Helgafell - 01.10.1946, Side 75

Helgafell - 01.10.1946, Side 75
GUÐMUNDUR KAMBAN OG HANS SÍÐASTA SAGA 257 ast rithöfundur á heimsmáli — en aftur skorti hann fé til langdvalar í hinum enskumælandi heimi. Seinna, eftir að nokkrar af bókum hans höfðu hlotiÖ ágætar viðtökur í Þýzkalandi, hafÖi hann stundum orÖ á því, að hann yrÖi að gera sig færan til þess að skrifa á þýzku. Hann taldi sig eiga litla fram- tíð í Danmörku og fann, eins og öll höfuðskáld Norðurlanda hafa fundiÖ, að ÞjóÖverjar voru sú stórþjóö, sem tók viÖ norrænum skáldskap af mestri hlýju. Svo komu stríÖsárin, fjárhagsvandræði hans í Kaupmannahöfn — og loks dauði hans fyrir vopni einhvers ókunns unglings, sem missti stjórn á taugum sínum, af því að hann hitti fyrir sér hugaðan mann og stoltan, þar sem hann átti ekki von á öðru en guggnandi lyddum. Ef ytri örlög Kambans, allt til hins harmlega dauðdaga hans, sýna mann, brotinn af bergi hinna fornu víkinga, þá var hann engu síður víðförull og stórhuga landvinningamaður í list sinni og hugsun. Hann var ekki skáld neins ákveðins umhverfis, né meir eða minna takmarkaðs sálfræðilegs sviðs, og skrifaði aldrei tvær bækur, sem væru hvor annarri líkar. Hver ný bók var honum nýtt ævintýr, á nýjum slóðum, fyrri tíma, eða fjarlægra stranda, víkkun hans eigin sjónhrings og jafnframt ný sönnun fyrir sveigjanleik og krafti skáldgáfu hans. Hann tók sér yrkisefni úr íslenzku samtíðarlífi, hann dró upp stórfellda, margbreytilega mynd af sautjándu öldinni á íslandi, eftir langar og skarplegar sögulegar rannsóknir, og hann sökkti sér niður í gullöldina og lýsti henni með skáldsögutækni vorra tíma. Hann skrifaði fyrstur íslendinga skáldverk úr lífi hinna menntaðri stétta í erlendum stór- borgum, þrjá sjónleiki frá New York, einn frá Rómaborg, tvo frá Kaup- mannahöfn og loks Sendiherrann jrá Júpiter, sem gerist í einhverri heims- borg, og er fyrsta tilraun íslenzks skálds til þess að kveða upp dóminn yfir mannkyni tuttugustu aldarinnar, menningarstigi þess og siðlegum þroska. Það lætur að líkum, að ekki hafi heppnazt jafn vel öll þessi fyrstu strandhögg íslenzks anda á hinum stóru meginlöndum erlendra lífshátta, hugmynda og viðfangsefna, þangað sem hann ekki fyrr hafði hætt sér til svo stórra hluta. Það er ef til vill ekki ómerkast um Guðmund Kamban, að hann færð- ist meira og margháttaðra í fang en svo, að hann gæti litið aftur til tómra sigra Hitt er áreiðanlega furðulegra en enn hefur runnið upp fyrir þjóð hans, að þrítugur maður frá útjaðri menningarheimsins skuli hafa skrifað sjónleiki eins og Marmara og Vér morrSingjar. Kamban var íslendingur og alþjóðamaður, en tæplega í nokkru verki sínu aðeins annaðhvort. Hann var alþjóðlegur íslendingur og íslenzkur alþjóðamaður. Islenzk menning og hennar hróður var honum viðkvæmt mál. í verkum sínum varpar hann sterkustu ljósi yfir þær hliðar íslenzks lífs, þá eiginleika íslenzkrar hugsunar og skapgerðar, sem hann taldi oss hafa mestan sóma af frammi fyrir augliti heimsins. Og hann vildi, að landinn mannaðist ,,á heimsins hátt“, eins og Einar Benediktsson komst að orði, hætti að líta á sjálfan sig eins og eitthvert viðundur, sem ætti heilagan rétt á því að vera dálítið úreltari í siðum og hegðun en aðrar þjóðir, sumpart vegna þess hve vér værum ,, fáir og smáir“, og sumpart vegna þess hve 17 HELGAFELL 1946
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.