Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 57
ALÞINGISUMRÆÐUR UM AÐBÚÐ LISTAMANNA
239
Jón Jónson jrá Múla
(1855—1912). Þm. N.
Þing. 1886—91, Eyf.
1893—99, SeyÖf. 1905
—1907, S.Mýl. 1909—
1912.
mannaKöfn sumarið 1895, snauður og
heilsutæpur. Ymsir vinir hans vildu
gjarnan taka vel á móti honum og
stuðla að því, að hann hlyti einhverja
viðurkenningu. Þegar þing kom sam-
an um sumarið, og fjárlög höfðu ver-
ið lögð fram, fluttu kunningjar Þor-
steins tvær tillögur um styrk honum
til handa. Onnur tillagan kom frá
báðum þingmönnum Eyfirðinga,
Klemens Jónssyni og Jóni Jónssyni
jrá Múla. Var þar farið fram á 600
kr. ,,til skáldsins Þorsteins Erlings-
sonar.” Hina tillöguna flutti Valtýr
GuÓmundsson, og hafði tiltekið sömu
upphæð. Þegar hann vissi af aðgerð-
um þingmanna Eyfirðinga, kvaðst
hann að sjálfsögðu geta stutt þá að
málum og tók tillögu sína aftur.
Allir þessir menn töluðu eindregið
fyrir því, að Þorsteini væri nokkur
sómi sýndur. En ekki skorti andmæl-
in. Gekk þar fram fyrir skjöldu Þórð-
ur /. Thoroddsen, þm. Gullbringu-
og Kjósarsýslu. Kvað hann það álit
sitt, að ,,þær ritsmíðar í bundnu
máli“, sem komið hafi frá Þorsteini,
séu ekki með þeim hætti, að þeirra
vegna eigi að veita honum laun af
opinberu fé. ,,Meðan hin kristna
kirkja er þjóðkirkja hér á landi og
kristna trúin er þjóðtrú, sem ríkið á
að vernda og styrkja, kann ég ekki
við að launa þeim skáldum af lands-
fé, er gera sér far um að rífa allt
þess konar niður, og sem láta þær
hugsanir koma fram í skoðunum sín-
um, sem ekki verður annað um sagt
en að hafi, auk þess áður talda,
spillandi áhrif á hvert óspillt og sak-
laust hjarta.“ Síðan bendir ræður-
maður á kvæði eins og ,,Örlög guð-
anna“ og ,,Örbirgð og auður“. Segir
hann það álit sitt, ,,að hin trúaða,
saklausa, óspillta íslenzka þjóð, hafi
ekki ráð á því að Þ. E. mitli út úr
sér allar þær hugmyndir, sem frá
honum hafa komið.“
Jón jrá Múla svaraði ræðu þessari
og mæltist vel. Fleiri urðu til að
styðja þann málstað, og hlaut styrk-
veitingin til Þorsteins samþykki deild-
arinnar.
Þegar til efri deildar kom, tók fjár-
laganefndin þar málinu þunglega, og
lagði til að styrkurinn væri niður
felldur. Fékk hún því framgengt, og
greiddu aðeins þrír þingmenn fjárveit-
ingunni atkvæði, en sex voru á móti.
Er fjárlög komu aftur fyrir neðri
deild, undu vinir Þorsteins illa við og
tóku upp tillöguna að nýju.
Var krafizt nafnakalls, og sögðu 13
já, en 10 nei.
Efri deild hróflaði nú ekki við
styrknum, og lauk svo þessu þingi,
að Þorsteinn Erlingsson var sæmdur
600 kr. skáldalaunum.
Þegar stjórnin lagði fjárlagafrum-
varp sitt fyrir þingið 1897, vakti það
strax nokkra athygli, að styrkurinn til
Þorsteins Erlingssonar hafði verið nið-
ur felldur. Valtýr GuSmundsson og
fleiri þingmenn víttu þessa ráðstöfun,
og bar Valtýr fram þá tillögu, að Þor-
steinn héldi 600 kr. skáldalaunum
sem áður. En nú var við ramman