Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 108

Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 108
290 HELGAFELL um, sem ég sleit mér út á að berjast við, sendi mér seinna bréf og gjafir, og þakkaði mér. Þeir vissu, hvað ég hafði lagt á mig — fyrir þá. En það er langt síðan .... Og þeir fóru aftur út í veröldina, heilbrigðir, en ég varð eftir og slóst við nýja menn. Stöðugt nýja og nýja fína menn, sem voru óðir á nóttunni. Og loks var allt meira og minna uppgefið og bilað, taugarn- ar, hjartað, fæturnir, allt. Ég mátti fara, loksins. Og enginn til þess að kosta mig á fínt hæli, til þess að venja mig af .... enda litlu að bjarga þar sem ég var. En ég spyr yður aðeins um eitt — á ég ekki eins og hálfpart- inn skilið að fá öðru hverju eitt og eitt glas af þessu koníaki, sem er það bezta sem taugar mínar fá ? Ég gaf þjóninum aftur merki. — Ættuð þér ekki að vera á heimili fyrir gamalt fólk, sagði ég, sem eftir vel unnið ævistarf á heimtingu á því að þjóðfélagið sjái fyrir því ? Þér hlyt- uð að geta fengið þau meðmæli sem til þyrfti, til dæmis frá doktor Duval. Hún horfði á mig forviða, eins og hún hefði búizt við öðru af mér, og sagði svo með hægð, og eins og hún yrði að setja sér að svara mér kurteis- lega: — Minn kæri herra — ég hef verið á þessum elliheimilum. Tvisvar! Og fer þangað aldrei aftur — aldrei! Ég hef séð nóg af veiku fólki um dag- ana ! Og hálfgeggjuðu. Og ef mig lang- ar til þess að sjá gamalmenni, þá þarf ég ekki annað en að horfa í spegil — það nægir mér. Ég svaraði engu, lét hana jafna sig. — Ég vil vera í París ! sagði hún. Ég hugsaði sem svo, á elliheimilinu: Hvers vegna skyldi ég ekki einhvern tíma sjá París, eins og aðrir ? Ég get lifað á að selja blóm. Gerir ekkert til þó að ég búi í háaloftskytru og sé fátæk — ef ég má fara inn á kaffihúsin á kvöldin og ganga borð frá borði og stanza hjá ungu, ástföngnu fólki og bjóða því blómin mín. Segja kannske eitthvað skemmtilegt, fá hnyttið svar, og hlýlegt augnaráð, sjá æskuna í París .... Ég vil vera hún systir Marta, sem allt hverfið þekkir, sem kemur strokandi inn á kaffihúsin á kvöldin með fangið fullt af ilmandi blómum handa ungum konum, sem eru elskað- ar . . . . svona hugsaði ég, og svo lagði ég af stað, gangandi, til þess að spara aurana. Þetta var um haust og inn- dælt veður, ég var fjörutíu og tvo daga á leiðinni, og sjaldan hefur mér liðið betur. Ég sagði öllum frá því, að ég hefði fengið eins konar stöðu í París, ég ætti að selja blóm, fólki frá öllum löndum, sem væri að skemmta sér, og í góðu skapi. Var það til of mikils mælzt af herra mínum og skapara, að ég fengi að selja blóm .... ? Augu hennar fylltust af tárum. — En mér er ekki hleypt inn á staði, þar sem fólk kaupir blóm. Ég er á götunni. Gatan og ölmusan .... það eru mín endalok. Hún lagði olnbogana á borðið, tók báðum sínum beinastóru, holdlausu hrömmum fyrir andlitið og grét béisk- lega. Alfonsarnir voru hættir að skotra til okkar augum með tortryggnu glotti. Sumir gripu blað og flettu því, þegar gamla konan fór að gráta, aðrir gerðu sér upp galsa, kölluðust á spaugsyrðum milli borðanna. Stelpumar mændu á systur Mörtu, og töluðu hljóðlega. Sú sem næst okkur sat sagði með barns- legri rödd : — Það veit enginn okkar, hvað fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.