Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 118
300
HELGAFELL
ljóst er og, að hlutirnir muni hafa farið
vegalengdir, sem eru í beinu hlutfalli
við hraða þeirra, þannig að rannsókn,
þegar fram líða stundir, muni einmitt
leiða í ljós, að því fjær sem hlutirnir
eru því hraðara fjarlægist þeir, og að
hraðinn vaxi hlutfallslega við fjar-
lægðina.
Onnur skýring er sú, að alheim-
urinn þenjist út eins og tröllaukinn
belgur. Eyheimunum má þá líkja við
depla, sem liggja þétt saman á yfir-
borði belgsins. Þegar belgurinn þenst
út, stækka bilin milli deplanna. Fluga
á einum deplinum myndi þá sjá, að
fjarlægu deplarnir hyrfu fljótar en
þeir nálægu. Hlutfallið milli hraða
og fjarlægðar hvers depils myndi vera
það sama.
Staðreyndin um útþenslu alheims-
ins gefur tilefni til þeirrar spurningar,
hvort rúmið sjálft þenjist út. Og ef
svo er, í hvað þenst það þá ? Svarið
er, að það þenst ekki út í neitt. Hug-
myndin um rúmið er hugsmíði, sem
er grundvölluð á þekkingu mannanna
á áþreifanlegum hlutum. Engin
ástæða er til þess, að sú hug-
mynd um rúmið, sem kemur fram
við rannsókn á hreyfingum eyheim-
anna og frumeindanna, skyldi sam-
ræmast þeirri hugmynd, sem Eu\lid
gerði sér út frá athugun sinni á lín-
um dregnum á sandstráð gólf í Alex-
andríu. Séu settar fram spurningar,
varðandi annað atriðið með orðalagi,
sem hæfir hinu, verða þær meiningar-
lausar.
Sérhver öld verður að mynda sér
sínar eigin skoðanir á alheiminum.
Skyldi það vera tilviljun ein, að
mannkynið uppgötvaði, hvernig
stjörnuheimurinn er á ferð og flugi
samtímis og þess eigin aðstæður
tóku gagngerum breytingum ? Er það
ekki svo, að íhugun um byltingar-
kenndar hugmyndir á einu sviði þrói
með mönnum hneigð til þess að gera
mikilvægar uppgötvanir á öðrum
sviðum.
Prófessor Bernal segir okkur í öðrum
kafla greinaflokks þessa, að gjörvallt
mannkynið lifi nú stórkostlega mikil-
væg aldahvörf og að breytingarnar
verði með miklu skjótari hætti en
áður hefur átt sér stað. Hraðinn færist
í aukana. Byltingarkenndar hugmynd-
ir virðast hrærast bak við hugsanir
okkar, og tjáning þeirra kemur fram á
margvíslegan hátt, en samtímis, í hug-
myndaflugi stjörnufræðinga, skálda,
eðlisfræðinga, listmálara, stjórnfræð-
inga; og bráðum verða þær þáttur í
hugmyndakerfi almennings.
Teresia Guðmundsson
þýddi