Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 48
Alþingisumræður um aðbúð listamanna
GILS GUÐMUNDSSON tók saman
FYRSTA GREIN
,,AF ÖLLUM hirðmönnum virði
konungur mest skáld sín; þeir skip-
uðu annað öndvegi.” Svo er frá sagt
í sögu Egils Skallagrímssonar, þar
sem lýst er hirðlífi hjá Haraldi kon-
ungi hárfagra. Þorbjörn hornklofi orti
um örlæti sama konungs í garð
skálda:
Á gerðum sér þeira
ok á gullbaugum,
at eru í kunnleikum við konung:
Feldum ráða rauðum
ok vel fagrrenduðum,
sverðum silfrvöfðum,
serkjum hringofnum,
gylltum andfetlum
ok gröfnum hjálmum,
hringum handbærum,
er þeim Haraldr valdi.
Slík voru kjör hirðskálda á þeim
tímum og alllengi síðan. Skáldskapur-
inn var talinn ein hin dýrmætasta
gjöf guðanna, og þeir, er slíkri íþrótt
voru búnir, áttu greiðan gang að söl-
um þjóðhöfðingja. Kom lítt að sök,
þótt slíkir menn væru ættsmáir og
illa fjáðir, gætu þeir kveðið svo vel,
að konungum og hirðmönnum þeirra
væri skemmtan að.
Með einhverjum hætti urðu fslend-
ingar einir um að halda uppi drótt-
kvæðunum, þegar fram liðu stundir.
íslenzku skáldin ferðuðust milli er-
lendra þjóðhöfðingja, fluttu þeim
kvæði og þágu að bragarlaunum hirð-
vist með þeim og margvíslegar gjafir:
verðmæta hringa, skrautbúin vopn og
fögur klæði. Sem dæmi íslenzkra
hirðskálda á söguöld má nefna Gunn-
laug ormstungu. Hann fór til Eng-
lands á fund Aðalráðs konungs Ját-
geirssonar og flutti honum kvæði.
Konungur gerði hann að hirðmanni
sínum og gaf honum , .skarlatsskikkju
skinndregna .... og hlaðbúna í skaut
niður” og fleiri dýrar gjafir. — Þessu
næst hélt Gunnlaugur til írlands og
hafði þá ort kvæði um Sigtrygg kon-
ung silkiskegg. Konungur var ungur
maður, og hafði ekkert skáld lofað
hann fyrr í ljóði. Vildi hann launa
Gunnlaugi skörulega og spurði féhirði
sinn, hvort tveir knerrir mundu ekki
þykja álitleg umbun fyrir kvæðið. Fé-
hirði þótti slíkt ofrausn og kvað aðra
konunga gefa gripi góða, sverð eða
gullhringa. ,,Konungur gaf honum (þ.
e. Gunnlaugi) klæði sín af nýju skarl-
ati, kyrtil hlaðbúinn og skikkju með
ágætum skinnum og gullhring, er stóð
mörk.” Enn heimsótti Gunnlaugur
þriðja konunginn, Ólaf hinn sænska,
og flutti honum kvæði.
Kvæðalaun hirðskáldanna voru, eins
og þegar hefur verið sagt, oft hinar
mestu gersemar og stundum harla
verðmæt. Skjöldur sá, er Hákon
Hlaðajarl gaf Einari skálaglamm, en