Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 33
FYRSTU ÍSLENZKU TÍMARITIN
215
tunguna og hreinsa, þótt stundum verði að taka viljann fyrir verkið. Ritin
höfðu talsverð áhrif á þjóðina, og enn eru ,,Gömlu félagsritin“, eins og þau
eru vanalega kölluð, talin til dýrgripa í íslenzkum bókaskápum.
Nú var vaknaður mikill áhugi fyrir bókmenntastarfsemi meðal íslend-
inga heima fyrir og félagsskap til að styðja hana. Lærdómslistafélagsritin
höfðu ekki alls kostar fullnægt kröfum þeim, er fólkið hafði gert til þeirra,
einkum eftir dauða Jóns Eiríkssonar, enda voru margir höfundar tregir
til að senda ritgerðir til þessa félags í Kaupmannahöfn, því þeir vildu ógjarn-
an leggja þær undir dóm og gagnrýni þeirra ungu manna, sem þar voru
einráðir um það, hvað prentað yrði. Þegar Magnús Stephensen kom heim
frá námi, hóf hann þegar undirbúning að stofnun félags til bókaútgáfu, er
svaraði þörfum þjóðarinnar, og áður en á löngu leið kom hann því í fram-
kvæmd. Það var fyrir frumkvæði hans, að Hið íslenz\a Landsuppfrœ&ingar-
félag var stofnað 19. júlí 1794. Meðal félagsmanna voru faðir Magnúsar,
Ólafur stiptamtmaður og Stefán varalögmaður bróðir hans, Stefán Þórarins-
son amtmaður, Hannes biskup, séra Marfyús Magnússon í Görðum og Björn
Gottsliáll^sson, er átti þá Hrappseyjarprentsmiðju. Lög félagsins voru prentuð
1796. Tilgangur þess var að efla menntun þjóðarinnar og stuðla að út-
gáfu góðra skemmti- og fræðibóka. Ollum var frjálst að gerast félagar,
lærðum jafnt sem ólærðum, innlendum sem útlendum, konum sem körlum.
Árstillög voru mismunandi, frá einum dal upp í tíu dali, eftir því hvers
konar meðlimir menn urðu. Árlega skyldi haldinn fundur á Þingvöllum
þann 19. júlí, meðan Alþingi stóð yfir. Framkvæmdum félagsins skyldi
stjórnað af formanni og tilsjónarmanni, og skyldi hinn síðari hafa nálega
ótakmarkað vald um val á útgáfubókum. Ólafur Stephensen var kosinn for-
maður, en Magnús Stephensen tilsjónarmaður. Félagið fékk Hrappseyjar-
prentsmiðju og var hún flutt að Leirárgörðum, næsta bæ við Leirá, þar sem
tilsjónarmaðurinn bjó. Prentsmiðjan hafði áður átt í erfiðleikum, vegna
þess að hún mátti ekki gefa út guðsorðabækur. Nú var Hólaprentsmiðja
svipt því einkaleyfi, og 1799 var hún lögð niður og áhöld hennar flutt að
Leirárgörðum, en prentsmiðjan þar var áður orðin eign Landsuppfræðingar-
félagsins. Félagið fékk góðar viðtökur hjá þjóðinni. Félagaskrá 1796 telur 1024
meðlimi úr öllum héruðum landsins. í fyrstu var félagið einkafyrirtæki,
sem stjórnað var af stofnendunum, en 1. október 1798 gerðu þeir það að
opinberri stofnun, sem hlaut nafnið íslands Uppfrœðingarstiftan, þótt það
gengi einnig stundum undir öðrum nöfnum. Með konungsbréfi 17. júní 1800
hlaut það konunglega vernd og nafnbótina ,,konunglegt“. Það fékk ýmis
hlunninndi hjá stjórninni, svo sem ókeypis flutning á prentáhöldum og öðr-
um nauðsynjum með póst- og fálkaskipunum og bréf þess voru undanþegin
burðargjaldi með landpóstunum.
Meðal rita þeirra, sem félagið skyldi gefa út samkvæmt lögum sínum, voru
,,góðar og fræðandi skýrzlur um útlenda og innlenda viðburði“. í þeim
tilgangi hófu Minnisverð tíðindi göngu sína 1796. Á árunum 1796—1799
komu út fjögur hefti og mynduðu þrjú þeirra fyrsta bindið. En svo komst