Helgafell - 01.10.1946, Side 149

Helgafell - 01.10.1946, Side 149
BÓKMENNTIR 331 á lífsskeiðinu, klerkurinn fór á klára góð- gangi fram úr Árna; eins og að drekka. Hann hafði líka byrinn á eftir sér; en því veik svo óþægilega við með Árna, að það var eins og hann þyrfti ævinlega að berja upp í vind- inn“. — Þannig lýkur skáldið þessari smá- sögu- En aldrei verður þessi beiskja Þorgils Gjallanda sjúkleg, vanmáttarkenndin lamar hann ekki né bugar. I Kapp er bezt með forsjá etur Þorgils saman sýslumanninum og bóndanum, framhleypninni og embættishrok- anum gegn aðgæzlu bóndans og alþýðu- stolti — og það er bóndinn, sem ber sigur af hólmi. Uppistaðan í hinum stærri sögum Þorgils Gjallanda er venjulega hið löghelgaða ásta- líf hjónabandsins, eða ást í meinum. Barátta kvenna, sem ýmist voru gefnar til fjár eða með frændaráði, baráttan milli félagslegrar skyldu og persónulegra tilfinninga. Sjálft efnið vjrðist vera óslítanlegt. Og þótt Þorgils Gjallandi kanni þessi mál víða af miklum sálfræðilegum skilningi, svo sem tilhugalíf Gróu og Geirmundur í Upp við fossa, þá hefur hann þar í rauninni fátt nýtt fram að færa. Það, sem mun lifa lengst í þessum sögum, er íslenzka sveitin sjálf í allri sinni margbreytni, blíðu sinni og öræfakyrrð sum- arnóttanna, illhrysssingi og veðurham á vetr- um. Barátta íslenzka bóndans við vorhret og vorsveltu, þegar glímt er um líftóru hvers skjögrandi lambkettlings, bónfarir hins heylausa bónda til þeirra, sem eiga fyrn- ingana — þetta mun geymast í minni les- andans, þegar grátkviður elskendanna eru löngu gleymdar. Fá íslenzk sagnaskáld hafa túlkað sveitina og allt sem hennar er af næmari skilningi og meiri kunnáttu en Þor- gils Gjallandi. Þá leikur íslenzkan honum á tungu, sterk og máttug, þá verður honum aldrei orðs vant. En fólk sveitarinnar, ástir þess og raunir, eru ekki eina yrkisefni bóndans á Litluströnd. Aldrei er hann mennskari eða næmari en þegar hann lýsir málleysingjum sveitarinnar, hinum tryggu og þolgóðu förunautum íslend- inga í þúsund ár. Dýrasögur Þorgils Gjall- anda munu skipa honum sígildan sess í íslenzkum bókmenntum. Allir kannast við söguna um Stjörnu, ungu hryssuna, sem leitaði yfír öræfin til heimahaganna og varð þar úri. Átakanlegri dýrasaga hefur tæplega verið skráð. Og hver getur gleymt hundinum prestsins, honum Val, sem var útlægur ger af mönnum og hundum, og gerðist rumm- ungsþjófur og útileguhundur og er loks drepinn á eitri, meðan kirkjuklukkurnar hringja yfir skjálfandi hræinu. Eða hvar var tígulegri skepna í haga en hann Háleggur, forustusauðurinn: „Hann hét Háleggur og fæddist í Koti .... “ „Háfættur og mikill vexti, úthyrndur og stórleitur, gulur í traman og á fótum, en drifhvítur á lagðinn, með stór skýrleg augu og djarflegt upplit, lang- stígur og hraðgengur og tígulegur á velli.“ Hann fær líka þann dauðdaga, sem slíkum höfðingja sómdi: æðandi kemur hann ofan af öræfum til heimahaganna, með mesta mein- vætt héraðsins, refinn Hvíting, dauðan og stirðnaðan í lagðinum, en sjálfur að dauða kominn af dýrbitinu. Slíkar eru dýrasögur Þorgils Gjallanda. í heimi dýranna fann hann það, sem hann saknaði oft í mannheimum: tryggðina og raungæðin og hið beitta skap. Og sú mun verða raunin, að sögur hans af hinum mál- lausu félögum okkar munu lifa löngu eftir að fennt hefur yfir ádeilusögur hans, sem kviknuðu þó fyrst hjá honum á umbrotaárum hans. Sverrir Kristjánsson. Dagsláttan Erskine Caldwell: DAGSLÁTTA DROTTINS (God’s Little Acre). Hjörtur Halldórsson þýddi. Kringlu- útgáfan. Reykjavík 1944. 301 bls. Verð: Kr. 25,00 (ób.). Ég hef ekki orðið svo heppinn, að bók þessa ræki á mínar fjörur á frummálinu, en naumast verður séð, að þessi íslenzka þýð- ing hennar eigi mikið erindi eða geti talizt „bókmenntaviðburður". (Það orð er nú oftar notað og misnotað en flest önnur, sem tung- an geymir.) Hún lýsir andlega og veraldlega snauðum lýð, sem stundar gullgröft í Suður- ríkjum Bandaríkjanna; finnur að vísu ekk- ert gullið, en grefur samt og grefur. Mann- eskjur þessar eru frumstæðar í meira lagi, karlmennirnir undantekningalítið sjúklega kvensamir og konurnar flestar haldnar hlið- stæðum kvilla. Jafnvel innan fjölskyldunnar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.