Helgafell - 01.10.1946, Síða 147

Helgafell - 01.10.1946, Síða 147
BÓKMENNTIR 329 líf íslendinga á einhverri hinni mestu rauna- öld, sem yfir Island hefur komið. Þar fá menn ágæta lýsingu á verzlunarviðskiptum innanlands, fjallferðum um öræfi landsins, veizluhöldum o. s. frv. Þá eru mannlýsingar hans mjög svipmiklar og skýrar, t. d. smá- mynd sú, er hann dregur af Skúla Magnús- syni drukknum, en hollráðum, og lýsing hans á afasystur sinni, Guðnýju Stefánsdóttur, sem bæði kunni að smíða ágætustu ljái auk þess sem hún kunni inntak allt úr Nýja testamennti Odds Gottskálkssonar, vissi um ættir allra manna, kvað Krossvísur gegn fár- viðrum svo lægði, kveikti smáelda í kringum öskustóna á nýársnótt handa jólasveinum og flaugst á við galdramenn. Hér er íslenzkri forneskju lýst betur en ég hef áður séð. Og sjálfur er Jón Steingrímsson ekki laus við þessa fomeskju. Hann trúir á sendingar og afturgöngur, uppvakninga og Satans véla- brögð, sem fá þó ekki grandað honum, því að traust hans á handleiðslu guðs er svo sterkt og óbifanlegt, að hann hræðist hvergi. Frásagnir Jóns Steingrímssonar af velgermng- um Drottins og bjargráðum við hann minna mann oft á kaþólskar dýrlingasögur. Drott- inn bjargar honum ekki aðcins úr lífsháska hvað eftir annað, heldur slær hann fjandmenn Jóns og hirtir þá fyrir mótgerðir þeirra við hann. Það virðist ekki hafa verið árennilegt að troða illsakir við prófastinn, því að flestir andstæðinga hans dóu úr vesöld eða fóm á vergang, og Þóra hústrú Björnsdóttir, biskupsekkjan á Hólum, sem verið hafði Jóni mjög harðdræg í viðskiptum, var nærri brunnin inni. Þessi barnslega og einfalda trú Jóns, að Drottinn hjálpi sínum, gefur honum reisn og þrek ril að láta aldrei bug- ast í hvers kyns raun, sem hann varð að glíma við. Öll ber saga Jóns Steingrímssonar það mcð sér, að hann segir frómt og hreinskilnislega frá æviviðburðum sínum og dregur fátt und- an, jafnvel ekki það, sem margur mundi hafa kveinkað sér við að færa í letur, svo sem frá- sögu hans af biðilsför sinni til Setbcrgs, er hann leitaði ráðahags við Kristínu Sigurðar- dóttur eftir lát fyrri konu sinnar. Maður get- ur ekki varizt brosi við að lesa um þessa hryggbrotsför hins aldraða klerks og ekkju- manns, en beiskja hans til Setbergshjónanna var svo mikil, að hann gat ekki látið hjá líða að gefa afkomendum sínum vitneskju um, hve grátt hann hafði verið leikinn. Þótt mál og stílsháttur Jóns Steingríms- sonar beri mikinn keim af öld þeirri, sem saumað hefur einna fastast að íslenzkunni, er það samt furðulega ferskt og svipmikið, hljómfagurt alþýðumál 18. aldar, að mestu óspillt af hrognamáli embættismanna þeirrar tíðar. Þessi bók á efrir að afla sér mikilla vin- sælda meðal íslenzkra lesenda. Sverrir Kristjánsson. Ritsafn Þorgils Giallanda Þorgils Gjallandi: RITSAFN I—IV. Arnór Sigurjónsson gaf út. Helgafell. Reykjavík 1945. Verð: 250,00 (al- skinn). Með útgáfu þessari á ritum Þorgils Gjall- anda — Jóns Stefánssonar bónda á Litlu- strönd í Þingeyjarsýslu, hefur þessu alþýðu- skáldi í óbundnu máli verið greidd sú skuld, sem helzt til lengi var ógoldin. Það var vissu- lega orðið tímabært að eignast heildarútgáfu af ritum hans, áður en að fymt hafði svo yfir viðfangsefni þau, er hann fékkst við, að núverandi kynslóð gæti ekki skilið þau, eða skoðað þau í hæsta lagi með köldum augum, án alls áhuga. I þessu safni birtast nú allar stærri sögur hans, dýrasögur og smá- sögur og að auki úrval úr erindum og blaða- greinum. Margt er þó óprentað enn, og sumt ekki tekið upp í þessa útgáfu, þótt prentað sé í blöðum. Utgefandanum, Arnóri Sigur- jónssyni, hefur tekizt mjög vel um úrval þetta, og er útgáfa hans ágætlega af hendi leyst. í þessu sambandi skal þess þó sérstak- lega getið, hve mikill fengur er að hinni ítarlegu ritgerð Arnórs um skáldið í lok 4. bindis. Fáir hefðu verið betur fallnir ril þess að sjá um þessa útgáfu á ritum Þorgils Gjallanda en Arnór Sigurjónsson fyrir sakir þekkingar sinnar á sögu Þingeyjarsýslu, sér- staklega á glæsilegasta tímabili hennar, síð- ara hluta iq. aldar, uppvaxtar- og þroska- skeiði Þorgils Gjallanda. í annan stað e: Arnór Sigurjónsson ckki aðeins fróður maður um sögu héraðs síns, heldur er hann einnig mjö glöggskyggn á að túlka söguskáld sitt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.