RÓLU
303
eða ef til vill á rangri öld, og átti nú
tuttugu og tveggja ára gamall að verða
hrakinn af henni. Þessi hugsun var
ekki hryggileg. Hann sagði við sjálfan
sig, einhvern tíma verð ég að skrifa
Bœnasfyrá um leyji til að lifa. Hann
féllst á hugsunina um að deyja, án
þess að aumkva sjálfan sig eða mann-
kynið, hugsaði að hann mundi að
minnsta kosti fá að sofa næstu nótt.
Leigan fyrir næsta dag var greidd;
það var ennþá einn morgundagur eft-
ir. Og síðan varð hann að fara þangað
sem aðrir heimilislausir fóru. Það gat
verið að hann heimsækti Hjálpræðis-
herinn — syngi um Guð og Jesúm
(ókæri sálar minnar), ver frelsaður,
et og sof. En hann vissi að hann
mundi ekki gera það. Líf hans var
einkalíf. Hann langaði ekki til að
hnekkja þeirri staðreynd. Allt annað
var betra.
Gegnum loftið í svífandi rólu, raul-
aði hugur hans. Það var skemmtilegt,
furðulega gaman. Róla til guðs, eða
út í tómið, í svífandi rólu inn í ein-
hverja tegund eilífðarinnar; hann
baðst hlutlægt fyrir um þrek til að
fljúga það með sóma.
Ég á eitt sent, sagði hann. Það er
amerískur skildingur. í kvöld ætla
ég að faegja hann unz hann skín sem
sól og ég ætla að lesa orðin á honum.
Hann var nú á gangi í sjálfri borg-
inni, innan um lifandi menn. Hann
sá mynd sína í speglum í gluggum
verzlananna og var óánægður með
útlit sitt. Hann sýndist alls ekki eins
hraustur og honum fannst hann vera;
hann sýndist, í raun og veru, ofur-
lítið hrumaður hvar sem á hann var
litið, hálsinn, herðarnar, handlegg-
irnir, búkurinn, og hnén. Þetta dugir
ekki, sagði hann, og hann hleypti í
sig krafti og safnaði saman öllum hin-
um sundurlausu líkamshlutum og varð
stinnur, þykjastbeinn og þéttur.
Hann gekk framhjá mörgum mat-
sölustöðum með aðáunarverðum sjálfs-
aga, leit ekki svo mikið sem á þá,
og að lokum kom hann að húsi, sem
hann fór inn í. Hann fór með lyftu
upp á sjöundu hæð, gekk eftir gangi,
og opnaði dyr og hvarf inn á vinnu-
miðlunarskrifstofu. Það voru tvær
tylftir af ungum mönnum fyrir á þeim
stað. Hann stóð úti í horni og beið
þess að verða yfirheyrður. Loksins
var honum auðsýnd sú náð, og horuð
og gáfnasljó kvensa um fimmtugt
lagði fyrir hann spurningarnar.
Segið mér nú, spurði hún, hvað
getið þér gert ?
Hann varð forviða. Ég get skrifað,
sagði hann hátíðlega.
Þér meinið að þér hafið góða rit-
hönd ? Er það ? spurði hin roskna
stúlka.
Ójá, svaraði hann. En ég á við að
ég get skrifað.
Skrifað hvað ? spurði kvenmaður-
inn næstum reiðilega.
Óbundið mál, sagði hann blátt
áfram.
Það varð þögn. Að lokum sagði
fraukan:
Kunnið þér á ritvél ?
Vissulega, sagði ungi maðurinn.
Ágætt, hélt stúlkan áfram, við höf-
um heimilisfang yðar; við munum
halda sambandi við yður. Það er ekk-
ert handa yður í dag, alls ekki neitt.
Það fór á líka leið á ’hinni skrif-
stofunni, að öðru leyti en því að hann
var yfirheyrður af hégómlegum ungum
manni sem líktist mjög svíni. Frá
vinnumiðlunarskrifstofunum sneri
hann til stóru deildarverzlananna. Þar