Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 123
HINN FRÆKNI UNGI MAÐUR í SVÍFANDI RÓLU
305
níu þeirra fyrir áttatíu og fimm sent.
Hann varð sjúkur og sneyptur af því
að Kafa skilið við sig allar bækurnar.
Beztu fötin sín Kafði Kann selt fyrir
tvo dali, en það gerði ekkert til. Hann
kærði sig ekki um föt. En bækur.
Það var annað mál. Hann varð sár-
reiður af því að engin virðing skyldi
vera borin fyrir mönnum sem skrif-
uðu.
Hann lét fægðan skildinginn á
borðið, horfði á hann með nirfilslegri
ánægju. Hve fallega hann brosir,
sagði hann. Án þess að lesa orðin
horfði hann á þau, E Pluribus Unum
Eitt Sent Bandaríki Ameríku, og þeg-
ar hann sneri við skildingnum, sá
hann Lincoln og orðin, Vér Treystum
í Guði Frelsinu 1923. Hve þetta er
fallegt, sagði hann.
Hann varð syfjaður og fann hræði-
legan sjúkleika fara um æðarnar, ó-
gleði og upplausn. Hann stóð ráðalaus
við rúmstokkinn, hugsaði það er ekkt■
til neins a<5 gera annaþ en soja. Hon-
um fannst hann þegar vera farinn að
vaða gegnum fljótandi jörðina, synda
af stað til upphafsins. Hann féll á
grúfu ofan á rúmið og sagði, ég ætti
fyrst að minnsta kosti að gefa ein-
hverju barni skildinginn. Barn getur
keypt alla hluti fyrir penný.
Síðan hvarf hann skjótt og létt úr
líkama sínum með leikni unga manns-
ins í rólunni. Eitt eilífðaraugnablik
varð hann allt í senn: fuglinn, fisk-
urinn, nagdýrið, skriðkvikindið, og
maðurinn. Uthaf af myndum bylgj-
aðist látlaust og skuggalega fyrir aug-
um hans. Borgin var að brenna. Múg-
urinn gerði uppreisn. Jörðin hring-
sólaði á brott, og vitandi að hann
gerði það, sneri hann glatarði ásjónu
sinni móti tómum himninum og varð
draumlaus, andvana, fullkominn.
Halldór Stejánsson
íslenzkaði
HELGAFELL 1946
20