Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 112
294
HELGAFELL
Kljóðgjafinn berist í áttina til hlust-
anda, þarf hver einstök alda í loftinu
að fara dálítið styttri leið en sú næsta
á undan. Þar sem hraði hljóðsins er
óbreyttur, verður tímabilið milli þess,
að tvær öldur falli á eyrað, styttra,
þ. e. eyrað tekur við fleiri öldum á
ákveðnu tímabili og heyrir því hljóðið
með meiri tónhæð, en það hefur í
raun og veru, miðað við þaS, að
hljóðgjafinn sé kyrr. Þegar eimpípan
fjarlægist, verða áhrifin þveröfug.
Munurinn á tónhæðinni stendur í
beinu hlutfalli við hraSa eimvagnsins;
því meiri hraði, því meiri munur. Ef
tónhæð eimpípunnar við kyrrstöðu er
þekkt, er auðvelt að reikna hraða
hennar af tónhæðinni, sem eyrað
nemur, þegar lestin nálgast okkur eða
fjarlægist. Ágæti þessarar aðferðar við
að mæla hraða lestarinnar er í því
fólgin, að ekki er nauðsynlegt að
þekkja fjarlægð hennar.
SvipaS fyrirbæri birtist okkur um
aðra tegund ölduhreyfingar, sem sé
ljósið. Alveg eins óg tónhœS hljóðs-
ins frá eimpípu á hreyfingu er háð
tíðni aldnanna, sem falla á eyrað,
er litur ljósgjafa á hreyfingu háður
tíðni ljósaldnanna, sem falla á augað.
TíSni og sveifluhraði hinna lituðu
ljósgeisla í litrófinu eykst frá rauða
litnum í áttina til rauðgula, gula,
græna, bláa og loks fjólubláa litar-
ins. Ef ljós gefur frá sér hreinan
grænan lit við kyrrstöðu, sýnist það
aðeins bláleitt, ef þaS nálgast athug-
ara en fær gulleitan blæ, ef þaS fjar-
lægist hann. En nefnd áhrif koma ekki
fram, ef ljósgjafar eru fluttir til hér
á jörðinni, þau eru of smávægileg,
þegar um ekki meiri hraða er að
ræða.
En öðru máli er að gegna um hrað-
lestir himingeimsins. Margar þeirra
fara svo hratt, að litur geisla þeirra
verður fyrir mjög skýrum breytingum,
sem hægt er að mæla. En af því
leiðir, að auðvelt reynist að reikna
'hraSa þeirra í áttina til okkar eða frá
okkur.
Eitt athyglisverðasta öfugmæli nú-
tíma vísinda er það, að hraðinn sjálf-
ur hafi stærðartakmörkun, þó að fleiri
og fleiri hlutir uppgötvist, sem geysast
áfram meS ofsahraða. Ekkert getur
farið hraðara en 300 þús. km. á sek.
en þaS er ljóshraðinn. Fizeau gerði
snilldar tilraun, þar sem hann sýndi
fram á, að IjósiS færi gegnum loft á
hreyfingu nákvæmlega jafnhratt og
gegnum kyrrt loft. LjósiS fer ná-
kvæmlega jafnhratt, hvort sem það fer
á móti vindinum, í kyrru lofti eða
með vindinum. Þetta sama fundu þeir
Michelson og Morley, sem sýndu að
hraði geisla frá ljósgjafa á jörðinni
væri meS öllu óháður hraða jarðar-
innar í áttina til eða frá athugara.
Hvernig sem við förum að, getum við
ekki breytt ’hraða ljóssins. Og hann
er reyndar hámarkshraði veraldarinn-
ar.
Þessi staðreynd var hin mesta ráð-
gáta, þangað til Einstein sýndi fram á,
aS hægt væri að skýra hana, ef tími
og rúm væru ekki skoðuð sem óháð
hvort öðru heldur sem mismunandi
hliðar á dýpri veruleika, heimi rúm-
tímans. Það kom í ljós, að samband
væri milli rúms og tíma, þannig að
segja má að þau birtast á vissan hátt
sem hverfur hvort af öðru. Og á þess-
um grundvelli uppgötvuðust ný skyld-
leikasambönd. Menn fundu, að efnis-
magn og orka, sem hingaS til voru
álitin óskyld fyrirbæri væru líka tví-
farar, þannig að breyta má öðru í