Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 60

Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 60
242 HELGAFELL Loks gátu þeir menn, sem góða hæfi- leika sýndu, átt þess nokkra von að hljóta smávægilega námsstyrki, en slíkt mátti heita óhugsandi áður. Þingið 1895 veitti S\úla Skúlasyni framhaldsstyrk, en auk þess hlutu tveir aðrir listamenn nokkra fjárhæð. Annar þeirra var Einar Jónsson frá Galtafelli. Er þess getið, að þing- menn hafi átt kost á að sjá ,,meðmæli er hann hefur sent frá kennara sín- um, svo og marmaramynd og ljós- myndir af öðrum líkneskjum, er hann hefur mótað.“ Þótti þingmönnum svo mikið til koma, að styrkbeiðnin hlaut góðan byr, og var samþykkt 500 kr. fjárveiting til Einars. Hinn listamaðurinn, sem styrk hlaut í fyrsta skipti árið 1895, var Þórarinn B. Þorláksson, bókbindari. Þórarinn hafði fengizt allmikið við að mála í tómstundum sínum, og þótti vel tak- ast, ólærðum manni. Hlaut hann nú 500 kr. um tveggja ára skeið ,,til að fullkomna sig í málaraíþrótt.“ Kom það fram í ræðum sumra þingmanna, að þeir töldu sjálfsagt að verja nokkru fé til eflingar fögrum listum. Kvað Valtýr Guðmundsson ærna þörf að styrkja íslenzka málaralist, ,,sem get- ur haft svo mikla þýðingu bæði til þess, að leiða athygli útlendinga að landinu, náttúru þess og lifnaðarhátt- um, sem og til þess að vekja hina blundandi hæfileika þjóðarinnar og fegurðartilfinning hennar.“ Þingið 1897 sýndi allmikla rausn í garð fagurra lista, borið saman við það, sem áður hafði tíðkazt. Sam- þykktar voru að nýju fjárveitingar til Einars Jónssonar, Þórarins B. Þor- lá\ssonar og Skúla Skúlasonar, 600 kr. á ári til hvers. En auk þess bætt- ust við tveir styrkir til hljómlistar- manna. Þeirri listgrein hafði enginn sómi verið sýndur af þinginn fyrr, ef frá eru skildar þær 600 kr., sem Guðrún Waage fékk til söngnáms árið 1885. Séra Bjarni Þorsteinsson hlaut nú 1000 kr. fjárveitingu í eitt skipti, ,,til að safna og gefa út íslenzka þjóð- söngva,“ en Brynjólfi Þorlákssyni voru veittar 800 kr. ,,til að fullkomn- ast í hljóðfæralist erlendis.“ Báðir þessir menn höfðu áður sótt um styrk til þingsins, en enga áheyrn hlotið. Nú var svo komið, að tekið var að athuga slíkar beiðnir í alvöru, og sinna þeim einstöku sinnum, þótt ekki væri það andspyrnulaust. Alþingi 1899 gerði þann hlut merk- astan varðandi bókmenntir og listir, að veita séra Matthíasi Jochumssyni 2000 kr. árleg heiðurslaun og lausn frá prestskap. Klemens Jónsson bar fram þá tillögu, og hafði hún þegar allvænlegt fylgi. Nokkrar mótbárur heyrðust, en ekki kvað mikið að þeim. Var fjárveitingin samþykkt, og sótti Matthías þá um lausn, sem kunnugt er. Enginn hafði að þessu sinni kjark til að ympra á skáldalaunum til Þor- steins Erlingssonar, eftir allt það, sem á hafði gengið árið 1897. Á hinn bóginn kom nú fram tillaga um skáldalaun handa séra Valdimar Briem. Tillöguna flutti Þorlákur Guð- mundsson þm. Árnesinga (lengi bóndi í Fífuhvammi), og segir m. a. svo í ræðu, er hann mælti fyrir henni: ,,Það vita allir, að hann er ekki ein- ungis landsfrægur, heldur líka heims- frægur sem sálmaskáld og skáld.“ Þrátt fyrir þessi kröftugu meðmæli, hlaut séra Valdimar engan styrk að því sinni. Árið 1901 bar fjárlaganefnd neðri deildar fram tillögu um, að Valdimar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.