Helgafell - 01.10.1946, Side 129
SVEINN BERGSVEINSSON:
Síðustu sögur Halldórs Kiljans Laxness
i.
ÍSLANDSKLUKKAN — HIÐ LJÓSA IvrAN
Ég er staddur í Kaupmannahöfn
um nýjársbil. Frétzt hefur meðal
landa, að það eigi að 'halda kvöld-
vöku í Félagi ísl. stúdenta á tiltekn-
um degi upp úr nýjárinu. Það séu
komnar til landsins nýjar bækur frá
íslandi, hafi borizt um einhverjar
krókaleiðir, sem virðast vera hemað-
arlegt leyndarmál. En þær eru komn-
ar. Og það eigi að lesa úr þeim
kafla á fundinum. Þar á meðal úr nýrri
bók eftir Halldór Kiljan Laxness.
í hléi milli loftárása gat ekki betri
fregn en eiga í vændum að hlusta
aftur á orð þessa höfundar, hlusta
aftur á rödd íslands. Salurinn er
þéttskipaður fundargestum, svo að
sumir verða að setjast út í glugga.
Þessi nýja bók Kiljans heitir „íslands-
klukkan“. Og hún kvað ekki vera
framhald af Ljósvíkingnum, enda
lézt hann nokkuð sviplega og fékk
skáldrænastan dauða íslenzkra manna
í Fegurð himinsins. Nú eru lesnir upp
kaflar úr íslandsklukkunni, sem Jakob
Benediktsson hafði sagt mér í fundar-
byrjun, að væri bezt skrifaða bók
Kiljans; hér næði hann þeirri full-
komnun í stíl, sem engin fyrri bóka
hans kæmist til jafns við, og þótti
mér þá mikið sagt. Kaflarnir sem
lesnir voru upp fjölluðu um Jón nokk-
urn Hreggviðsson, sem uppi átti að
hafa verið um og eftir 1700 eða á
dögum Árna Magnússonar. Sögu-
hetjan er ekkert sápuþvegið stofu-
menni heldur „svartur tötramaður
ljótur“ og snærisþjófur ofan af Akra-
nesi. Kaflamir lýsa raunum þeim,
sem þessi marghrelldi tötramaður
lendir í, og eru þær ósmáar. Jón er
kaghýddur af kóngsins böðli úti á
Skaga, er kastað í svartholið á Bessa-
stöðum, bíður heila nótt gálgans við
Öxará bundinn á höndum og fótum.
Verður á síðustu stundu bjargað af
merkilegri konu, hinu ljósa mani.
Flýr til Hollands og síðar til Þýð-